Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 10
stóðu utan kristins samfélags. Þessi aðstaða Gyðinga magnaði aftur á móti á þeim hatur. Konungar og stórmenni fengu hiá þeim fé að láni til styrjalda og krossferða, en kurruðu stórum, þegar kom að skuldadögum. og svip- aða sögu var að segja um þá, er minna áttu undir sér og til minni skulda stofnuðu. Saman við hatrið blandaðist alls konar hjátrú og hind- urvitni, og þai á ofan handhæg aðferð til þess að' komast hjá skuldalúkningu að hleypa af stað ofsóknum á hend- ur Gyðingunum. Raunar beittu kon- ungar stundum annarri aðferð. Þeir áttu til að skipa einfaldlega svo fyrir, að allar skuidakröfur Gyðinga væru ógildar. í stórsóttum áttu Gyð'ingar nálega vísar ofsóknir. Þær gátu að sönnu komið víðar niður, svo sem í Suður- Frakklandi árið 1321, er sá orðrómur komst á kreik, að holdsveikir menn hefðu eitrað þar brunna að frum- kvæði Gyðinga. Þá var holdsveikt fólk dregið þar unnvörpum á bál, en svo einkennilega vildi til, að Gyðing- ar guldu þá tiltölulega lítið afhroð. f svartadauða fór á annan veg. Sú saga, að' þeir hefðu hellt eitri í brunna breiddist út með svipuðum hraða og plágan. Það stoð'aði ekki þótt á það væri bent, að pestin var Gyð'ingum sjálf jafnskæð og öðrum, og það mátti ekki á milli sjá, hvorir gengu lengra, trylltur múgurinn eða ofstækisfullir dómararnir. í Strass- borg voru tvö þúsund Gyðingar kró- aðir inni i bæjarhverfi, og síðan kvað bæjarráðið upp þann dóm eftir öllum reglum lagakúnstarinnar, að' þeir skyldu brennast lifandi. Svipað gerð- ist í Basel, Freiborg og víðar. Norður i Svíþjóð voru þeir hópum saman pyndaðir til þess að játa á sig marg- víslegar sakir, og meðal þess, sem þeir meðgengu þar, var einmitt að hafa eitrað vatnsból. Þannig var það um allar jarðir. Þótt hörðustu hríðinni linnti, þeg- ar svarti dauði fjaraði út, varð' þetta upphaf mjög langvinnra of- sókna, sem varpa dimmum skugga á sögu Evrópu undir lok mið'alda. Gyðingar voru úthrópaðir sem „guðs- morðingjar" og „Maríusmánarar“, kristnum ljósmæðrum var bannað að hjálpa Gyðingakonum í barnsnauð, og á allan hátt var reynt að æsa múginn upp gegn þeim, enda reið þá hver morðaldan af annarri yfir. II. En svarti dauði hafði ekki einung- is í för með sér grimmilegar afsókn- ir og margvislegar umbyltingar í trú- arefnum. Sjálf þjóðfélögin riðuðu. Mannfæðin hafði í för með sér verka- fólkseklu og kauphækkanir, sem ollu lénsherrum og gósseigendum miklum örðugleikum. Enska þingið, sem skip að var höfðingjum landsins og ríkum kaupmönnum, samþykkti árið 1350 lög um vinnuskyldu, þar sem svo var skipað fyrir, að verkalaun skyldu vera hin sömu og árið 1347. En slíkt papp- írsgagn kom auðvitað ekki að neinu haldi, hversu þungar refsingar. sem lagð'ar voru við brotum gegn þess- um lögum. Þaú mögnuðu jafnviel ólguna í þjóðfélaginu. Nýjar hugmynd ir um breytta þjóðfélagshætti tóku að skjóta upp kollinum, nýjar trúar- breytingar festu rætur, og farand-. skáld ortu eggjunarljóð. Frá þessum árum er tii dæmis frægt kvæði, Draumsýnir Péturs plógmanns. Ekki var ólgan minni í Frakklandi. JÖfrar Engla og Frakka héldu áfram að berjast á franskri grund, þegar lát varð á sóttinni. Frakkar fóru halloka sem áður, og sonur Filippusar VI., Jóhann góð'i, var tekinn höndum og fluttur fangi til Lundúna. Landið var lamað eftir pláguna, akrar og víngarðar fallnir í órækt og flokkar húsbændalausra leiguhermanna fóru rænandi um byggðir og bæi. Innbyrðis var háð hatröm valdabarátta, og ör- snauðir bændur voru kúgað'ir til þess að reiða fram miklar fjárfúlgur í lausnargjald fyrir aðalsmenn. sem Englendingar höfðu hertekið. Sam- tímis lifði aðallinn í sukki og svalli. Þá var svo að bændum landsins þrengt, að foreldrar myrtu sums stað- ar börn sin og bömin foreldra sína til þess að fækka munnunum, er metta þurfti. Loks risu bændur upp gegn veldi aðalsins. Uppreisnin dundi yfir í maí- mánuði 1353, og fór geystast af stað í þeim héruðum, þar sem stigamenn- irnir ollu þyngstum búsifjum. Henni var ekki beint gegn konunginum, og bændurmr höfðu ekki í huga neinar gagngerð'ar þjóðfélagsbætur. Foringinn hét Guillaume Cale. Markmiðið var fyrst og fremst að drepa alla aöalsmenn. Vopnaðir hnif- um, kvíslum og járnslegnum kylfum ruddust bændurnir inn í hvert aðals- setrið af öð'ru og drápu allt, sem þar var — karla og konur, börn og gam- almenni — og kveiktu síðan í bygg- ingunum. Þannig léku sveitir bænda lausum hala í sex vikur. En þegar lénsherrunum hafði tekizt að skipu- leggja hersveitir gegn þeim, biðu bændur ósigur. Og nú hófst eftir- leikurinn. Þeir uppreisnarmanna, sem ekki voru höggnir niður. voru hengdir í næsta trjálundi. III. Ólgan, sem varð í Englandi eftir svarta dauða, leiddi einnig til bænda- uppreisnar. En þar hafð'i uppreisn- in hærra markmið en það eitt að klekkja á kúgurum. Hinu frjálsa verkafólki hafði tekizt að hnekkja ákvæðum vinnulaganna í framkvæmd og það haíði náð' betri kjörum en áð- ur þekktust. „Áður var það ekki vani, að vinnumenn ætu hveitibrauð“, seg- ir einn sagnritari, sárgramur yfir munaðinum. En engum öuldist, að þingið og dómararnir höfðu hug á því að breyta þessu í fyrra horf. Og konungurinn var sama sinnis. Meðal hins fátækari hluta presta- stéttarinnar skutu jafnframt upp koll- inum nýjar þjóðfélagshugmyndir: Allir voru jafnir og áttu að njóta sama réttar. Það voru snauðir sveitá- prestar, er héldu þessum kenningum á loft, og þai var fremstur í flokki 826 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.