Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 11
Jón Ball. „vitlausi pres-íurinn frá Kent“, en svo hefur hann verið kall- aður. „Kæru biæður", sagði Jón Ball. „í Englandi verður ekki gott að lifa fyrr en allt er orðið sameign, svo að hvorki finnast þar ánauðugir menn né aðalsstéttir. Því að allir eru jafn- ir, og hinir miklu herramenn eru ekki meira verðir en við hmir. Eigum við ekki allir sama upphaf, Adam og Evu? Með hverju vilja gósseigendurn- ir sanna, að þeir séu betri en við? Kannski með því, að við vinnum og leggjum það til, er þeir njóta. Líf þeirra er iðjuleysi í skrautlegum höll- um, líf okkar er strit og slit á ökrum í stormi og rlgni, og þó byggist allur munaður þeirra á vinnu okkar“. Fjöldi farandpresta boðaði ensku bændunum þessar kenningar, og þær féllu í frjóan jarðveg. Samtímis hóf lærður prófcssor í háskólanum í Öxna furðu, Wycliffe að nafni að bera brigð. ur á margvislegar athafnir og kenn- ingar kaþólsku kirkjunnar — afláts- bréfasölu, dyrðlingatrú, umbreytingu náðarmeðalanna fyrir orð prestanna. ,.Allar deilur kristinna manna munu falla niður, ef prestarnir vilja lifa í fátækt eins og postularnir“, sagði Wycliffe. Hann lét þjóðfélagshættina ekki til sín taka, en hinar nýju kenn- ingar hans voru samt til þess fallnar að vekja umhugsun og styrkja þá i sessi, sem boðuðu nýtt þjóðfélag. Árið 1377 kvartaði enska þingið sáran undan frekju bænda og verka- manna. Það var eins og vinnulögin væri ekki til, og þeim, sem leituðust við að fara eftir þeim, var hótað öllu hinu versta. Bændur og verkamenn efndu til fjöldafunía, þar sem þeir strengdu þess heit að standa saman og styrkja hvorir aðra gegn höfðingj- um landsins. Árið 1380 samþykkti þingið nýja skattheimtu, svo að stríðinu gegn Frökkum yrði haldið áfram. Þessum skatti var svo hagað, að hann var mjög þungbæi fátækum mönnum, og skattheimtumennimir voru mjög harð hentir við þá, er ekki reiddu hann af höndum refjaiaust. Og nú var eins og eldur væri borinn að púðurtunnu. Bændur og verkamenn snerust til til varnar, og það var eins og hendi væri veifað: Uppreisn var hafin i stórum landshlutum. IV. Þessi enska bændauppreisn hófst í austurhluta landsins vorið 1381. Fjöl- mennar sveitir bænda í Essex hröktu skattheimtumennina brott og háls- hjuggu dómara, sem bakað höfðu sér óvild með því að kveða upp harða dóma samkvæmt vinnulögunum. Höf- uð þeirra settu þeir á stengur, sem uppreisnarmennirair báru fyrir sér. Þessar sveitir urðu sífellt fjölmenn- ari og fjölmennari, því að æ fleiri bændur slógust í hópinn, og útlagar, sem lengi höfðu farið huldu höfði, komu fram úr fylgsnum sínum og gengu í lið með uppreisnarmönnum. Frá Essex barst uppreisnin til Kent, og þaðan kom sá maður, sem nú gerð- ist foringi bænda, hinn dularfulli Valtýr tígulþekjari. Ætla sumir, að hann hafi verið hermaður i styrjöld- inni í Frakklandi, en komizt í þröng, er hersveit hans var send heim. 10. dag júnímánaðar kom uppreisn- Ríkarður II. á unglingsaldri, með veldistákn sin. arherinn til Kambryggju og ruddist þar inn í dómkirkjuna í miðri guðs- þjónustu. Foringjarnir skipuðu munk- unum að hætta að syngja og kröfð- ust þess háum rómi, að þeir veldu nýjan erkibiskup í stað kanslara konungs, sem væri svikari og mynd' brátt hálshöggvinn. Síðan hélt her inn vestur á bóginn. Aðalsmenn flúð á skóga, en hallir þeirra voru brenn: ar til ösku. Förinni vai heitið til Lundúna, þv» að bændur vildu hafa tal af hinum unga kógni landsins, Ríkharði II. P undarlegri einfeldni trúðu þeir því að allt mynai falla í Ijúfa löð, (’ þeir gætu borið mál sitt upp íyri ■ honum. Kröfur þeirra voru þær, ? bændum yrði veitt fullt frelsi og kvat- ir afnumdar gegn nokkru gjaldi. Framhald á 836. síðu. Ríkarður II. kemur til móts við foringia bændahersins. Til vinstri á myndin'ni sést, er borgars'tjórinn í Lundúnum heggur b ændaforingjann Vaitý tíjgulbekjara, banahögg. 1ÍHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 827

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.