Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Qupperneq 14
Auðbjórg Jónsdóttir, vinnukona, 49 ára. Árið 1887 varð sú breyting á fólks- haldi. að Snjólfur fluttist burt, en Auðbjörg dó það ár. Þá um vorið kom Bjarni Þorsteinsson, seytján ára, og fyrsta barn þeirra Jóns og Helgu, Guðjón að rafni, fæddist. Dauða Auðbjargar bar með vo- veiflegúm hætti, og hefur Jón Sig- fússon sagt svo frá tildrögum þess atburðar í bréfi til mín: „Auðbjörg heitin villtist úr grasatínslu 5. ágúst 1887. og ieituðum við í viku og fund- um ekki. En 20. sama mánaðar fannst hún af pabha sálaða í húsi í Þormóðs- hvömmum, þá með lífsmarki. Pabbi reið strax í hasti út í Kambsel. Þar bjó þá Jón Ámason, hálfbróðip pabba, og var hún dáin, þegar þeir komu inn eftir.“ í embættisbókum Hofs- prestakalls segir og, að hún hafi dáið 20. ágúst, „varð úti á grasaheiði, fannst á Geithellnadal“. Um Auðbjörgu má annars segja það, að hún mun hafa verið á Geit- hellum nokkur ár, því að gamlir reikningar sýna, að hún var skrifuð þar 1880—1884. Hún fluttist frá Geithellum í Víðidal, en óljóst er, hvort hún var þar rúm tvö ár eða að- eins eitt ár og nokkra mánuði. Árið 1888 var þar sama fólk og ár- ið áður að öðru leyti en því, að þá ikemur þangað Sigríður Þorsteins- dóttir, systir Helgu og Bjarna. Hún var þar í tvö ár. Árið 1891 kom Krist- ín Jónsdóttir. síðar barnsmóðir Sig- fúsar, og var í tvö ár. Það ár var fólkið flest, ellefu manns: Sigfús og Ragnhildur, Jón og Helga, synir þeirra þrír, Guðjón, Þorsteinn og Sig- fús, þá á fyrsta ári, Bjarni, Kristín og Þórlaug, móðir Helgu og Bjarna, og dóttursonur hennar, Helgi Einars- son, höfundur þessarar frásagnar. Komu þau Þórlaug og Helgi í Viði- dal árið 1891 Enn var þar sama fólk árið 1892, nema hvað Þórlaug dó í ársbýrjun, og hélzt svo árið 1893. 1894 fór Kristín brott, en Sigríður Þorsteinsdóttir kom þangað aftur. Eftir það varð engin breyting, þar til þeir feðgar fluttust úr Víðidal að Bragðavöllum. * * Jón Sigfússon skrifaði dagbækur allan þann tíma, er hann var í Víði- dal, og væri hann ekki sjálfur heima, gerði Bjarni það. Þessar dagbækur hljóta því að vera traustar heimild- ir svo langt sem þær ná. Jón bjó sjálfur á Bragðavöllum, eftir að hann fluttist úr Víðidal. og lifði þar til hárrar elli. Hann var enn hress og lítið farinn að tapa minni, þegar ég fór þess á leit við hann, að hann miðl- aði mér fróðleik úr Víðidalsdagbók- um sínum. Það dróst að vísu fyrir honum lengur en skyldi, en eigi að síður lét hann af því verða haustið 1937. Er þess samt að vænta, að það, sem hann skrifaði mér, sé á góðum rökum reist, þar sem hann hafði dag- bækurnar að styðjast við, þótt sjálf- um væri honum þá farið mjög að hraka sökum elli og veikinda. f bréfi sínu sagði hann með'al ann- ars svo frá: ,.Vetur komu oft góðir í Víðidal og íollumúla á þessum fjórtán ár- um, er vify vorum þar. Fyrsti vetur- inn var mjög góður og vorið gott, haustið 1885 snjóalítið fram til 1. nóvember. Þá gerði hagleysu yfir allan Víðidal, en hlánaði aftur. En þennan mánuð var Múlinn alltaf auður inn í Innri-Tröllakróka. Desem- ber allur góður, eu breytti með ára- mótunum. 1886: Janúar harður og veðrasam- ur, en góðir hagar uppi í Víðidal, þurrsnjóar. í þessum mánuði, 7. jan- úar, kom voðamikill norðanbylur, sem gerði víða fjárskaða mikla. Menn urðu víða úti, og jarðir skemmdust af grjótfoki. Þá áttum við rúma þrjátíu sauði suður i Leiðartungum og sjö lömb, sem ekki voru búin að læra át- ið, og sá ekkert á neinni kind. í þessum rnánuði var oft mikið frost. fimmtán stig hæst. Febrúar var blota- samur og gerði haglaust yfir allan Víðidal. Á þorraþrælinn rákum við allt féð suður í Leiðartungur. Marz var allur góður, Múlinn sumarauður alltaf, og apríl engu síðri. Vorið var gott og greri snemma. Geldfé rúið og rekið suður í Múla 18. maí. Veturinn 1887 heldur góður haga- vetur, en oft blotar og rigningar og vondur hér uppi í Víðidal, oft hag- leysur, en voraði heldur vel. Þetta vor sótti ég Bjarna suður að Smyrla- björgum f Suðursveit. Fórum að heiman úr Víðidal snemma um morguninn 22. apríl í góðu veðri með þrjá hesta og fengum ófærð mikla fram af Kollumúl- anum og niður í Sporðinn. Þá gekk hugmynd um það, hve langt var tll byggða úr Víðidal og torfærur þær, sem voru á þeirrt 854 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.