Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 19
( gröf Tútankamuns fannst þessi mynd af föður hans, Amenhotep III. á barns- aldri. ar Amenhotep III. komst til valda, en hann er talinn hafa verið faðir Tutan kamuns. í gröf Tutankamuns fannst likneski af Amenhotep á barnsaldri og þar var einnig lokkur úr hári drottningar hans, Tiye, og hendir það til þess, að hún kunni að hafa verið móðir Tutankamuns. Hafi svo verið hefur Tutankamun tekið óvild ýmissa anáttarstólpa þjóðfélagsins í arf, því að hún var af ótignum ættum og Amenhotep braut bæði gegn gamalli siðvenju og boðum trúarbragðanna, er hann gerði hana að drottningu sinni og konungamóður. Prestarnir litu á þetta hjónaband sem árás á sig og guðdóminn og með gifting* kon- ungsins hófust þeir árekstrar milli prestanna og konungsvaldsins, sem áttu eftir að blossa enn betur upp á næstu áratugum. Ólgan, sem hafði verið as gerjast, brauzt út af fullum krafti, þegar Amenhotep IV., eldri bróðir Tutan- kamUns kom til ríkis. Amenhotep IV, sem kunnari er undir nafninu Ek.ia- ton, er einhver frægasti faraó, sem setið hefur að völdum í Egyptalandi. Hann var áhugamaður mikill um trú mál og tók af hinn forna átrúnað á Amun og gerði presta þess goðs áhrifalitl'a, en í síaðinn innleiddi hann átrúnað á sólguðinn Aton. Þegar Eknaton tók við völdum, var faðir hans, Amenhotép in., enn á lífi, og er ekki ótrúlegt að þeir feðg ar hafi báðir verið konungar um skeið. Eknaton flutti aðsetur sitt frá hinni fornu höfuðborg ríkisins, Þe'bu, og reisti nýja höfuðborg á austurbakka Nílar. Þá borg nefndi hann Aketaton til heiðurs sólguðnum, en rústir borg arinnar kalla nútímamenn Tell el Amarna. Tutankamun hefur fæðzt skömmu eftir að bróðir hans tók vig stjórnar taumunum, og fyrsta heimili hans hef ur að öllum líkindum verið í konungs höllinni í Malkata í grennd við Þebu. Hann hefur ekki átt heima í hinni nýju borg Eknatons, því að þrevetur kom hann.þangað í heimsókn ásamt foreldrum sínum og systur. Myndir Innyfli konungsins voru numin á brott, áður en lík hans var jarðsett, og þau voru lögð í gröfina i sérstökum smá- kistum. Myndin er af þeirri kistu, sem varðveitti lifur hans, og var sú kista ekkl nema rúmir fimmtán þumlungar á lengd. frá heimsókn þessara tignu gesta prýddu grafarveggi í Tell al Amarna, og eru þær myndir helzta heimildin um móltökurnar. Gestirnir komu til borgarinnar á skipi og sigldu fram hjá viðskipía- hverfum borgarinnar, þar sem korn- skemmur stóöu á síkjabökkunum. Þeg ar á land var komið. stigu gestirnir upp í vagna og var síðan ekið í heið- ursfylkingu um borgina. Komið var við hjá belztu hofunum og þar færðu konungarrHr sólinni fórnir og hyll- ingu sína, en verðir, lögreglumenn þeirra tíma, héldu aítur af mann- fjöldanum, sem flykktist út á öll slræti til að hylla syni sólarinnar. Þegar Tutankamun kom heim aftur úr þessari ferð, hefur honum fljót- lega verið haldið að námi, því að Anubis, hinn svarti hundur dauðans með gullband um háls, vaktl yfir iikamsleif- um konungsins. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ \ S59

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.