Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 7
AÐ bafði erjaö jarCveglnn. Veraldleg- lr og klrkjuleglr þjóðhöfðingjar voru orðnir um þaC bil hálft annað hundr- að, og þar að auki nálega sjötíu borgríki og fjöldl rfkisriddana. í ofan álag var svo aðalsstéttin orðin úr- kynjuð og sá sér að verulegu leytl farborða að hætti hreinna og beinna ræningja. Við þessar aðstæður höfðu andmæli Martems Lúters gegn mis- notkun aflátssölu miklu víðtækari á- hrif en hann hafði séð fyrir. Sjálfur var hann baráttumaður í eðli sínu, og áður en varði hafði hreyfing sú, sem hann hafði vakið, hrifið hann með sér. Deilan harðnaði, og í sennu, sem hann háði við Jóhann Eck, há- skólakennara í Leipzig, árið 1519, hélt hann fram rétti einstaklings- ins gagnvart páfa og kirkjuþingum, ef hann styddist við ritninguna. — Næsta ár skrifaði hann hvern bækl inginn af öðrum: „Til kristilegs að- als af þýzku þjóðerni", til klerkastétt arinnar og til leikmanna. og nú var ekki skorið utan af því, sem hann vlldi segja: „Nú hjálpi oss guð og gefi oss eina af básúnunum, sem veltu múrum Jerikóborgar um koll. svo að vér gctum blásið brott þessi virki af hálmi og pappír, hegnt synd- urunum og dregið vélráð djöfulsins fram í dagsljósið". Páfastóllinn var á hans máli hásæti djöfulsins, af- hjúpað ræningjabæli og svikamylla. Hinar nýju kenningar mótuðust smám saman: Maðurinn réttlætist ekki fyrir verkin, heldur trúna, ka- þólska messan og sakramentin sjð voru „baaýlonskt fangelsi", thbeiðsla dýrlinga og belgra dóma skurðgoða dýrkun, klausturlifnaður og einlífi presta reginvilla, því að guðí var þóknanlegr, og meiri dyggð að geta börn. ef það gerðist í hjónabandi. Það gerðist svo hin næstu ár, eft- ir sennuna í Leipzig, að páfinn bann- færðj Lúter og Karl keisari stefndi honum til Worms, þar sem knýja átti hann til þess að taka aftur um- mæli sín. Habn hafnaði því, en keis- arinn þorði eaki að taka hann hönd- um vegna stuðn'ngs þjóðhöfðingja, sem ósárt var um það, þótt veldi páfastólsins í Róm værj hnekkt. — Friðrik, sem kallaður hefur verið vitri, kjörfursti í Saxlandi. lét síðan ræna Lúter, er hann var á leið frá Worms, og hélt vemdarhendi yfir honum næstu mlssiri. Um þessar mundir var lokið prentun ritningar- innar á þvzkri tungu. Trúmálaólg- an magnaðist um allan helming. — Ógnþrungnir atburðir voru í aðsigú V. Þýzkur pvedikari, Geiler von Keis- ersberg, hafð; sagt: ,,Það er jafn- hættulegt að íá leikmönnum ritning- una í hendur og að rétta barni hníf til þess að skera með brauð”. Þessi orð rættust. Kenning Marteins Lút- Tiíilsíða flugrttsins, þar sem þýzkir bændur báru fram kröfur sínar tólf. ers um nið kristna samvizkufrelsi féll í frjóan jarðveg hjá alþýðu manna, en fordæming ritningarinnar á yfir- stétt Gyðingalands og frásagnir henn ar um oræðralag frumkristninnari tendraði bál. í huga þýzku bænd- anna rann draumurinn um andlegt og veraldlegt frelsi saman í eitt, og þeir sáu í hillingum svipaða sýn og ensku bændurnir á dögum Jóns Balls. Og þeir sáu lika glöggt, að þeir, sem til þeirra höfð'u talað með Jesú nafn á vörum voru ekki hóti betri hinum síðklæddu Fariseum, sem létu heilsa sér á torgunum. Bræðralag og jöfnuður frumkristn innar haíði mikið aðdráttarafl. Þús- und ára rikið, samfélag heilagra, þar sem enginn var kóngur nema guð og rlfningin ein mælisnúran, var dýrð legt í augum fólks. Þar völdu menn sjálfir embættismenn sína og áttu allt sameiginlegt, þar skyldu allir vera prestar og allir vera frjálsir. Þessar hugmyndir höfðu oft og víða fest rætur, en nú bárust þær eins og eldur I sinu um alla Mið-Evrópu, og það voru ekki sízt handverksmenn- imir, sem tóku þeim fagnandi. í Zwickau i Saxlandi hafðj risið upp söfnuður, þar sem leikmenn pre- dikuðu og töluðu tungum. Þeir voru af flokki skírara og höfnuðu barna- skím, er ekki á sér neina fyrirmynd í ritningunni Foringj þessarar hreyf- ingar hét Tómas Miinzer. Hann lagði mikla áherzlu á, að heimsendir væri f nánd. Söfnuðurinn i Zwickau fagnaði mjög kenningu Marteins Lúters um hið kristna frelsi og sendi tvo spá- manna sinni er báðir voru vefarar til Wittembergs, þar sem fundum þeirra og Marteins Lúters bar sam- an. Þetta /ar sögulegur atburður, því að hér stóð Marteinn Lúter í fyrsta skipti andspænis þeim vanda að túlka, hvað fælist í hinu kristna frelsi, sem liann boðaði. Ef hann hefði verið spámaður af svipaðri gerð og Múhammeð, hefði hann á þessum árum farið í broddi fylking- ara um löndin með miklar hersveit- ir og látið vopnin tala máli sínu, bæði við páfa og þjóðhöfðingja. Ef hann hefði verið gæddur anda GalL leans, hefði hann farið út á þjóðveg- ina með bændum og vefurum og ekki hikað við að tala máli snauðra manna og kúgaðra, þótt leiðin lægi að sjálfum Hausaskeljastað. Mar tein Lúter skorti ekki kjark, ea hann líktist hvorki Jesú né Múhanv með. Uppþot og götuóeirðir voru. honum ekki að skapi, þótt sjálfur hefði hann margfaldlega brotið lög sinnar tíðar. Svar hans var á þá leið, að guð sendi ekki postula út í hehn- inn, án þess að gæða þá mætti til kraftaverka eða veita þeim löglegt umboð yfirvaldanna."^Vefararnir frá Zwlckau höfðu hvorugt þessara skil- ríkja, og þess vegna var það ekki guð, heldur njöfullinn, sem talaði I gegnum skírarana. Þar með hafði Marteinn I úter stigið fyrsta skrefið frá því frelsi, sem hann hafði boðað. og til þeirrar mótmælendakirkju, þar sem bókstafstrú og yfirdrottnun þjóð höfðíngjanna koœ í stað valds páf- ans. Sú ganga var fullkomnuð árið 1555, þegar sérhverjum þegni var boðið að aðhyllast trú sins herra. Rökin fyrir því, að kirkjan átti að gefa sig bióðhöfðingjunum á vald. voru einföld: „Þjáning. þjáning, kross, kross, kross og ekkert annað er hlutskipti kristins manns“, sagði Lúter. Sannkristinn maður átti að láta „flá sig og svívirða" og þola alll í trausti þess, að guð hjálpaðl honum að lokum. Góðan þjóðhöfð- ingja átti að álíta sem náð frá guði, en vondan sem maklega syndarefs- ingu, senda af himnum ofan. Um Þetta var algengasta vopnlð þýzku bændanna i uppreisn þcirra gegn aöl- inum. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.