Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 5
og sterk, bæði í lofti og á láði og legi, einkum á kvöldin. Gengum við oft upp á hæð þessa á kyrrlátum kvöldum, til þess að virða fyrir okk- ur hina miklu fegurð, — hinar miklu dásemdir himins og jarðar. Það er gömul venja meðal grann- þjóðanna að gefa þátttakendum nám- skeiða kost á því að kynnast umhverfi og merkum stöðum í nágrenni þeirra skóla, þar sem námskeiðin eru hald- in. Þeirri góðu reglu var heldur ekki gleymt á námskeiðinu í Sundi, og verður hér lítið eitt vikið að tveimur eftirminnilegum ferðum, sem farnar voru í sambandi við það. Sunnudagurinn 13. júlí rann upp hlýr og heiður. Veður virtist ætla að veröa hið bezta, enda varð sú raunin á. Var það allan daginn svo sem bezt varð á kosið.. Þátttakendur nám- skeiðsins fögnuðu mjög uppliti dags- ins, því að ákveðin hafði verið skemmtiferð þennan dag upp Verdal til hins sögufræga Stiklastaðar og fleiri þekktra og fagurra staða í Þrændalögum. Að loknum morgunverði var lagt af stað. Stanzað var á nokkrum stöð- um á leiðrnni um hinn fagra og frjó- sama dal. Landið var allt baðað í sól og í sínu fegursta skrúði. Landbún- aður er mikill á þessum slóðum, og þá einkurn akuryrkja, og er víðast hvar mjög myndarlegt heim að líta til hinna mörgu, st'óru og vel hýstu bær.dabýla. Mér er einkum í minni, á leiðinni til Stiklastaðar, stutt dvöl hjá lítilli kirkju, við látlaust minnismerki í skjóli laufríkra bjarka. Gamall og greinagóður maður, sem komið 'hafði til móts við okkur, skýrði svo frá, að varði þessi hefði verið reistur til minningar um 40 manns, sem fórust í ægilegri leirskriðu, sem féll um dalinn, 19. maí 1893, kl. 1,30 um nótt. Er þetta mesta jarðskrið, sem þekkzt hefur í sögu Noregs. 105 bæir eyði- lögðust að mestu eða öllu. Alls fórust 112 manns, mörg hundruð stórgripir og margt geita, sauðkinda og svína, en fjöldi manna og dýra slasaðist Stór hluti af hinum blómlega dal varft algjör auðn. Gamli maðurinn, sem sjálfur hafði tekið þátt í björgunarstarfinu, var óspar á að segja frá. Engan skyldi undra, þótt honum væri þetta ægi- lega slys minnisstætt. Auk þeirra upplýsinga, sem ég hef þegar skráð, mælt'i hann m.a. eitthvag á þessa leið: „Aldrei gleymi ég aðfaranóttinni 19. maí 1893. Ég svaf fast að loknu löngu og erfiðu dagsverki. En allt í einu vaknaði ég við einkennilegar og ægilegar dunur og dynki. Jörði.a nötr aði, og hrikli í hverju tré í hús- inu, sem stóð um 200 metra frá skriðuhlaupinu. Ég þau á fætur og leit út. Við mér blásti hræðileg sýn. Hvarvet'na lagði upp reyk og gufu, og dalurinn var eins og iðandi haf, þar sem öllu ægði saman: mönnum, dýrum, húsum, trjám, mold og leir. Allur miðhluti dalsins var á hreyf- ingu og brátt sem einn hafsjór af leir. Á bæ einum í nágrenni mínu bjó ekkja með fjögur börn frá þriggja til fjórtán ára gömul. Hún gat með naumindum vakið börnin, áður en leirleðjan brauzt inn til þeirra og fyllt að mestu svefnherbergi þeirra. Eitt barnanna klifraði upp á klukku- kassann og hélt sér þar föstu. Sjálf stóð móðirin í leirleðjunni, sem náði henni brátt upp undir hendur, og hélt á yngsta barninu. Þannig stóð hún klukkustund eftir klukkustúnd og bað heitt og innilega til guðs, að börnunum yrði að minnsta kosti bjargað. Og kraftaverkið skeði. Hún heyrði raddir fyrir utan og gat kallað á hjálp. Maður nokkur komst inn á loftið, sem var uppi yfir svefnhúsinu, tókst' að rífa upp loftþiljurnar og bjarga móður og börnum á síðustu stundu. Þau höfðu þá kvalizt þarna í 15 klukkustundir.“ f hugum fólksins, sem þarna býr, lifa enn margar slíkar sagnir. — Allt björgunarstarf reyndist afar erfitt, — og því varð tjónið svo tilfinnanlegt, eins og fyrr er frá sagt’. Við hlýddum með mikilli athygi1 á frásagnir gamla mannsins og s um í anda þá erfiðleika og þrautir, sem fólkið hafði orðið að þola. Stórkostleg hjálparstarfsemi var hafin, og brugðust menn vel við, ekki aðeins í Noregi, heldur og mörgum öðrum löndum, þar sem til þessa spurðist. Og — tírninn læknar sárin furðu fljótt. Nú er allt þetl'a svæði algróið fyrir löngu og þéttsett fegurstu bændabýlum, í skjóli laufríkra lunda. Engu að síður gleymist aldrei hið mikl-a óhapp í maí 1893, og allir vita, að sama sagan getur endurtekið sig á 'i,ý, þegar minnst varir. Þá ókum við um svæði, þar sem sænskar hersveitir höfðu íarið um T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 821

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.