Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 8
á að halda hestunum saman og töp- uð'um sumum þeirra út í hríðina og myrkrið. Varð þá að ráði að gefa þá alla upp á bátinn að svo stöddu, láta frekari aðgerðir niður falla að sinni og reyna sjálfir að ná Forna- hvammi ef þess væri kostur. Alltaf fannst okkur veðrið harðna, og urðum við að' hafa okkur alla við að tapa ekki símalínunni. Vildi til, að sex línur voru á staurunum. Var mikil hjálp í því. Þegar við komum að línumótun- um, þar sem siminn liggur heim að Fornahvammi, urðum við að fara beint í veðrið. Þá var veðurhæðin og harðneskjan svo mikil, að fangaráð okkar varð að ganga meira aftur á bak en áfram til þess að missa ekki sjónar á símaþráðunum yfir okkur, sem til allrar hamingju voru margir og lágu því langt niður með staur- unum. Tókst okkur með þessum ráð- um að ná heim að bænum. Mun klukkan þá hafa verið milli eitt og tvö að nóttu. Ekki var Jósep þar kominn og þótti okkur, sem geta má nærri. þunglega horfa um hans hag. Allþröngt var íyrir í Fornahvammi að þessu sinni, eins og oft bar við. Voru þar þingmenn þeir, er áðui- er getið, og fylgdarmaður þeirra. Þó tókst að hola okkur niður hjá heimilisfólki, sem jafnan var tíðkað, þegar gestkvæmt gerðist til sveita. Áður höfðum við þó þegið' góðar veitingar, sem fljótlega voru til reiðu, þar eð vitað var um okkur á heiðinni og eftir okkur vonazt. Fegnir urðum við hvíldinni, þótt ekki nytum við hennar allskostar, því að okkur varð hugsað til félaga okkar, er úti var í hríðinni, svo og til hestanna, sem ekki var að vita, hvert hrekjast kynnu undan veðr- inu. Með dögun var risið úr rekkju. Var þá enn snjókoma nokkur, en veðurhæð stórum minni en áður. Fór og veður allt batnandi, er fram á morguninn leið. Við bjuggum okk- ur því sem hvatlegast til ferðar, og bættist þá einn maður við í förina. Var það Guðmundur, bróðir minn, þá bóndi í Gdhaga. Hafði hann dag- inn áður farið suður í Heið'arsporð til aðgerða á símalínunni. Þegar hann hafði lokið viðgerðinni og hugð ist að halda heimleiðis, mætti hann þingmönnunum á suðurleið. Höfðu þeir þá verið orðnir óöruggir með að halda stefnu og ná Fornahvammi í svo miklu hríðarmyrkri, og að ósk þeirra sneri hann aftur, enda þá orð- ið illfært. Réðist hann til fylgdar með þeim að Fornahvammi og ferð þeirra þangað gekk farsællega, enda Guð'mundur ratvís og þaulkunnugur þessari leið. Nú slóst hanri í lið með Jósep bóndi Jónsson á Melum. okkur til sð leita að Jósep og hestun- um. Um sama leyti og við erum að leggja af stað' frá Fornahvammi, þóttumst við heyra hóað norðaustur á Hellistungunum, og brátt gengum við úr skugga um, að þar var Jósep á ferð. Hafði hann misst frá sér hest- inn, er hann var að berja sér vegna handkulda, farið að leita hans og tapað símalínunni og áttunum. Hrakt ist hann svo undan hríðinni suður á Hellistungur, sem eru austan Norð- urár, móti Fornahvammi. Þegar hann sá, að vonlítið var að ná til baýarins, hugsaði hann um það' eitt að reyna að halda á sér hita og fara sem minnst afleiðis. Ekki þótti hon- um aðstaða til að grafa sig í fönn, heldur hélt hann lengi' til í skjóli við hellustein mikinn, sem reis á rönd og veitti nokkurt afdrep. Hélt hann sér þannig uppi nóttina út og hitti okkur fljótlega eftir að' á stað var farið. Höfðum við og haldið uppi hói og hundgá mikilli frá því við lögðum af stað. Var Jósep furð'u- hress eftir hrakning og kalda nótt. Var honum veitt hin bezta aðhlynn- ing f Fornahvammi og látinn hátta ofan í hlýtt rúm, eftir að Magnús Pétursson læknir, sem þá var þing- maður Strandamanna og þarna var þá staddur, hafði gvngið úr skugga um, að hann var ókalinn. Þar sem sýnt þótti, að' Jósep yrði ekki fær til erfiðrar ferðar að svo stöddu, réðist það, að Guðmundur, bróðir minn, kæmi í hrossaleitina og reksturinn í hans stað'. Veður fór batnandi, eftir því sem fram á daginn kom. Leituð'um við fram dalinn og fundum hestana fljótt Höfðu þeir og furðulítið farið afleið- is. Vorum við komnir með þá að Fornahvammi um hádegi. Héldum við nú niður dalinn, er menn og hestar höfðu notið hressingar og nokkurrar hvíldar, og stanzað Utils háttar á Háreksstöðum. Héldum við þaðan suð'ur yfir Grjótháls og kom- umst að Norðtungu um kvöldið, þar sem við leituðum gistingar hjá Run- ólfi bónda. Tók liann okkur af mestu rausn, lét bera liið bezta fóður fyr- ir hestana, leiddi okkur til stofu og tók okkur tali á víð og dreif. Ekki leið á löngu, þar sem áliðið var orð- ið, unz okkur fór nokkuð að furða á, að ekki sáust deili til þess, að matur eða önnur hressing yrði fram borin. En í þeim svifum opnar bóndi hurð að annarri stofu, ekki óveru- legri, og er þar húsfreyja fyrir og hefur þegar búið þar borð með hin- um beztu matföngum. Var borðhald- ið' allt með hátíðabrag, og óx okkur nokkuð í augum rausn og höfðings- skapur þeirra hjóna, eins og raunar borgfirzkra húsbænda yfirleitt. Daginn eftir héldum við svo áleið- is með hestana, þangað sem líkleg- ast þótti um samastað. Eg fór með mína hesta að Síðumúlaveggjum, Guðmundur nneð hesta Jósefs að Lundi. Þar bjó systir hans, Guðlaug, kona Guðmundar Ólafssonar. Þá fór og nokkuð' af hestunum að Am- bjargarlæk td Davíðs Þorsteinssonar. Var allmikill kunningsskapur milli bænda, er tilheyrðu Þverárréttarupp rekstri, og okkur fram-Hrútfirðinga vegna sameiginlegra afrétta og fjár- skda, og kom okkur það nú að góð- um notum. Við rekstrarmenn komum svo all- ir saman á Arnbjargarlæk, er við höfðum ráðstafað hestunum okkar, og gistum þar, áður en við hófum ferðina norð'ur. Ekki var Davíð þá bú- inn að reisa hið veglega íbúðarhús sitt, en gerði það skömmu síðar. Vora húsakynni þar heldur fornleg, eftir því sem þá gerðist á hinum stærri bæjum þar um sveitir, en húsbóndi bætti það vel upp með rökræðum um landsins gagn og nauðsynjar. Var honum slíkt þá sérstaklega ríkt í huga, því að um það leyti mun hann hafa hugsað til þingmennsku, þótt honum yrði ekki að þeirri ætlan sinni. Við lögðum svo af stað frá Arn- bjargarlæk árla morguns og náðum að Fornahvammi um kvöldið. Þar var þá Jósep fyrir albúinn til norð urferðar, enda búinn að ná sér eftir Framhald á 838. síðu.. 824 f í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.