Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 20
að. Kunningi hans spurði, hverju fiski sæl'd hans gegndi. Helgi svaraði: „Það er Þstin, vinur, að róa fyrstur, vera mestur og koma fyrstur að“. VaraSi sig ekki á því Það var venja Einars bónda Jóns- sonar í Laxárdal ag stía lömbum, áður en fært var frá. Kona hans, Margrét Steindórsdóttír var komin á steypinn, en fór eigi að síður í smalamennsku og lenti í eltíngaleik við stygga tvævetlu. Fór svo, að Margrét hlaut að gefast upp. Komst hún með naumindum heim, lagðist á sæng og ól barn sitt. Á þriðja degi eftír barnsburðinn var hún aftur komin á kreik og fór jafnskjótt að smal'a. Varð þá fyrir henni sama lambærin og orðið hafði henni ofurefli, áður en hún ól barnið. Hófst nýr eltingaleikur, og fór svo, að Margrét bar hærra' hlut ag þessu sinni. Þegar ærin var komin inn i réttina, hvessti Margrét á hana aug- un og mælti: „Þú varaðir þig ekki á því, skitan þín, að nú var ég léttari á mér að eltast við þig en síðast“. Vinsamleg bending Kristbjörg, kona Tómasar for- manns í Rifi, var svarkur mikill, en það vildi til, að maður hennar brá sér lítt vig voveiflega hluti. Einu sinni var Tómas nýkominn úr róðri og stóð á skiptavelli. Kristbjörg kom steðjandi niður að vörinni í versta ham. Hellti hún skömmum og Framhald af 827. síSu. Herinn nam staðar við borgarhlið Lundúna, og miðvikudaginn 12. júní ávarpaði presturinn Jón Ball liðið. Hann hafði barizt fyrir nýju þjóð- félagi í tuttugu ár, að undanskildum nokkrum tíma, er hann var fangi. Ræðu sína hóf hann með þessu vísu- broti. Þegar Adam plægði og Eva spann, enginn þekkti neinn aðalsmann. Hann lýsti stéttaskiptíngu uppfinn- ingu vondra manna og krafðist afnáms hennar, og óvinir hans fullyrtu síðar, að hann hefði lokið ræðu sinni með því að skora a bændaherinn að drepa ráðgjafa ttonungsins. Herinn beið þess nú með óþreyju, að bann kæmist inn í borgina. Samn ingaumleitanir voru hafnar við stjórnarvöldin, og loks varð það of- an á, að bændum skyldi hleypt inn í borgina, enda lofuðu þeir því að beita ekki ofbeldi. Vindubrúin var látin síga, og uppreisnarmenn streymdu inn í borgina. Þeir stefndu ókvæðisorðum yfir Tómas, en hann svaraði ekki aukateknu orði. Þegar þessu hafði farið fram um hríð, leit hann allt í einu upp frá verki sínu og sagði með hægð: „Viltu ekki reyna að komast upp á salthúsið, Kristbjörg mín. Það heyrist betur tíl þín þaðan“. Það var ekki át Loftur Loftsson í Ranakoti var kominn að fótum fram. Hann sagð- ist vera orðinn ónýtur til alls og hreint bilaður að borða. „Ég kalla það ekki át, þegar ég kem svangur af sjó, þó að ég slafri í mig sextán til' tuttugu lifrarmaga og einn megring." Undirstöðugóð máltíö Árni, sonur Vigfúsar geysis, var um skeig vinnumaður Jóns Björns- sonar á Búlandi í Skaftártungu og skyldi fara í ver um vetrartíma. Fór hann heiman á miðvikudegi og hélt að Hlíð í Tungu, þar sem hann átti von samfylgdarmanns. Nú gerði hríðar, og varð Árni veðurtepptur í Hlíð. Var honum skammtaður matur með vinnuhjúum og fannst fátt um. Gekk svo fimmtu- dag og föstudag. En þegar honum var borinn nónverður á laugardag, vildi hann ekki við taka og kvaðst vera saddur. Þetta - þótti undarlegt', og var hann inntur eftir því, hverju þetta sætti. „Ég át á miðvikudaginn‘% svaraði Árni. umsvifalaust til Savoy-hallar, þar sem einn þeirra manna, er þeir höt- uðu mest, hafði aðsetur. Þeir rudd- ust inn í höllina, brutu þar allt og brömluðu og kveiktu síðan í henni. En engu var rænt. ,,Við erum ekki þjófar", sögðu uppreisnarmenn. Hirðin beið þess í Lundúnaturni með miklum geig, hvað verða vildi. í skjóli nennar var hinn fjórtán ára gamli konungur og móðir hans. Þar voru og erkibiskupinn og allir helztu ráðgjafar konungs. Sumir vildu fara með her gegn bændum, en aðrir lögðust gegn því, og það. varð ofan á, að Ríkarður ungi reið að morgni hins 14. júní til móts við uppreisn- armenn norðaustan við borgina. Bændur báru fram kröfur sínar, og konungur kinkaði kolli. Þrjátíu skrif arar hófu að rita ný lagaboð, og þegar þau nöfðu verið lesin upp, laust herinn upp miklu iagnaðarópi. En meðan þetta gerð'ist hafði hóp- ur bænda ruðzt inn í salarkynni kon- ungs í borginni, þar sem þeir eltu uppi þá menn, sem þeir kenndu einkum um kúgun þá, er beitt hafði verið. Loks brutust þeir inn í kapellu hallarinnar, þar sem erkibiskupinn var að syngja messu. Hann vissi, hvers hann átti von og hafði þegar þegið ábergingu, enda máttí það ekki seinna vera. Hann var dreginn frá altarinu og tekinn af lífi við ógurleg fagnaðarlæti mannfjöldans, er safn- aðist að. Þessu næst barst leikurinn víðs vegar um Lundúni og síðan út um landið. Öll fangelsi voru brotin upp, og hryðjuverkum linnti ekki. Rík- arður II. afréð að hitta foringja uppreisnarmanna enn á ný, að þessu sinni skammt norðan við Lundúni. Þetta var mikil háskaför, og konung- ur og föruneyti hans staldraði við í Westminster-klaustri, hlýddi messu og gerði syndajátningu. Valtýr tígulþekjari- foringi uppreisn, armanna, reið til móts við konung, er hann kom á vettvang. En þá gerð- ist óvæntur atburður. Borgarstjóri Lundúna, sem í konungsfylgdinni var, hjó bændaforingjann banahögg við hlið konungs. Þeir, sem á horfðu, áttuðu sig ekki undir eins á því, sem var að gerast. Sumir héldu, að verið væri að slá uppreisnarforingj- ann til riddara. En í næstu andrá varð öllum ljóst, að hann hafði verið myrtur. Þúsundir manna lögðu ör á bogastreng og beindu þeim að kon- unginum. En þá gerðist annar at- burður jafnóvæntur. Koiiungur reið fram á móti sveit uppreisnarmanna — enginn fylgdi honum eftir. ,,Eg er konungur ykkar“, hrópaði hann. „Eg vil vera foringi ykkar“. Bogarn- ir sigu, og innan lítillar stundar höfðu uppreisnarmenn lagt mál sín öll í hendur konungi, sem þessu næst reið brott frá höfuðstaðnum með allt uppreisnarliðið. En hér létu bændur herfilega blekkjast. Stórmenni ríkisins tóku forystuna í höfuðborginni, og þing- ið neitaði með ölíu að fallast á sætt þá, er konungur hafði gert. Lávarð- arnir kröfðust grimmilegra hefnda, ísem kæft gætu allar uppreisnar- hneigðir bænda og vinnulýðs. Frels- isskráin nýja lýst ógild, og næst þegar Ríkarður II. ávarpaði bænd- ur, hljóðuðu orð hans á þessa leið: „Þrælar voruð þið, og þrælar er- uð þið. í þrældómi skuluð þið vera — ekki sem áður, heldur öðrum miklu verri“. Ógurlegir refsidómar voru kveðn- ir upp, og leifum uppreisnarhersins var eytt með sverði og eldi. En þrátt fyrir allt var þessi uppreisn ekki til ónýtis gerð eins og liin markmiðs- lausa, franska bændauppreisn. Hún varð aðli Englands að minnsta kostí alvarleg áminning og viðvörun, þeg- ar frá leið, og liugsjónum veitist jafnan erfitt að útrýma með vopnum. EFTIRKÖST SVARTADAUÐA — 836 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.