Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 16
Múla — hann var þá orðinn vel auð- ur. Árig 1892 seljum við dráttarkláf- inn á Jökulsá í Kollumúla. og gengu okkur kaupstr.ðarferðirnar vel eftir það. Þá var heldur vondur vetur, veðrasamur, en sjaldan hagleysur. Balnaði 10. apríl, og eftir það var ununartíð, nautgripir látnir út 18. apríl. Þá vorum við orðnir heylausir. Þá kom jörð hvanngræn undan snjón um. Við áttum heystrá svona í viku, en þá var kominn ágætur gróður. Þetta vor settum við dráttinn á Víði- dalsána. Svona voru veturnir að tiðarfari til í Víðidal þau fjórtán ár, sem við vorum þar: Sialdan mjög kaldir vet- ur. Kollumúlinn bjargaði skepnun- um okkar. Hann var vorgóður vana- lega, sólbráð eftir að kom yfir miðj- an þorra. Ef- frostlítið var og sá til sólar, tók alltaf í Ef Múlinn var vel auður með eóukomu. kom sjaldan fyrir, að haglaust yrði eftir það, nema seinasta veturinn, sem við vor- um þar. Þá stóð Kollumúlinn auður þar til viku af góu, en hér uppi í Víðidal nefur mátt heita haglaust síðan viku fyrir jólaföstu, þar til nú, tvær vikur af sumri. Þetta hefur ver- ið mesti snjóaveturinn hér uppi i Víðidal s'ðan við fluttumst hingað. f múlanum varð haglaust 'strax í ann- arri viku góu, og alltaf dreif af ofanstæðu austri. Suður í Múla oft- ast bleytusnjór, stundum rigndi. Féð náði alltaf i kvist en komst hvergi um skóginn Við Bjarni bárum allt- af hey s-iður i Múla tvisvar í viku, fimmtíu ril sextiu pund hvor, og gáfum á padd. Þetta var erfitt á skíðunum. Sumt af fénu var úti í Múlasporði — þa_- var öllu grynnra og snjórinn nlautari, 02 komst féð því betur um skóginn þar. Lömbta rákum við suður viku fyrir sumar, og voru bá farnir að koma þar hag- ar. Það bjargaði okkur í Víðidal, að við vorum aliir góðir á skíðum, enda gafst okkur færi á að æfa vel skíða- ferðir. Einu sinn: kom mikill snjór f Víð'idal. Þá var öllu gefið inni. Þá sagði ég við Bjarna frænda, að nú skyldum við taka okkur skíðatúr. ,.Já, hvert skulum við bá fara?“ „Upp á ná-Hofsjökul“. sagði ég. „Það er þá aldrei sprettur", sagði Bjarni. Svo lögðum við af stað og gengum alitaf á skíðunum upp og alveg upp á jökulinn, þar sem hann er hæstur. f»aðan sáum við út á sjó i Álftarfirði og Búlandstind og norður á Fljótsdalsheiði. Alls staðar var hvítt. nema Kverkfjöllin voru að sjá mikið auð og randir meðfram Fell- unum, helzt i Snæfellshálsinum. Ekki man ég, hvað við vorum lengi upp I á jökulinn neðan frá bænum. En fimmtán mínútur vorum við niður að bænum. Úr Víðidal mátti fara til byggða á skiðum, þegar mikill snjór var — út í Lón, Álftarfjarðardali alla, til Fljótsdals og Skriðdals og Hrafn- kelsdals, án þess að fara fyrst til Fljótsdals. Það var bein leið af Mark- öldunni í Laugarfjall, yzta hnúkinn af Fellunum og úr Laugarfelli út og norður í Aðalból". * * * Hér lýkur bréfi Jóns, að því leyti er snertir Víðidal og veruna þar. Við það er eitt að athuga, að drættirmr voru ekki settir á báðar árnar sama ár. Jón hefur vikið hér að ýmsu, er varðaði búskap þeirra feðga 1 daln- um, og mun ég í framhaldi af því rifja upp ýmislegt, sem ég man frá veru minni þar, en styðjast þó að sumu leyti við það, er ég heyrði þá feðga og þeirra fólk tala sín á milli um búskap smn og búnaðarhætti á þessu einkennilega afdalabýli, sem að ýmsu leyti var einstætt, bæði að kostum og ókostum. Kostir þar voru helzt nær óbrigðull útigangur fyrir sauðfé í Kollumúla og ágætar af- urðir af því vegna landgæða og veð- ursældar. Ókostirnir voru aftur helzt einangrun og erfiðir aðflutningar. Búskapurinn í Viðidal mun f flestu hafa verið svipaður því, sem annars staðar var yfirleitt. Þó má vera, að búskaparhættir hafi í sumu verið frá- brugðnir og þá helzt einhæfari en víða annars staðar, svo sem í mat- argerð og kannski í klæðaburði líka. Mér koma í hug prjónabrækurnar, sem Sigfús gekk í hversdagslega og stundum einum. Fólk fékk hvort tveggja, fæði og klæði, nær eingöngu af jörðinni og sauðkindinni. Veiði- skapur var enginn, nema hvað rjúp- ur voru skotnar við og við að vetr- inum. Það var rjúpnasælt þarna, þegar hagar voru. En oft voru alger jarðbönn langtfmum saman uppi í Víðidal. Á haustin var stundum mikið um rjúpu í kringum Hofsjökul. Sem dæmi má nefna, að Jón skaut einn dag að haustlagi 119 rjúpur í dýja- væsunum meðfram Hofsjökli. Var stundum nokkur búbót að rjúpunum, og voru þær að mestu lagðar í heim- ilið. Þó kom fyrir, að þær voru seld- ar í verzlun frammi á Papaósi. Svo var um þessar 119 rjúpur. að þær voru seldar, eða það af þeim, sem söluhæft var. Og svo mun oftar hafa verið, einkum snemma á haustin. Eft- ir að snjóaði, var ekki unnt að koma þeim. Oftast var mikill úrgangur, sem ekki var söíuhæfur. Blóðugar eða blautar rjúpur þýddi ekki að fara með. Þær urðu að vera alveg lýta- lausar — mátti hvergi sjást á þeim blóðdropi, ef þær áttu að lenda í fyrsta flokki. Bezt var að láta rjúp- umar kólna, aður en farið var að bera þær — þá var blóðið storknað, svo að það lak ekki eða brauzt út. Aðrir nytjafuglar voru ekki. svo að ég muni. Álftir og gæsir sáust varla nema á flugi, enda landið ekki aðgengilegt fyrir sundfugla, því að ekki voru tjaniir né stöðuvötn, nema tjörnin, sem Múla-Þveráin rennur úr, á Múlaheiðinni. Af mófuglum var hins vegar nokkuð, svo sem lóu, spóa, og smáfuglum — steindepli og maríu erlu — ag ógleymdum snjótittlingnum sem mikið var af og oft skemmti- með fögrum söng sínum. Það er mér enn í minni, hvað þeir gátu sungið. Þeir voru þakklátir skapara sínum, þessir blessaðir sakleysingjar, fyrir sólargeislana eftir langan og kaldan vetur. Þá var þeim gleymt allt and- streymi, sem honum fylgdi. Nokkuð var misjafnt, hve jörð fór snemma að grænka. Það valt að sjálfsögðu á tíðarfarinu. Eitt vorið, sem ég man eftir, voru nautgripir leystir út um sumarmál. Þá var far- ið að votta fyrir gróðri. Sjálfsagt hefur þó heyskortur valdið, hve snemma -'ar farið að beita þeim. En það vor var áfalialaust, og allir gripir komust vel af. Oftast var snemma hleypt til ánna og alltaf fyrir jól. Fráfærurnar kröfð ust þess. Það var talin nauðsyn að færa frá átta til níu vikur af sumri, en það matti ekki færa yngri lömb frá en þriggja vikna. Þau urðu að vera búin að iæra að bíta gras, annr ars gátu þau ekki bjargað sér, þeg- ar þau misstu mjólkina. Þó kom það fyrir, að tekið var frá yngra lamb, ef um úrvalsmjóikurá var að ræða, sem hreint ekki mátti missast úr kvíum. Oftasf vonj þau lömb lítilfjör- leg að haustinu og varla á vetur setj- andi, og stundum fóru þau í öfug- snoð. Margt Kom til, að fært var snemma frá. Þvi fyrr sem fært var frá þeim mun betur mjólkuðu ærnar og þeim mun fyrr fékk fólkið skyr, ost og smjör. en þess var oft meiri og minni þörf. Kýrin var aldrei nema ein. Væri heyskortur að vorinu, gelt- ist hún meira og minna, svo að mjólkurinnar var fullkomin þörf. Auk þess fannst gamla fólkinu lítið til kúamjólkurinnar koma og kallaði hana jafnvel glætu. Á sauðamjólkur- hlaupi spratt varla mysa, og þrídægr- uð sauðamjólk skilaði svo þykkum rjóma, að ó'.rúlegt mátti heita. Til var, að þar sem bezt var undir bú, væri skeifa mælikvarðinn á mjólkur- gæðin. Væri rjómalagið svo þykkt, að það héldi skeifu, var það talið ágætt. En héldi það skaflaskeifu, var það calið til eindæma. Alltaf var lömbunum stíað lang- an eða skamman tíma. Það var einn liðurinn í þv' aC fá lömbin snemma til þess að bíta Ærnar voru mjólkað- ar snemma að morgninum. áður en lömbunum var hleypt til þeirra. Þó varð að gæta þess að mjólka þær ekki mikið — taka úr þeim blábun- una, sem kallað var — og aldrei svo, 856 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.