Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 19
af stað út í myrkrið. Hann flaug auðvitað á. Hann komst ekki nema um það bil sex fet, áður en hann skall með höfuðið á stórri eik og féll á jörðina. Honum datt ekki annað í hug en hann væri hálsbrotinn. Þá heyrði hann aftur rödd kvenugl- ur.nar, lága og þýða, nú lengra fra séi, og hóf sig aftur hugsunarlaust til flugs. Að þessu sinni komst hann að minnsta kosti tuttugu fet, áður en hann rakst á. Hann sat á jörðinni þessa nótt, sár á sál og líkama, og aðeins hinn mikli Manitóba veit, hvers vegna einhver skepnan gleyptí hann ekki með ham og fjöðrum, áður en eldaði svo mikið aftur, að hann gæti leitað hælis uppi á greininni sinni. En nú var búiö með matargleðina. Af einhverri ástæðu voru krásirnar neðan við tréð ekki lengur heillandi. Það verður varla sagt, að Jafet snerti við þriðja morgunmatnum. Fram- koma áhorfendanna fór svo í taug- arnir á honum, að um miðjan dag hvarf hann inn í herbergið sitt í trénu og lét ekki sjá sig, þrátt fyrir hróp og sköll og frekjulæti fólksins, sem hafði komið að skoða hann. Jafet var ástfanginn — og heldur meira en lítið. Þegar rökkrið seig yfir, fór hann fram á grein sína og hvessti þessi undarlegu ugluaugu sín út í myrkrið. Þegar hún fór hjá, auðvitað af hreinni tilviljun, var hún ekki annað en dökkur skuggi og hvarf hon- um næstum sjónum, um leið og hún flaug fram hjá honum. — Bíddu aðeins, hrópaði Jafet. — Mig langar til þess að tala við þig, ég verð að tala við þig! Hún svaraði strax og mjög virðu- lega: — Hvers konar stúlka haldið þér að ég sé, herra minn? Hvers vegna sýnið þér mér ókurteisi á almanna- færi. Engar siðsamar uglur myndu sýna mér slikan dónaskap, heldur heimsækja mig í þriðja mórberja- fíkjutrénu suður af læknum í Garra- brandtskóginum eftir myrkur. — En ég sé ekki glóru í myrkri, vældi Jafet. — Hvernig væri, að ég kæmi rétt um hádegi á morgun. Hann heyrði hana hnussa fyrirlit- lega, en ef hún hefur svarað þessu einhverju, var hún komin of langt til þess að það heyrðist. Næsta morgun flaug Jafet aftur heim í gamla skóginn sinn og leitaði mórberjafíkjutréð uppi, en þar var auðvitað enginn vakandi. Hann barði hvað eftir annað, en enginn kom til dyra. Hins vegar bar þar að löggæzlu- fáika, sem gaf Jafet alvarlega áminn- ingu og hótaði að lima hann í sundur ef hann hefði ekki hægt um sig, með- an sól væri á lofti. Uglan unga sneri aftur til heimilis síns, en sýndi krásum gestanna, sem fögnuðu endurkomu hans, næstum dónalega lítilsvirðingu. Hann fór inn í herbergið sitt og hugsaði ráð sitt. Þegar hún flögraði fram hjá í rökkurbyrjun, vissi hann, hvað til friðar heyrði. Hann varð að læra að ferðast á nóttunni, hvað sem það kostaði. Hann lagði á sig ofuruglulegar raun- ir. Hann flaug á óteljandi runna, tré sjónvarpsloftnet, þrjú grindverk, bíl og einu sinni á sofandi dádýr. Þeg- ar hann féll til jarðar, brölti hann aftur á fætur og lyfti sér tii flugs. Marinn, rifinn og bólginn, svo að hann var hreint óþekkjanlegur, lifði hann af eina nóttina eftir aðra, og allan liðlangan daginn svaf hann djúp- um svefni. Doktor Anselmus og lið hans hvarf á braut, og án matar varð Jafet fölur og fyrirgengilegur. Fyrst í stað gat hann ekki merkt neina framför í næturloftsiglinga- fræðinni, en það kvöld kom, að hann gat elt kvenugluna ríflega hundrað metra, áður en hann missti sjónar á henni í myrkrinu. Þá vissi hann, að hann var á réttri leið. Hann beit á gogginn og bélt áfram að æfa sig. Nokkru síðar sátu þeir Art, Kalli og Gervais á tré í tunglsljósinu í Garrabrandtskógi, þegar ung og fal- leg kvenugla flaug fram hjá þeim. Piltarnir þrír flautuðu á eftir henni. — Svaka skutla, muldraði Gervais. Eftir heima Þegar séra Skúli Gíslason var prest- ur á Stóra-Núpi, voru fjárskipti höfð sunnanlands vegna fjárkláða. Fór prestur þá með öðrum fleiri norður í Þingeyjarsýslu til fjárkaupa. Séra Skúli var orðhákur mikill og lét flest fjúka, þótt ekki væri það sem prestslegast. Bónda einum þingeysk- um, sem heyrði orðaleppa hans við fjárkaupin, ofbauð orðbragðið. Spurði hann með undrun, hvort þetta væri ekki prestur, * því að svo hafði hann heyrt. „Jú“, svaraði séra Skúli. „En ég skildi prestinn eftir heima“. Myrkrid ©g þ@rfin Jónatan Daníelsson var lengi hrepp- stjóri í Grímsey, en fluttist á gamals aldri, þá ekkjumaður, til Flateyjar á Skjálfanda. Hann var vel að sér í mörgu, mikill stjórnari á sjó, fróður, glaður og skemmtinn og kunni vel að bíta frá sér, ef í orðasennur sló. En einkennilegur þótti hann eigi að síður. Á elliárum sínum tók hann til sín ráðskonu, sem ekki þótti ganga í aug- — Hún leit ekki við okkur! Ég skil þetta ekki! — Ég hef heyrt sagt, að hún sé trú- lofuð . , . Art þagnaöi, því að um það bil fimmtíu fetum á eftir henni kom rifin og illa til höfð karlugla, sem pírði stór augun á eftir kvenuglunni. Um leið og' þessi ræfilslega ugla þaut fram hjá, heyrðu bræðurnir hana segja út um annað - goggvikið: — Sælir, strákar. Ég tala við ykkur seinna. Hann flaug áfram, plægði sig gegn um trjátopp, en tókst þó að halda bæði hæð og hraða. Það var löng þögn, Art, Gervais og Kalli störðu á eftir honum. Kalli fékk fyrstur málið: — Ja, strákar, ég þyrði næstum að sverja, að þetta var Jafet, hefði ekki tvennt komið til. í fyrsta lagi, hann flaug hér um bil eins og venjuleg ugla, og það um nótt, og í öðru lagi, hanh spurði ekki hví. Gervais horfði í áttina að þriðja mórberjafíkjutrénu sunnan við læk- inn. Þar sátu tvær uglur á sömu grein, mjög þétt saman. — O-jú, þetta var Jafet, sagði hann og hló. — Hann hefur einhvern veg- inn lært að fljúga á nóttunni, og hvað síðasta atriðið snertir, Kalli, þá held ég, að hann þurfi ekki lengur að spyrja. S.H. þýddi. un á karlmönnum, og átti með henni barn. Einhver fór að lá Jónatan gamla, að hann skyldi leggja lag sitt við ráðskonuna og ganga í rúm til hennar, ekki nettari en hún væri. Jónatan svaraði óðár: „Myrkrið og þörfin spyrja ekki að því.“ BruSiunarsemi Ólafur Jónsson í Selsundi var mikill sparsemdarmaður, þótt ekki skorti efnin, og var þess ekki síður gætt á heimili hans að fara vel með það, sem smátt var. Eitt af því, sem ekki þótti hæfa að bruðla með, voru eldspýturnar. Því var vetur nokkurn, að Ólafi leizt ekki á blikuna. Hann kom að eldspýtnastokknum tómum eða þvi sem næst. Þá hrutu honum þessi orð af munni: „Eldspýtnastokkurinn búinn — og ekki nærri komin jól!“ Þae er Bistin Helgi Bjarnason í Rauðsdal var mikill aflamaður, og þótti honum þó ekki vel að verið, þótt hann væri afla- hæstur, nema hann kæmi líka fyrstur GLETTUR T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 835

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.