Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 2
I BOCi Það var á hinum gömlu, góðu dögum — á árunum upp úr 1930. Þá bakaði Höyer brauð og ræktaði rósir í Hveradölum við mikinn orðstír, pokabuxurnar voru í hæstri tízku og lífsfögnuðurinn ólgaði í syngjandi brjóstum í kassa bílum á hálfófærum ruðningum, þar sem list var og snilli að sneiða hjá stórgrýtinu í götubökkunum: Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þá heyrðist enn marra í silum, er langar heylestir hlykkjuðust um móana á leið heim af engjun- um, og þá var dansað á gúmmí- stígvélum í myrkri í samkomuhús- inu á Grjótá. Kreppa? Jú, sait var það, og kaupgjaldiff í vegavinnunni ekki sextíu aurar á klukkutíma. En vor ið í augum þeirra, sem þeystu á móti lífinu, bauð kreppunni byrg- inn, þó að það væri illa peningað. Það var glatt í vegavinnunni samt: Oft á hausti svannar sungu sætt' í moll og dúr í Vaðlaheiðarvegamanna- verkfærageymsluskúr. Á þessum árum og í þessu and- rúmslofti voru á ferð tvær ungar, danskar systur, Ása og Maria Jörgensen, sem fengig höfðu styrk úr sáttmálasjóði til náttúruathug- ana hérlendis. Ö.inur þeirra kom landveg austan úr Hornafirði, þar sem hún hafði gist í góðu yfirlæt'i hjá Knúti lækni Kristinssyni. Við hittum hana, þar sem hún er við áttunda manna í fimm manna bíl á leið vestur Mýrdalssand: „Það lendir á mér, þeirri litlu, eins og venjulega. Ég er sett á hnén á ungum íslendingi, sem virð ist ekki vera þag sérlega leitt'. Við erum hin kumpánlegustu og látum liggja vel á okkur, og hin ómiss- andi brennivínsflaska stuðlar að því, að skapið léttist um nokkra millibara. Allt er hrein dásemd, nema hvað það lekur sífellt niður á hálsinn á mér. í fjóra klukkutíma veltist ég yfir Mýrdalssand á hnjákollum, sem kastast f'ram og aftur eftir hreyf- ingum bílsins. Þetta er kannski ónotalegra fyrir mig heldur en þann, sem ég sit á, en samt getur verið, a^ hann sé orðinn þreyttur, þótt hann neiti því . . . Verst er, þegar farið er yfir ár, sem eru stórgrýttar í botninum, því að þá hnylla hnén mig verr en nokkru sinni áður. í Múlakvísl situr allt fast. Bílstjórinn ók yfir hana fyr- ir fáum klukkustundum, en hún hefur vaxið svo mikið síðan, að vaðið er ekki fært. Það er bílstjórinn, sem verður að fórna sér. Hann fer í klofhá gúmmístígvél, svo að hann geti leitað að betra broti. Regnið streymir úr loftinu, áin vex jafnt og þétt, og hann er meira en hálf- tírna í burtu. Við styttum okkur stundir me?s gamansögum, brenni- víni og neftóbaki, sem gjafmildur farþegi býður öllu samfylgdarfólk inu. Þeir, sem þvi eru vanir, fá sér prís, hrúga tóbakinu á handar- bakið og sjúga það dæsandi upp í nefið . . . Bílstjórinn hefur raðað stórum steinum við árkvíslarnar,- þar sem hann t'elur þær færar, og nú brun- ar hann yfif þær hverja af annarri. Farþegamir veltast til og frá, en reyna að halda uppi fótunum, svo ajy þeir vökni ekki, því að vatnið streymir í gegnum bílinn. Ég hefði svarið fyrir, að nokkur bíll kæm- ist yfir þessa á, ef ég hefði ekki verið búin að sjá þessu líkt áður. En yfir skulum við, og yfir kom- umst við, þrátt fyrir vöxtinn í ánni . . . “ Leiðin liggur til Víkur í Mýrdal, sem undir eins minnir dönsku st'úlkuna á vesturströnd Jótlands: „Hér verður maður oft vitni að atburðum, sem beina huganum að vesturströnd Jótlands. Fjöldi manna safnast saman á ströndinni — sumir af forvitni, aðrir til þess að leggja hönd ag verki, þegar bátunum er hrundið á flot. Ofur — ofurhægt skríða bátarnir áfram niður að sjónum og brimgarðinum, dregnir af mönnum og hestum, og nú ríður á að notfæra sér rétt augnablik, svo ag bylgjurnar kasti ekki fleytunni upp í sandinn, áður en hún kemst á flot. Stór alda kemur æðandi, og í sömu andrá og hún hjaðnar, hrinda tíu eða tólf mena bátnum á flot, stökkva upp í hann, þrífa árarnar og róa sem óðir, svo að þeir verði komnir nokkur áratog frá landi, áður en næsta bylgja kemur. Og einn góðan veðurdag heldur danska stúlkan áfram ferðinni vest ur Mýrdal og Eyjafjallasveit. Það er *kki enn komin brú á Markar- fiíét, svo að hún fer ríðandi yfir það. Ferðinni er heitið að Sáms- stöðum til Klemensar Kristjáns sonar, sem býðúr henni dvöl hjá sér í fjóra daga. Hún er ýmist úti á ökrunum með Klemensi eða í smáferðum um nágrennið. 0g svo kemur helgúr dagur: „Á sunnudaginn buðu tveir af piltunum mér að skreppa á hest- bak, og það var boð, sem ég þáði af miklum fögnuði, eftir að hafa setið inni heilan rigningardag og lesig Familie-Journal. Við ríðum þjóðveginn fram hjá Hlíðarenda meðfram stóránni Markarfljóti inn að Múlakoti — bæ, sem er alkunnur af fögrum garði . . . Á 'heimleiðinni um kvöldið kom- um vig við í gistihúsinu á Grjótá, því að þar er dansleikur. Við bind- um hestana fyrir utan, og þar er fyrir fjöldi hesta, sem bíða eig- enda sinna með þolinmæði, þó að þeir komi kannski ekki fyrr en •með morgninum. Við göngum inn í danssalinn eins og vig stöndum — í gúmmístígvélum, regnkápu og meg svipuna undir handleggn- um. En hvað gerir það til? Allir eru í reiðfötum, og þar að auki er dansað í myrkri, svo að fólk sér tæplega hvað annað. Fullum mönnum, sem trufla aðra í dans- inum, er varpað á dyr, og svo er haldið áfram að dansa. Ég dansa mest við förunauta mina, en bregð mér þó líka fram á gólfið meg al- ókunnugum mönnum. Eftir nokkra klukkutíma látum við staðar numið. Við stígum á bak hestum okkar og ríðum þemb- inginn heim á leið. Allt í einu sl'ökkva hestarnir út undan sér. Maður hefur stöðvað hcst sinn þversum á veginum og reynir að hefta för okkar. Það er svo dimmt, ag við sjáum lítið annað en glóð- ina í sígarettunni, sem hann er meg uppi í sér. Þegar honum tekst ekki að stöðva okkur, snýr hann hesti sínum við, keyrir hann á sprett og hleypir fram hjá okkur, st'öðvar hann svo aftur um þveran veg. Hann er annaðhvort fullur eða vitlaus. Það hefur slegið þögn á förunauta mína. Þeir hvetja Framhald á éól. siðu. sæsa 842 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.