Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 15
Annar Víðidalsfeðga, Jón Sigfússon, síðar bóndi á Bragðavölium. Myndin er gerð eftir teiknimynd í þióðminjasafni eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara. allt í einu í glórulausan norðanbyl. Við settum okkur í Jökulsárgljúfrið og út í einstig. Þá voru allir hestarnir búnir að fá miklar harðsperrur af vaðlinum fram gljúfrið, því að grimmdarfrost var á. Þarna lágum við yfir hestunum fram til klukkan fimm um mcrguninn, að við gáfum þá tapt og héldum undan veðrinu fram að Statafelli, og var þá fólkið að koma á fantur, er við komum þar. Þetta veður hélzt til 27. Eftir það gott veður, og við Bjarni komum heim I. maí“. Um vænleika fjárins segir Jón í sama bréfi, allt tekið upp úr dag- bókunum, að mér skilst: „Þetta sumar (1887) 10. septem- ber kom voðavondur bylur. sem drap kindur fyrir okkur í Múía-Þveránni. Og undir Snæfelli fórst margt fé í kíla og vötn — og víðar í inndölum. Þetta haust ioguðum við 20. október þremur sauðum, sem hétu Brúnn, með sjötíu punda skrokk og 26 pund mör. Hnýfill, 71 pund kjöt og tuttugu pund mör, og Kollur, 69 punda skrokk og hálft luttugasta pund mör. Þetta voru allt þrevetlingar. Vænsti sauður inn, sem við lóguðum í Víðidal, var Grað-ímur gelti með 85 punda skrokk og 25 pund mör. Sauðir í Víðidal reyndust þettf, með frá 65 tii 78 punda skrokk. Hrút lóguðum við, sem vigtaði niutíu pund skrokkurinn og 26 pund mör. Mig minnir, að hann væri fimm vetra gamall. Veturgamlir hrútar skámst oft með 45 tU fimm- tiu punda skrokk og hafði 64 punda skrokk og nítján pund mör. Veturgömlum sauðum lóguðum við mjög sjaldan. Kvíaær höfðu oft fimm- tíu punda skrokk úti á Papaósi. Haga- lömbum var sjaldan lógað. Fráfærnaær mjólkuðu venjulega vel, oftast mörk eftir ána til jafnað- ar fyrstu fjórar til sex vikurnar eftir fráfærur. Við áttum fjórar ær, sem ég man vel eftir, að pottur var í nokk- uð lengi eftir fráfærur. Og smjör- mörkin eftir niu ær til jafnaðar. Við áttum líka mikið af skyri undan sumrinu. Ég varð einu sinni að fara með tvo nesta austur á Djúpavog til að sækja okkur tunnur undir skyr og. blöndu. Þá um haustið áttum við tíu tunnur af skyri og fimm af blöndu og mikið af ostum og smjöri, og lét- um viff þó mikið burtu af smjöri og ostum. Skyrið og blönduna höfðum við til fóðurs handa hestum og naut- gripum, og lombin fengu blöndu og kræðu. Þau átu mikið af henni. Kræð- an er ágætt fóður, bæði handa sauð- fénaði og nautgripum. Veturinn 1888 var góður hagavet- ur hér uppi í Víðidal. Þennan vetur, II. janúar. tók snjóflóðið efri bæinn og fór með hann langt niður á grund og braut allt i mola, sem geymt var f húsunum, og urðum við þá fyrir miklum skaða. húsalausir fyrir fjöru- tíu lömb, auk þess sem við misstum nokkuð af heyi. Þarna fóru þrjú hús, sem við höfðum í fénað og geymslu. Fullorðna féð rákum við allt suður í Leiðartungui 27. janúar. Þá voru alltaf góðir hagar í Múlanum, en tófu- gangur. Hún bæði reif og drap nokkr- ar kindur fyrii okkur. 18. apríl rákum við lömbin út á milli Fluga. Þar drap tófan aldrei kind vegna brattans, og þar varð aldrei haglaust á þeim ár- um, sem við vorumh dalnum. En ógn- arhjarn og snjóflóðahætta var þar. Veturinn 1888—1889 var mikið um hreindýr, en fá skaut ég. Það var vont að Komast að þeim með hagla- byssu. Þau komu oftast á hverjum vetri fram á Múlaheiði, en hurfu fljótt norður af aftur. Ég hef heyrt, að þegar Stefán Ólafsson var að byggja í Víðidal. hafi verið þar fjöldi hrein- dýra. Þá var heimkynni þeirra á þessu svæði — frá Skriðdal suður Hraunið alla ieið að Geldingafelli. Sigfús sálugi á Skjögrastöðum sagði mér, að þegar harin var drengur á Langhúsum ' Fljótsdal, hefði aldr?i sézt hreindýr fyrir norðan Jökulsá á Eyjabökkum, en stórar breiður á haust in uppi á Geldingafelli og meðfram Bergkvíslunum og inn á Eyjar að sunnanverðu. Þegar fór að sverfa að högum á hálendinu, leituðu þau út í Öxi, Fossárdal, Hamarsdal, Geithellna dal og Víðidal. Veturinn 1891—1892 mjög góður fram að þorra. Þá gerði mikinn hjarn í öllum Múl-.num, og rákum við þá flestallt féð út í Lón. Þann vetur var umnleypmgasamt tiðarfar og mikil frost stundum. Viku fyrir pálma sunnudag rákum við allt féð inn í T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 855

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.