Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 10
„Hún tók ekkert eftir því, hvenær það var sem augu hans horföu inn í hennar augu.
En henni fannst enginn vera lengur til í veröldinni nema þau tvö".
í Það lá einhvern veginn í orðunum,
að nú væri úti um næturfriðinn, enda
kvað nú gesturinn við raust úti á
hlaðinu, án þess að kveðja dyra. Pilt-
arnir virtust ekkert sérlega hrifnir
af þessu ónæði og hreyfðu sig hvergi.
Gamli vinnumaðurinn tautaði eitt-
hvað i barm sér, úrUlur, og breiddi
sængina nær upp fyrir höfuð.
Bóndi var nú kominn í brækurnar
og setti á sig sauðskinnsskóna, en hús
freyja lá kyrr. Heimasætan var þotin
fram úr og klæddi sig í miklum flýti.
Bóndi staulaðist fram og opnaði
bæinn. Vikastúlkan heyrði, að gestur-
inn gerði hlé á kveðandinni og heils-
aði bónda með miklum fögnuði. Hest-
urinn var tekinn og sprett af honum,
en bóndi teymdi hann inn í hesta-
réttina. Stúlkan heyrði þetta allt inn
um opinn gluggann, hvernig hringlaði
í beizlinu, hvernig glamraði í ístöð-
unum, þegar þau slógust við dyrahell
una, þegar hnakknum var skellt á
réttarvegginn með þungum dynk.
Hún fór að flýta sér í föt, því að ein-
hvern veginn fannst henni sem ör-
uggara væri að vera klædd, ef hún
ætti að geta séð og heyrt allt, sem
þessi undarlegi gestur hafðist að.
Nú kom bóndi inn göngin og gest-
urinn á hæla honum. Baðstofuhurð
inni var hrundið upp, og inn á gólfið
geystist hár maður með kolsvart hár
og svart yfirskegg, fölleitur og skarp
lei ur og hvessti tinnusvört augun á
fólkið í baðstofunni. Hann hélt á
ferðapelanum í hendinni og hafði
sjáanlega sopið eitthvað á honum.
„Komdu nú blessuð og sæl, Guð-
ríður mín‘‘.
Gestui'inn rak húsfreyju rembings-
koss.
„Og sæll vertu — og sæll vertu-“
Hann kyssti piltana svo að small í.
Og þá heimasætuna; sú kveðja virt-
ist vandamest, því að hana kyssti
hann lengi og rækilega. Vikastúlkan
var ekki klædd til fulls, þegar gest-
urinn var kominn í dyrnar, svo að
hún hafði tekið það ráð að smeygja
sér undir brekánið aftur, en sat uppi
við dogg og starði hálfskelfd á þenn-
ar. fyrirferðarmikla gest. Hinn svart
eygði komumaður snarstanzaði, þeg-
ar hann kom auga á þessa ókunnu
gtúlku. Augun urðu enn þá stærri og
enn þá svartari undir bogadregnum
brúnunum. Asinn rann af gestinum,
hann gekk hægt en ákveðið að rúm-
inu, þar sem Vtkastúlkan kúrði eins
og hræddur fugl — og skellti sér á
rúmstokkinn fyrir framan hana, sí-
starandi á hana þessum dimmu,
djúpu augum. En hann var ekki fyrr
setztur en hann hentist upp og bölv-
aði um leið. Það var sem sé rúmfjöl
fyrir framan stúlkuna, og gesturinn
hafði' óvart setzt ofan á brúnina á
fjölinni. Honum þótt sætið óþægi- -
lega hart. Eins og örskot var fjölinni
hent langt fram á gólf, og svo hlamm
aðí gesturinn sér á rúmið.
„Nei, sæl vertu, elskan!“
Hann þuklaði aðra þykku hárflétt-
una, sem lá niður á brjóst hennar.
Gamla bóndanum fór nú að þykja
nóg um og vakti athygli gestsins á
sér með því að spyrja frétta neðan
úr héraðinu. Gesturinn var fljótur
til svars, því að hann var einmitt í
því skapinu að vilja skemmta sjálfum
sér og öðrum. Vikastúlkan notaði sér
þetta tækifæri sem fljótast og hent-
ist berfætt fram úr rúminu, áður en
gestur gat áttað sig.
„Nei, heyrðu. elskan. Þú áttir að
liggja kyrr“.
En þá vár hún þotin fram úr bað-
stofunni til heimasætunnar, sem var
farin að hita á katlinum yfir cIÍHvél-
inni. Gesturinn kom æðandi á eftir.
Hann stóð gleiður í dyrury og vó salt
á hælunum, horfði á feimnar stúlk-
urnar, með velþóknun, sem bar vott
af yfirlæti heimsmannsins.
„Hafðu nú kaffið sterkt, bleksterkt!
Þú veizt, hvernig ég vd hafa kaffi,
þegar svona vel liggur á mér!“
Hann hló og þreif utan um heima-
sætuna, sem brosti af umburðarlyndi
hins kunnuga. Þetta atvik var henni
engin nýjung. Hún var hér borin og
barnfædd, þekkti alla í næstu sveit-
um — líka skáldið.
Bóndi var nú aftur kominn til þess
að hafa auga með hegðan gestsins
við meyjarnar á bænum. Gamla, góð-
lega andlitið var að vísu vingjarnlegt,
annar svipur gat varla átt þar heima.
Samt var eitthvað ákveðið í fasinu —
svo ákveðið, að hinn dökkbrýndi gest-
ur lét strax leiða sig út úr eldhúsinu
inn í baðstofuna. Vikastúlkan notaði
undir eins þetta hlé.
„Hver er hann eiginlega? Er hann
skáld?“
„Já, hann er víst ágætt skáld, en
850
T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ