Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Síða 7
Gunnar Þórðarson i Grænumýrartungu hefur alið aldur sinn við Holtavörðu- heiði og kynnzt henni í blíðu og stríðu. degi færu suður yfir heiðina á leið til þings. Þótt menn væru árla á fótum á mánudagsmorguninn, varð margt til tafar. „Er jafnan seinn heiman að manna búningur."' Var því klukkan farin as halla í tíu, þegar allir voru saman komnir með hesta sína og til- búnir að leggja á heiðina. Vorum við með yfir tuttugu hesta samtals. Þeir, sem fóru þessa ferð mes mér voru, Jósep Jónsson, bóndi á Melum, Jón Tómasson frá Hrútatungu og Eiríkur Daníelsson frá Fossi. Á sunnudaginn hafði verið heið- bjart og sólskin. Þó var nokkur móða ist og færðki jafnt og þétt, og var klukkan orðin þrjú, er við náðum sæluhúsmu. Þegar við höfðum hvílt okkur og hestana þar nokkra stund, héldum við áfram ferðinni. Hafði veðurhæð og snjókoma aukizt jafnt og þétt, og var komin stórhríð, er við fórum úr sæluhúsinu. Ekki jókst ferðahraðinn frá því, ' sem áður hafði verið. Þó var stöð- ugt sigið i áttina niður í Heiðar- sporð. Þá var allmikið farið að bregða birtu, og sást nú ekkert frá sér fyrir hríðarsortanum. Aftur á móti varð færið léttara, er þangað var komið. Vildu hestarnir þá fara á víð og dreif, og gerðist því örðugt að halda hópnum saman, svo að ekki týndist úr honum út í hríðina. Veðr- GUNNAR ÞÓRÐARSON í Grænumýrartungu: VETRARTÍD Á VORDÖGUM Veturinn 1917 til 1918 mun vera flestum þeim minnisstæður, er þá voru komnir á fullorðinsár, einkum vegna hins eindæma snjóþunga og hagleysa, er þá voru víða um land. Að vísu hófust ekki veruleg fannalög fyrr en með desembermánuði, en eftir það var ekki unnt að segja, að gagnshláku gerði fyrr en komið var langt fram á sumar. Þótt gengi til sunnanáttar með þíðu, urðu það spilli blotar, sem aðeins gerðu vont verra. Var að lokum svo komið, að vart stóð svo steinnibba upp úr snjókyngjun- um, að hún væri ekki hulin klakahúð. Eitt gleggsta merkið um þennan óvenjuklamma. ásamt fannþökum, var það, að rjúpur féllu þá í hrönn- um. Máttl vorið eftir viða sjá beina- grindur þeirra, en þess hef ég ekki séð dæmi fyrr né síðar. Þá hrakti og svartfugla í tugatali fram til heiða, þar sem þeir fórust. Það mun hafa verið sunnudaginn fyrstan í sumri, er það var afráðið. að við af innstu bæjunum í Hrúta- firði rækjum meirihlutann af hestum okkar suður yfir Holtavörðuheiði til hagagöngu í Þverárhlíð og Stafholts- tungum. Ekki vorum vi?j þá örþrota með hey, en þar sem enn var algert hagleysi norðan heiðar og ekkert lát á harðindalegu veðurfari, var útlít svo ískyggilegt, að hyggilegt þótti að létta nokkuð á heyjum, svo afl þau treindust betur handa kindum og kúm. Auk þess þótti hentugt tæki- færi að reka hrossin — í braut al- þingismanna, er vitað var, að á næsta í lofiti, og þegar á daginn leið, sást dökkur skýjabakki yfir Húnaflóa, og norðurloft var korgað. Þegar við lögg um af stað, var komið dumbungs- veður og loft allt þokugrátt og snjó- legt. Þó var úrkomulaust, og hæg- viðri hélzt, þar til við vorum komnir suður yfir Miklagil. En þá fór að slfta úr þokubakkanum kafald með hæg- viðri fyrst, en svo smájókst bæð'i snjó- koman og veðurhæðin. Hestareksturinn gekk þá mjög treglega, þar sem þæfingsófærð var og blint yfir að líta. Nauðsynlegt var að láta hestana lesta sig eftir brautinni, er þeir fremstu tróðu. Það gekk þó mjög erfiðlega. Þeir vildu allir snúa við heim á leið, þótt á móti veðrinu væri að sækja. Við reyndum að skipta þeim í smáhópa, en þeir fremstu vildu alltaf stanza, ef farið var aftur með lestinni, sneru jafnvel við og vildu heim á leið. Urðum við rekstrarmennirn- ir því að snúast fram og aftur með hópnum a víxl. Var þetta mjög taf- samt og skilaði því rekstrinum mjög hægt áleiðis. Þegar komið var suð- ur í Dæld, sem er um sex kílómetra ofan við byggð, náðu okkur allmarg- ir ferðamenn. Voru það aðallega al- þingismenn á ferð til þings, svo sem áður er getið. Ekki notaðist okkur lengi að sam- fylgd eða braut eftir hesta þing- mannanna. Miðaði þeim drjúgum betur en okkur, Nú tók líka hríðar- veður verulega að færast í aukana, og skóf því óðar í brautina. Þyngd- ið stóð nú af Snjófjöllunum og var því nær á hlið. Vildi þá hrossin hrekja undan hríðinni, og var því mun erfiðara að halda réttri stefriu en aður. Jósep á Melum átti reiðhest góð- an, sem var með í förinni, brúnskjótt- an að lit, er hann nefndi Tjald. Fór hann jafnan fyrir og reyndist erfitt að fylgja honum eftir, nema hann væri teymdur. Varð það að ráði, að Jósep teymdi hann á undan hópnum, en við hinir reyndum að halda hestunum saman á eftir hon- um. Gekk þá ferðin vandræðalítið, þótt við yrðum að hafa okkur alla við, þar til við komum niður að svo- nefndum Krók, bar seni Norðurá fellur upp undir norðurhlíðina. Þar lá vegurinn áður tvívegis yfir áná. Þarna stönzuðum við litla stund og réðum ráðum okkar — hvort við ættum að freista þess að revna að halda hestunum í hóp og láta fyrir- berast þarna á bersvæði um nóttina éða gera úrslitatilraun til þess að reka þá áfram og ná Fornahvammi um nóttina, og varð það niðurstaðan. Jósep teymdi Tjald enn á undán, og við rákum hina hestana á eftír. Var leitazt við að fylgja símalín- unni, þótt örðugt væri. og hitt á hangandi hári, að ekki týndust hest- ar úr lestinni. Þegar við höfðum enn haldið áfram um hríð, kom Tjaldur Jóseps til baka, en Jósep sáum við ekki. Við reyndum nú að svipast um eftir honum, jafnhliða þvl að pota í áttina. Við þetta misstum við tök TÍMINN - SUNNUDAGSfcLA® 823

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.