Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Síða 13
jöklum á milli. Það voru austustu höfð- arnir á Vatnajökli, óþekkt fjöll, sem eng inn mannsfótur hefur nokkurn tíma um gengið. Þegar við komum vestur af jöklinum niður að Víðidal, urðu fyrir oss mörg gil og klungur, sem þó eigi gekk svo illa að komast yfir, því að leiðsögumaður- inn var svo nákunnugur. Víðidalur er fjalladalur upp af Lóni, milii Hofsjökuls að austan og KolLu- múla að vestan. Dalurinn er alllangur, fimmtán til tuttugu kílómetrar alls. Eftir honum fellur Víðidalsá, er kem- ur úr lindum fyrir ofan Hofsjökui. Áin fellur niður í Jökulsá í Lóni um hroða- leg gljúfur, sem eigi eru fær öðrum en fuglinum fljúgandi, himinháir hamr- ar á báða vegu, margvíslega sundur- tættir af ótal hyldýpisþvergiljum. í kinninni austan við daiinn, neðan und- ir Hofsjökli, ganga mörg gil niður að dalnum og viði vaxnar tungur á milli þeirra. Yzt þeim megin eru Sviptungur. Fyrir utan þær er Knappadalstindur, há strýta upp úr jöklinum fyrir ofan Knappadal. Þar er og Sviptungugil. — Innar er Grisatunga og Grísatungugil. Þar komum við ofan af jöklinum. Þar fyrir innan er Morsárgil, og gengur þar niður dálítill falljökulsrani vestur úr Hofsjökli. Víðidalur var um miðjuna niðri við ána ákaflega grösugur, svo að ég hef varla séð þvílíkt á íslandi. Hestarnir óðu alls staðar grasið, víðinn og blómgresið i hné og þar yfir. Innan um voru alls staðar mjög há hvannstóð, er tóku manni undir hönd, en milli þeirra uxu gulvíðihrísl'ur, grávíðir, blágresi, dökk fjólulitir lokssjóðsbræður, sóleyjar og margt fleira. Að jurtagróður er hér svo mikill, hlýtur að koma af því, að dalur- inn er krappur og jöklar á báða vegu, svo að sólargeislarnir kastast af þeim niður í dalinn. Þokurnar frá sjónum mæta þar neðst í dalnum hömrum og háum fjöllum og þéttast, svo að sífelld- ur úði og dögg er á jörðu. Sauðfé kem- ur hingað sjaldan, af þvi að illt er að komast að dalnum, yfir jökla og há fjöll að sækja. Á sléttu niðri við ána eru gamlar tóftir. Þar er jurtagróðurinn mestur, ei ósvipað og í Slútnesi í Mývatni. Þó eru hrísl'urnar eigi eins háar, en grasið meira. Tóftirnar voru allar vaxnar hvönn og víði. Út úr veggjunum og upp af gömlum hlóðum voru vaxnar gul- víðihríslur, tvær til þrjár álnir á hæð og einn til hálfur annar þumiungur að þvermáli. Þótt beitarland í dal þess- um sé svo ágætt, þá er þó eigi gott að búa þar fyrir snjóþyngslum á vetrum og eins af því, að aðflutningar eru því nær með öllu bannaðir vegna jökla og öræfa, er að dalnum liggja, svo að ill- fært er að komast þangað með áburð- arhesta . . . Kollumúli er vestan við Víðidalsá. Það er einkennilegur fjallrani. Á enda hans að framan er há bunga, þar sem Víði- dalsá fellur niður í Jökulsá. Austan í honum (þeim megin sem að Víðidal snýr) eru víðast háir hamrar og hengi- flug, Jarðmyndun Kollumúlans er mjög einkennileg, sums staðar svört, hraun- kennd lög, sums staðar grágrænt berg. Upp um það ganga í allar stefnur ó- teljandi hraunkenndir basaltgangar eins og svart net á ljósum bletti. Sums stað- ar í svörtu lögunum eru aftur fjölmarg- ir gráir og rauðir líparítgangar, er hall- ast til suðurs. Kollumúli er lægri um miðjan dalinn, og þar er uppi á honum dálítið vatn, en svo hækkar aftur, er norðan dregur, og verður há heiði, þegar dregur upp á öræfin fyrir norðan Viðidal (Kollumúla- heiði) . . . Þegar við höfðum staðið við nokkra stund í Víðidal, héldum við áfram ferð- inni upp dalinn austan með ánni og upp úr honum við endann á Hofsjökli. Riðum við um stund rétt fyrir neðan jöiulröndina. Undan henni falla marg- ir smálækir. Safnast þeir saman í á, er fellur niður í Víðidalsá, og kölluðum við hana Þverá ytri. Fyrir norðan jökul- inn er breið lægð í öræfin, austanvert við botninn á Víðidal, og rennur á vest- ur lægðina, líka niður í Víðidalsá, og kölluðum við hana Þverá innri. Norður frá þessari lægð, sem er á að gizka tíu kílómetrar á breidd, er langur fjalls hryggur á öræfunum, og gengur hann frá austri til vesturs fyrir norðan botn- ana á Geithellnadal og Víðidal og vest- ur í fjalladrög þau, er liggja eins og höfði suður úr honum, og nefndum við það Hnútu og fjallgarðinn Hnútufjöll. í lægðinni fyrir sunnan Hnútu er all- stórt vatn, sem kalla má Hnútuvatn. í það falla lækir undan Hofsjökli, og úr því rennur Þverá innri vestur í Víðidal. Þegar við komum upp á öræfin, fór að snjóa, og varð úr því kafaldsbylur, svo að Iítið sást, og við urðum að flýta okkur að reyna að komast til byggða, áður en veðrið yrði verra, því að hvergi voru hagar fyrir hestana, og við höfðum ekkert tjald með oss. í öræfalægðinni bak við Hofsjökul var illt yfirferðar, alls staðar stórgrýtisurð og steinarnir hvassir á röndum. Yfir öllu lá þunnur jarðvegur, skán af mosa og skófum, hér og hvar grasvíðiblettir og stórar skellur vaxnar andrómeðujurt. Sukku hestarnir alls staðar í gegnum þessa mosaskán niður á milli steinanna. Hnútuvatn riðum við á ísi og sköflum, sem náðu niður í það. Þegar við komum á hrygginn á milli botnanna á Hofsdal og Geithellnadal, fór heldur að birta tii, og gátum við klöngrazt ótal sneið- inga um blágrýtisrákir niður í botninn á Geithellnadal. Mestalla leiðina bak við Hofsjökul urðum við að ganga og teyma hestana”. Þannig lýsir Þorvaldur Thoroddsen þeim leiðum, er stytztar voru til byggða úr Víðidal. Víðidalur í Stafafells- fjöllum er óraleitS frá mannabyggtfum, og er miki'Ó torleiSi þanga'5 a5 sækja um reginfjöll og jafnvel jökla. £n hann er gró5ursæll og á liðinni öld freistaði hann jarínæðislausra manna. Hvað éftir ann- að tóku menn sig upp niðri í byggðum, fluttu í dalinn og reistu þar bú. En öræfadalurinn var harður börnum sínum, j)ótt hvönnin angaði Ijúft á fitjum og lækj- arbökkum á sumrin. Þar í gerðust miklar harm- sögur, og þaðan kom- ust ekki aflir lifandi. Enn er þar í g’imlum túnfæti kumí beirra, er þar biðu bana vá- I iegum atvikum. Þorvaldur kom í annað sinn í dal- inn sumarið 1894, og hafði þá verið búið þar í allmörg ár. Þá hóf hann ferð sína í dalinn úr Lóni: „Um morguninn 15. ágúst fór ég frá Stafafelli á leið til Víðidals. Riðum við fyrst upp með hlíðunum austan ár og svo um Jökulsáraurana. Þeir fylla dal- ir.n allan milli hiíða. Mölin er fremur stórgerð og grá á lit, því líparít er að- alefni fjailanna í kring. Austan ár gengur hálsrani fram á aurana með Ijósleitum, kúpuvöxnum l'iparíthólum. Rani þessi heitir Smiðjunes, og hefur þar áður verið bær. Hann lagðist af fyr- ir nokkrum árum. Hinum megin ár er hálsrani alllangur og á honum dálítill hamarhnúður, sem heitir Járnhaus. — Þessi rani skilur Laxárdal frá Jökuls- áraurunum. Rétt fyrir innan Smiðjunes fórum við yfir Jökulsá í einu lagi og riðum svo upp aurana alla ieið að Kjarrdalsheiði. Er mölin þungfær fyrir hestana, og hvergi er þar grasstrá á aurunum. í hlíðunum fyrir vestan aurana er aftur á móti gróður töluverður, lyng og kjarr skógar. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 829

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.