Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 11
hann á konu og börn og stórt bú. Hann má víst ekki mikið vera að því að yrkja. Það er bara, þegar hann tekur þess túra. Þá þeysir hann um sveitina og kveður við raust. Annars talar hann aldrei um þennan skáld- skap sinn allsgáður. Hann er eins og tveir ólíkir menn. Heima dregst varla úr honum orð, heldur vinnur hann eins og húðarklár, þangað til þetta kemur yfir hann — að fara á flakk á gæðingunum. Hann á þá ekki svo fáa, þó að hann sé einhesta núna. Hann er vís til að hafa týnt hestunum, ef hann hefur farið að heiman með tvo og þrjá til reiðar, eins og hann gerir oftast". „Sagðirðu, að hann ætti mörg börn? Hann sýnist þó ekki gamall?“ „Já, hann lenti í að verða að kvæn- ast allt of ungur, segir fólkið. Það var prestsdóttirin, sem hann fékk. — Hann ætlaði aldrei að eiga hana, seg ir fólkið. Mátti bara til, skilurðu. Það er ekki hægt að skilja forríka prests- dóttur eftir með lausaleikskrakka". „Var eitthvað athugavert við þessa prestsdóttur?11 „Nei, ja — jú. Hún var miklu eldri, ekkert lagleg". „Nú, hvað var hann þá að eiga með henni krakka?“ „Uss, það veit ég ekki. Hann er svo mikill kvennamaður. Allt kven- fólk vitlaust eftir honum“. „Bkki þó núna — kvæntum mann inum?“ „Biddu fyrir þér! Heldurðu að hann muni nokkuð eftir því að hann er kvæntur, þessum ham eins og hann er •iiúna'í“ „Já — en kvenfólkið þá. Þær vita þó, að haun er kvæntur?“ Heimasætan þagði litla stund og hellti bleksterku kaffinu í bolla, smakkaffi á. „Þetta er víst tæplega nógu sterkt handa hoc, .m. Hann vdl, að kaffið sé nærri því áfengt“. Hún leit til dyranna, gesturinn var farinn að kveða hástöfum erindi úr Númarímum. „Hefurðu tekið eftir augunum í honum? Það er sagt, að hann þurfi ekki annað en að horfa fast í augun á stúlkum dálitla stund, þá séu þær búnar að vera. — Þú skalt passa þig að horfa ekki í augun á honum. Það geri ég aldrei, ég lít annaðhvort und an eða horfi annars staðar á hann'1. Híátrasköll heyrðust innan úr bað- stofunni. Gesturinn var hættur að kveða og tekinn til að spjalla við piltana um kvenfólkið á síðasta dans- leiknum. Bóndi kom inn í eldhúsið. „Blessaðar, flýtið þið ykkur að gefa honum kaffið, svo að hann fari sem fyrst“. Bóndi var óvenjuákveðinn. vika- stúlkan varð hissa. Á þennan bæ komu svo fáir, að gestakoma var ; Sigurður Jónsson frá Brún: ; Réttardagsmorgun \ Ég hrökk upp leiður, lamdi sættg og stokk og lengi neri augun stirð og sollin. Ég greip í hár mitt, hrokkinn þæfði lokk og hnoðað loks fékk réttaferð í kollinn. Við týrulog, er tórði á mjóum kveik var tínd á kroppinn mesta dyngja flíka. En syfjustirðum strák varð fátt að leik, það stóð á beizli, hnakk og svipu líka. Við tókum veg, sem reyndist fagnaðsfár, — hrein furða hversu allt var snautt og doíiS — Ég man þá raun að morra á feitum klár í myrkri, þegar annars skyldi sofið. En hægt var farið. Svitað hross um haust var höfuð-búsmán, að því pabbi taldi, að vakna snemma, þaufa þrey'ulaust var þrautaráðið bezt, og á hans valdi. Og bæjarleið af bæjarleið fór hjá með bre..Kur huldar líkt og gleymda draur.ia. er gjálfurhljóð frá grýttri, strangri á kvað gys og spott um skynjun heldur naur . Það birti vitund, hélu hlóð á strá, — en hún er ailtaf grárri en faliinn hagi, — og dagsbrún færðist austurlofiið é og eftirreið kvað við með nýju lagi. Þar komu þeir, sem vöknuðu seinna en við og voru nú að elta misstan tínia, og margan bar á sveittu þar á svið, er sauðljóst var hjá rétt og horfin gríma. Hver stund þess dags er glötuð, týnd í grí' þess gangnasafns, er þar var villt > sundur, en óttuferðin varkár, vorkunnlát, er við mig fest, svo pnér’er það hreint undur. alltaf stórhátíð. Gömlu hjónin vildu all't gott gera gestum og töfðu þá eins og þau gátu við skraf og góð- gerðir. — Nema núna. Þessi gestur var víst allt öðru vísi en aðrir menn. Þær báru nú kaffið inn. Heima- sætan bar bolla á bakka, vikastúlkan kom á eftir með kcnnuna. Nú var gest urinn allt í einu þögull. Hann drakk lútsterkt, brennheitt kaff'ð, tvo bolla hvern á eftir öðrum. Allir þögðu. Loks stóð hann upp, gekk fram á mitt baðstofugólfið, keikur, hnykkti til höfðinu, starði út í gluggann, út í daufa morgunskímuna, sem var að færast yfir. Síðan hóf hann kvæði sitt: Hann kvað það ekki, heldur flutti með sterkum áherzlum, djúpri rödd, þungri eins og niður fljótsins, mjúkri eins og hauströkkrið. Þetta var kvæði um hann sjálfan. Það fann vikastúlkan strax. Hún starði á skáld- ið, 'bergnumin, hugstola. Hún tók Framhald á 861. síðu. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 851

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.