Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 22
FERÐ TIL STIKLASTAÐAR Framhald af 822. síðu. byggja þessa gömlu kirkju í sinni upp runalegu mynd, að svo miklu Ieyti sem unnt er. Má vænta, að því sé nú senn að fullu lokið. Þykir mér líklegt, að margir muai þá leggja leið sína til þessa forna mannvirkis, — til þessa gamla guðshúss, og láta hugann reika til löngu liðinna kynslóða, sem kirkjuna reistu, og þar dýrkuðu guð sinn. Eitt af því, sem m.a. vakti athygli, var skrautritað ávarp, til kirkjugesta, á fögru spjaldi með áberandi letri. Ávarpið var efnislega þannig: „Þú, sem gengur í þetta musteri, — gleymdu ekki, að það er hús Guðs. Yfirgef það ekki, án þess að biðja bæn fyrir þér sjálfum og þeim, sem hér boða Guðs orð og hlýða á það.' Mér þótti þetta athyglisverð og fög- ur áminning, sem víðar mætti vera. Frá kirkjunni gömlu gengum við upp á Saxhaugberg, og er þangað um það bil 45 mínútna gangur. Þetta er töluvcrfl hæð, og er þaðan bezta út- sýn, sem hægt er að fá yfir þetta um- hverfi. Við vorum mjög heppin með veður, svo að við nutum þess, ebs og bezt varð á kosið að virða fyrir okkur hina undur fögru firði og byggðir. í fjarska sá til blárra, snævi-krýndra fjalla, og voru sum þeirra á landa- mærum Noregs og Svíþjóðar. Þá sjást þaðan nokkur þorp, smærri og stærri, því að byggðin er þétt og frjósöm í Þrændalögum, eins og svo víða í Nor- egi. Eitt af þeim þorpum er Lifangur ( ( \ LESANDI GÖÐUR! Ef \ '( þér hafií lifaíf sögulega ( \ og óvenjulega atburÖi, ) ( sem yííur dytti í hug ( \ atS færa í letur ein- ) ( hverja kvöldstund, á ( ) slíkt efni hvergi betur ) ( heima en í Sunnudags- ( \ blaÖi Tímans. Þar ) ( munu slíkar frásagnir ( ) varíveitast um aldur ) ( og ævi. Þúsundir ( ) manna halda blaÖinu ) ( saman, og meí5 tíman- ( ) um verður JjaÖ dýr- ) ( mætt safnrit. • (Levanger), þar sem Gunnlaugur ormstunga andaðist og er grafinn. Ber ein gata nafn hins unga skálds og ógæfumanns. Eins og kunnugt er af Gunnlaugs- sögu, börðust þeir Hrafn á landa- mærum Noregs og Svíþjóðar, upp af Verdal, sem í sögunni heitir Veradal- ur. Enginn veit nú nákvæmlega aust- ur þar, hvar þessi ömurlegi harmleik- ur gerðist. En saga Gunnlaugs segir, að hann hafi náð Hrafni „þar sem váru vötn tvau, og meðal vatnanna váru vellir sléttir, það heita Gleipnis- vellir. En fram í vatnit annat gekk nes lítit, er heitir Diriganes.“ í nesi þessu börðust þeir síðan, eins og lesa má í sögunni. Enginn veit heldur með vissu, hvar kirkja sú stóð í Lifangri, þar sem Gunnlaugur var grafinn. Það verður alltaf hulið þögn gleymskunnar. En harmsaga skáldsins unga Ufir meðal fólksins í Lifangri, og á þessum slóð- um yfirleitt, og mun seint fyrnast. Hinn ágæti skólastjóri lýðháskól- ans, Albert Haugsand, var með okkur í för þessari og skýrði okkur frá ýmsu fróðlegu frá fornri og nýrri tíð, í sambandi við sögu umhverfisins. Meðal annars gat hann um hinn fagra og dáða byggðasöng Norðmanna: „Her ser eg fagre fjord og og bygd- er — —“ eftir Asmund Vinje. Það kvæði á lík ítök í hugum sveitafólks- ins í Noregi og „blessuð sértu, sveitin mín“ í hugum okkar. — Skólastjór- inn sagði, að skáldið hefði komið gangandi alla leið frá Osló og norður í Þrændalög og ort í þeirri för mörg fögur kvæði. Meðal annars væri al- mennt talið, að hann hafi ort áminnzt kvæði á Saxhaugberg, þar sem við stóðum, eða eirihvers staðar þar í grennd. Gömul kona, sem nú væri nýlega dáin, hefði meira að segja talið sig vita, á hvaða steini skáldið sat, er hann orti kvæðið. Aðrir segðu hins vegar, að hann hefði ort kvæðið á hæðinni fögru, sem er rétt ofan við lýðháskólann, og ég hef fyrr vikið að. Að sjálfsögðu skiptir staðurinn, þar sem skáldið orti kvæðið, litlu máli. Aðalatriðið er, a^ hið óvenju- fagra umhverfi, sem þarna er, varð þess valdandi, að hann giat ort það, — að hann gat slegið strengi skáld- Lausn 76. krossgátu hörpu sinnar á svo undurfagran og ódauðlegan hátt. Er sól var að síga til viðar, sló un- aðsfögrum litbrigðum á loft, haf og hauður. Minnist ég tæpast a^ hafa séð slíka litafjölbreytni fyrr. Slík fegurð er vissulega líkleg til að vekja skáldleg hughrif hjá þeim, sem þa.nn eld eiga. (Er við höfðum dvalið þarna all- lengi, hlýtt á fróðlegar frásagnir skólastjórans og notið dásemda him- ins og jarðar, héldum við heim til lýðháskólans, enda dagur að kvöldi kominn. Námskeiðinu lauk svo skömmu síð- ar með eftirminnilegu hófi. Stóð það yfir fram eftir nóttu með ágætum veitingum, ræðum, söng og leikjum. Og morguninn eftir héldu þátttak- endur á brott, ríkari af reynslu og mörgum ógleymanlegum minningur.) Vetrarfíð — Framhald af 824. sí3u. hrakninginn og útileguna. Þá var og þar kominn ungur læknanemi eða læknir. Var hann „rauðbirkinn og næsta freknóttur“: eins og sagt var um Gretti. Þetta var Húnvetningur- inn, Páll að nafni og kallaði sig Kolka. Varð hann síðar þjóðkunn- ur sem læknir og gáfumaður. Ferðin norður yfir heiðina gekk okkur vandræðalaust. Þó fengum við bleytuhríð og erfiða færð í há- heiðinni. Gat Páll læknir þessarar ferðar í útvarpserindi á síðastliðn- um vetri í upphafi erindaflokks, þar sem hann rakti endurminningar frá læknisárum sínum. Eftir tæpan hálfan mánuð fórum við suður aftur og sóttum hesta okkar. Gekk sú ferð tíðindalítið, og læt ég því þessum þætti hér með lok- ið. 838 í IVI I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.