Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 16
Jafet var óvenjulegur fugl allt frá upphafi. Þegar hann var aðeins þriggja daga gamail, hvítur dúnbolti með tvö gríðarstór augu, sagði hann sitt fyrsta orð. Það var: Hví? Móðir hans, brandugla að nafni Emilía, varð afskaplega hreykin. í fyrsta lagi: Litlar branduglur byrja sjaldan að tala fyrr en þær eru fimm daga gamlar. f öðru lagi: Jafet sýndi, svo ekki varð um villzt, að hann var ekki einn af þess um venjulegu ugluungum, sem hófu mál sitt með því að segja „mamm ma“, eða það sem var enn þá algengara: Hvur? — Þetta er svei mér gáfuð ugla, sagði Emelía undir eins. — Hann skal heita Jafet, en það þýðir Blessaður Af Guði Aðeins Þriggja Daga Gamall. í rauninni þýðir Jafet hinn stækkandi, Bræður Jafets, Art, Kalli og Gervais, voru ósköp venjulegar uglur. Á hverri nóttu átu þeir þrisvar til fjórum sinn- um þyngd sína eins og góðum ugluung- um sæmir. Þeir breyttust úr aðdáunar- verðum, litlum dúnbögglum í ófríða unglingsfugla með stinnar fjaðrir, hvítar og brúnar, þegar tími var til þess kom- inn, tileinkuðu sér villandi lífsreglur móður sinnar og urðu loks jafnruglaðir í ríminu og hún, þegar sú stund rann upp, að þeir ættu að yfirgefa bernsku- heimilið í gamla, hola trénu. Art, Kalli og Gervais gegndu strax, þegar þeim var sagt, að nú ættu þeir að fara að heiman og sjá um sig sjálfir. Þeir kvöddu og hurfu út í myrkrið. En Jafet lét ekki á sér kræla. — Komdu, Blessaður Af Guði Aðeins Þriggja Daga Gamall, sagði Emilía bl'íð- Jafet gekk að útidyrunum og rýndl út. — Uss, fuss, sagði hann. — Ég sé ekki vængja minna skil! Hann sneri við, gekk aftur út í hornið sitt og lagðist fyrir. — Vekið mig ekki of snemma, sagði hann við foreldra sína. — Ég á erfiðan dag fram undan. Og þar með var hann sofnaður. Jói teygði fram klærnar. — Þessu hef ég verið að bíða eftir, sagði hann. — Líttu undan, kona góð. — Nei, bíddu við, svaraði Emilía. — Jafet er enginn venjulegur ugluungi. Við vitum bæði, að hann sér ekki í myrkri. Það getur vel verið, að hann eigi eftir að verða fyrsta uglan, sem stundar vinnu sína á daginn. Hugsaðu þér, Jói, sonur okkar, fyrsta dag-uglan! — Ef honum hefði verið ætlað að vinna á daginn, hefði hann orðið gull- Tr°ancy: Ugfon, spurSi: hví? en Emilía var eins og allar uglur, og þó sér í lagi branduglur, dálítið rugluð í fræðunum. Til dæmis gortaði Emilía oft af því, að forfeður hennar hefðu verið forngrískir, og einn þeirra hefði meðal annars verið einkaugla Pallas Aþenu. — Segðu það aftur, Jafet, sagði hún oft næstu daga. — Segðu það fyrir Rósu frænku og Klöru frænku. — Hví, skrækti Jafet hlýðinn, en bræður hans engdust sundur og saman af afbrýðisemi, og fréttin flaug um Garrabrandtsskóginn, að Jafet litli hennar Emilíu væri mjög merkilegur fugl. Það var algengt að kunningjarnir heiisuðu föður Jafets með þessum orð- um: — Mér er sagt, að þú eigir son, isem kann stafrófið aftur á bak og áfram og geti talið upp alla forsetana. — Það eina, sem ég veit, er það, að það er óhemju vinna að fóðra hann, svaraði Jói fýlulega. — Allir éta strák- arnir fjórir eins og dúfnafálkar, en þessi Jafet er búinn með matinn sinn, áður en maður getur sagt guð hjálpi mér og spyr svo bara: Hví? Ég hef oft áhyggj- ur af því. Hér hætti ég stélfjöðrunum til þess að veiða handa þessum botn- lausu ungum, fæ varla nokkurn tíma í mig hálfan sjálfur og svo spyr þessi litli, hvort það sé þess virði? Ég veit svei mér ekki. — Þú veizt, vænti ég, hvað sagt er um fjóra bræður í einu hreiðri? spurði einn vinanna og flissaði. — Nei, hvað er það spurði Jói. — Hvur? spurði vinurinn, og allir binir hlógu. Jói andvarpaði. Svona enduðu allar samræðurnar milli branduglanna í sjálf heldu. Það var ekki að furða, þótt hin göfuga samræðulist væri að deyja út. lega. — Nú er kominn tími til að rýmka hreiðrið. Burt með þig. Vængina upp, og far vel. Jafet hristi hausinn. — Ég ætla að bíða til morguns, þangað' til ég get séð eitthvað, sagði hann. — Úr því ég verð að fara, er ekki nema lágmarks- krafa, að ég fái að vita, hvert ég er að fara. Það er blekmyrkur þarna úti. — Auðvitað er myrkur, sagði Jói. — Uglur fljúga aðeins í myrkri. — Hví? spurði Jafet. — Svona, hypjaðu þig út, strákur, sagði Jói. — Hættu að brúka gogg. Ef þú heldur, að þú getir lifað á mér alla ævi......... — Svona, Jói minn, greip Emilía fram í — Mundu, að þessi er öðru vísi en hinir. Svo sneri hún sér að Jafeti og sagði blíðlega: — Sjáðu nú til, vinur minn, svona eru reglurnar, rétt eins og heimurinn var gerður. Fyrir langa, löngu, safnaði hinn mikli guð Mani- Vóba............. — Manitou, greip Jói vonleysislega fram í. — Manítóba er einhvers staðar í Kanada — minnir mig. — Hinn mikli guð Manitóba, hélt Emilía ótrauð áfram, — safnaði saman öllum fuglunum og gaf úr flugáætlun- ina. Uglurnar fengu það hlutskipti að vera á verði milli birtu. Haukarnir og ■ernirnir vinna á daginn, en við uglurn- ar á nóttunni. — Hví? spurði Jafet. — Hví verðum við að vera á fótum alla nóttina til þess að hafa í okkur? Hví var okkur skipað að vera að þessu næturgöl’tri? — Manitóba sagði það, svaraði Emilía. — Hví þurfum við að gegna því? spurði Jafet. — Hví er hann að skipa okkur fyrir? — Vegna þess, að við uglurnar getum séð í myrkri, svaraði móðir hans. þröstur, sagði Jói. — Hann ætlar bara að liggja þarna, það sem eftir er, og láta mig bera til sín matinn. Svo værl hann vís til þess að spyrja mig, hvl ég léti hafa mig til þess! Hann skal út! Þannig atvikaðist það, að þrátt fyrir mótmæli Emilíu, var tekið í hnakka- drambið á Jafet litla og honum snarað út fyrir dyrnar. Hann vaknaði á leið til jarðar, og honum tókst að bregða fyrir sig vængjunum, en þegar hann var að ná jafnvæginu, flaug hann á beinhart gúmmítré. Hann sagði satt. Hann gat ekki séð I myrkri. Þegar hann hafði áttað sig og sviminn af fallinu var liðinn frá, settist hann upp og rýmdi út i myrkrið í kring um sig. — Svertingi að moka kolum í myrkri! sagði hann. — Hvað á ég nú að gera? í sama bili heyrðist rödd: — Hvur? — Jafet, hrópaði hann svo hátt, að hann fann til í kúlunni á hausnum. — Það er Jafet. Það verður einhver að hjálpa mér. — Ætli það þurfi að hjálpa Jafet, sagði silkimjúk rödd í myrkrinu. — Ætli undrabarnið þurfi hjáíp annarra! — Heyrðu nú Art, sagði Jafet. — Láttu nú ekki eins og fífl. Var það mér að kenna, að mamma hampaði mér svona? Þú ættir að geta svarað því. — Hvur? spurði önnur rödd, og sú þriðja bergmálaði: — Hvur? — Þið heyrðuð til mín, svaraði Jafet. Og ég þekki í þér röddina, Gervais, og þér líka, Kalli Svona, komið þið nú og réttið mér hjálparvæng. Við erum þó bræður, þegar allt kemur til alls. Verið þið nú góðir strákar og segið mér í hvaða átt ég á að fara, svo að ég geti falið mig undir steini eða einhverju, þangað til það birtir. Ég er ekkert sólg- í 832 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.