Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 14
Nokkru fyrir ofan Sraiðjunes gengur berghlein úr liparíti út á aurana (Val- skógsnes), og hefur áin brotizt gegnum hana. Þar lcvað einnig hafa verið bær. Ut af enda Kjarrdalsheiðar er sérstakt fell, sem heitir Eskifell. Þar var fyrr- um bær samnefndur í graslaut utan í fellinu. Þar var fyrrum allmikill skóg- ur, en hann er nú eyddur. Við Eskifel'l klýfst malarsléttan, því fellið er í tung- unni milli Jökulsár og Skyndidalsár. Kjarrdalsheiði er 665 metra hár fjalls- hryggur, er rís frá jafnsléttu, og gljúfur mikil á báða vegu, Jökulsárgljúfrið að austan, en Hafragil að vestan. Hafragil er gljúfradalur, sem gengur allar göt- ur upp undir Sauðhamarstind — það er mjög hár tindur við austurenda Vatna- jókuls . . . Þar sem farið er upp á Kjarrdals- heiði er skógarkjarr dálítið í brekkun- um, en uppi á heiðinni er því nær gróð- urlaust. Þar voru aðeins fáar, smáar og kyrkingslegar plöntur — geldinga lauf, kornsúra, Ólafssúra og jöklasóiey. Upp á Kjarrdalsheiði liggur vegurinn í bröttum sneiðingum alveg upp á hæsta fjallshrygg. Neðar er ekki hægt að fara sökum brekku og gljúfra. Jökuls- árgljúfrið hægra megin er hrikalegast. Af því l'íparít er aðalefni fjallanna eru klettarnir ljósir og marglitir. Þar eru ótal þverskorur með hvössum eggjum og snögum á milli. Utan í Hellisskógs- heiði austan við gljúfrið eru mörg hundruð feta háir grábleikir líparíthamr ar. Upp af Hellisskógsheiði er hár tind- ur, Knappadaistindur, og svo fleiri tind- ar þar austur óg suður af. Liggja stór- ir hjarnskaflar milli tindanna, og geng- ui hér og hvar niður úr þeim blágrænt falljöklakögur. Þessir hjarnskaflar liggja út af Hofsjökli og eru honum á- hangandi að nokkru leyti. Stöku sinn- um má fara upp Jökulsárgljúfrið, þegar áin er örlítil. Verða menn þá að fara átján eða nítján sinnum yfir Jökuisá, því hún fellur víða undir hamrasnaga. Vegurinn niður af Kjarrdalsheiði að norðan er ekki alveg eins brattur eins og að sunnan, en þó mjög örðugur fyrir hesta. Útsjónin yfir fjalllendið upp með Jökulsá er mjög tröllsleg. Þar er allt sundurskorið af ám og lækjum og hrika legir jöklar og tindar allt í kring. — Niður að Jökulsárgljúfri ganga ótal þverskorur, er kljúfa líparítfjöllln í örsmáa rana og eggjar, alls staðar eru hyldýpisgljúfur, grábleik, grænleit og rauðleit í ljósum leirskriðum eru viða smáir, rauðir berghnausar, eins og ryðgaðir naglahausar, er ryðið hefur lekið niður af. Landslag er um þessar slóðir stórhrikalegra en víðast annars staðar á íslandi, fjallstindarnir hvassir og himinháir, gljúfrin ægileg, bergteg- undirnar margbreyttar og marglitar, klungrin óteljandi, skriðjöklar og hjarn skaflar í lautunum innan um eggjar og kamba. Ljósið skrámir í augu manns, er það kastast aftur frá hinum marglitu fjallshlíðum, og í fljótu bragði sýnist ófært að ferðast um slík kiungur. Til þess að komast niður af Kjarrdats heiði, niður að Jökulsá, verður að fara út mjóan rana milli Jökulsárgljúfurs- ins og annars gljúfurs. Endar raninn með kambi eggmjóum, sem kallaður er Illikambur. Hann er þverhníptur að framan og flug á báða vegu. Vegurinn l'iggur þar niður í bröttum sneiðingum. Nýlega hafði verið gert við götuna, svo hún var vel fær, þó hún væri örðug fyrir hestana. Þegar maður spölkorn frá lítur upp til kambsins, sýnist hann ófær hverri skepnu. Fyrir neðan Illakamb er göngumanna kofi, ér leitarmenn úr Lóni liggja við. Þar í kring hefur áður verið mikill skógur og hár, en hann er nú gereydd- ur. Vi'ð kofann, á grund hinum megin við næsta gil, stendur einmana hrísla. fjögurra áina há, en í kringum han- er ekkert eftir nema fúasprek. Jökuísá er hér efra mjög ströng og slórgrýtt og mjög oft ófær. Víðidals bændur hafa af eigin ramleik sett drátt á ána, og er það mjög lofsvert fyrir- ftæki. Oft er áin svo ill, að ekki er varlegt að reka hesta í hana, jafnvel þó þeir séu hafðir á streng. Straumhark an er svo mikil, að áin fer yfir, ef hún nær kviði, og þá er hestum ekki stætt í jafnmiklu stórgrýti, er hún rennur yfir. Frá Illakambi riðum við upp með Jök ulsá, kippkorn upp fyrir dráttinn, og fundum þar á henni gott brot nokkru ofar en Lambatungnaá fell'ur í hana. Jökulsá var fremur lítil sökum þess, að frost hafði verið um nóttina áður, og gekk okkur vel yfir hana. Lamba- tungnaá er ákaflega stórsteinótt og ströng, en mikið vatnsminni en Jök- ulsá. Frá Jökulsá fórum við upp Kollumúl- ann, og heita þar Leiðartungur, er upp er farið. Þar er fremur bratt, en götu- slóðar glöggir og heldur góðir. Neðst í Leiðartungum er skógur nokkur og hvannir margar og geitl'ur innan um. Framar í Húlanum er skógurinn þó miklu meiri og stórvaxnari . . . Um sólsetur vorum við komnir upp á efsta hrygg Kollumúlans, 721 metra yf- ir sjó, og var útsjónin þaðan stórhrika leg um fjalllendin við austurenda Vatna- jökuls, um tinda og jökla, skörðóttar eggjar og margkvíslaða gljúfradali. Inn af Sauðhamarstindi ganga snævi þakt- a‘r fjallseggjar upp í jökul, og austan við þær gengur skriðjökull niður í Stað ariambatungur, og úr honum kemur Lambatungnaá. Þaðan gengur Jökuls- árdalur, klungróttur gljúfradalur, norð- ur eftir mill'i Kollumúlans og undir- fjalla Vatnajökuls, norður undir Geld- ingafell . . . Að austanverðu takmark- ast gljúfradalur Jökulsár af Kollumúl- anum, og eru þar austan við ána, fyrir innan Leiðartungur, kallaðir Stórustein ar og Tröllakrókar .. . Niður í Víðidalinn er miklu skemmra niður af Kollumúlanum, því sá dalur liggur töluvert hærra en Jökulsár- gljúfrið. Liggur vegurinn þar um bratta hjalla niður að Víðidalsá. Var orðið dimmt um kvöldið, er við komum að Víðidalsbænum ... í ferðasögunni 1882 lýsti ég nokkuð jurtagróðrinum í Víðidal. Þar var þá óvenjulega mikill og stórvaxinn fjalla- gróður. Jurtirnar höfðu fengið að vera í næði, því að sjaldan mun þar hafa komið kind í þrjátíu til fjörutíu ár . . . Nú er ég kom þar aftur, eftir tólf ár, gaf mér á að líta, hve mikil' breyting var orðin. Hér má sjá smávegis sýnis- horn þess, hvernig hinn upprunalegi dalagróður hefur breytzt, eftir að forn- menn höfðu numið land. Ræktunin og fjárbeitin er algerlega búin að breyta Víðidal. Þar sem víðirinn var mestur og hvannstóðið, er nú víðáttumikið tún. Þó túnið sé stórt, þá fást aðeins af því 40 hestar. Það er snögglent, grasið gis- ið og sést í mold á milli stráa, en jarð- vegur allur er full'ur af gömlum víði- tágum og hvannarótum. Gamli gróður- inn mundi því að líkindum vaxa upp aftur, ef bærinn legðist aftur í eyði. í bæjarveggjunum vaxa litlar grá- og gul- víðihríslur út úr hnausunum. Utan túns er gróður allur töluvert smávaxnari en áður. í dalnum er mest af víðitegundum og i'yngi, mýrgresi sést því nær hvergi, nema á örsmáum blettum við upp- vermsludý, Slægjuleysið er aðalgallinn. Með því að reita saman iaufslægjur og mýraslægjur víðs vegar í dalnum og á hjöllunum í kring, má fá hér um bil hundrað hesta. Aðalkosturinn er fjár- beitin. Hún er ágæt i Kollumúlanum, en fjárgæzlan er mjög örðug á vetrum, því þá verður að hafa það framan og vestan í Kollumúlanum, en þaðan er mjög langt til bæja. Þeir Víðidalsfeðg- ar eiga kofa þar vestan í múlanum og liggja þar stundum við tvær til þrjár vikur i einu á vetrum, því ómögulegt er að ganga til fjárins daglega yfir múlann. Nýlega kom þar fyrir um vetur, að ai- gerlega varð haglaust í Víðidal, og björguðu þá bændur fé sínu með því að reka það niður í Lón. Fé verður hér vænt og fagurt, og kvíaær, sem ég sá, voru óvanalega stórar, ullarfagrar og stórhyrndar . Nýlega voru þeir feðgar búnir að byggja vandaða hlöðu, og svo hafa þeir sett kláfa á Jökulsá og Víðidalsá. Ganga þeir á digrum vírstrengjum, og er vel frá þeim gengið. Víðidal'sá er vatns- mikil og vond í botninn og verður oft ófær. Silungur kvað vera nokkur neðst í ánni, en kemst ekki langt sakir fossa. Vegna gljúfranna er heldur ekki hægt að veiða hann neðra. Þó búskapurinn, heyaflinn og sauð- fjárgeymslan séu örðugleikum bundin í Víðidal, þá eru þó aðflutningarnir erf- iðastir . Allan kaupstaðarvarning verð- ur að flytja hinn langa tröll'aveg upp úr 830 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.