Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 5
Friðrik hinn vitri, kjörfursti í Saxlandi, verndari Marteins Lúters. á skömmum tiffia var kenningu Jesó breytt í kenninguna um Jesúm“.Hann sagði enn fremur: „Það fór eins um kenningu Jesú og hann sjálfan: Hún var krossfest". Troels-Lund festi augun fyrst og fremst á kærleiksboðskap Galileans. í guðspjöliunum bregður því fyrir, að Jesús er berum orðum nefndur sonur Jósefs, og Troels-Lund lítur svo á, að hlutverki hans hafi verið raskað á örlagaríkan hátt, er hann var gerð’ur að eingetnum syni guðs: ,,Nú kom ekki lengur til greina að feta í fótspor hans, heldur trúa á hann. Áður var það kærleikurinn, ■sem greiddi ferðina til himna — nú varð það trúin“. Þegar hin kristna trú náði fótfestu og fólk af öðru tagi en því, er setti svip sinn á hma fyrstu söfnuði, tók að halla sér að henni, var farið að sverfa broddana af hörðustu fordæm- ingarorðunum um bölvun ríkidæmis- ins. í guðspjalli því, sem kennt er við Matteus, kveður við annan tón en í hinum, sem eignuð eru Lúkasi og Markús. ,.Sælir eruð þér, fátækir, því að yðár er guðsríki", segir hjá hinum siðarnefndu. „Sælir eruð þér, sem nú líðið hungur, því að þér munuð saddir verða“. í Matteusar- guðspjalli hefur þetta tekið' ofurlitl- um breytingum, sem þó leyna tals- vert á sér: „Sælir eru fátækir í anda. því að þeirra er himnaríki . . . Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða“. Upphaflega hafði trúin líka verið frjáls, en brátt var tekið að skipu- leggja hina nýju hreyfingu. Þannig urðu trúarsetningamar til. Og þeim sem ekki fylgdu þeim, var vísað á bug, líkt og óróamönnum í stjórn- málaflokkum nú á dögum. Hin kristna trú hafði fengið frá Gyðingum margar hugmyndir og heimanfylgjur, er voru aftur lánsfé frá öðrum Austur landaþjóðum og áttu rætur aftur í grárri forneskju. Og á langri leið um londm bættust að auki við nýjar hugmyndir frá öðrum trúar- ibrögðum. Þrenningin og meyjarfæð- ingin á sér hliðstæðu meðal Egypta, og þeir trúðu einnlg á ódauðleikann. Mitratrúin, sem runnin var frá Pers- um, lét illt og gott, ljós og myrkur, Ormuzd og Ahriman, vegast á. Tíma- setning jólanna er frá þeirri trú komin. 25. desember var mikill hátíð- isdagur Mitramanna, því þann dag töldu þeir fæðingardag sálarinnar. Kaldear áttu sér sögu um sköpun heimsins á sjö dögum, illir andar gengu Ijósum logum í Assýríu og Babýlon, gyð.ian og móð'irin ísis, sem komin var til Grikklands og Rómar frá Egyptalandi og þjónað þar af krúnurökuðum munkum, hefur vafa- laust orðið meðal fyrirmynda að Mar- lu mey. Mörg trúarbrögð veittu mönn- um syndalausn með vígslum og sakra- mentum. Ótal hugmyndir af marg- víslegum uppruna mótuðu að lokum það, sem nefnt var kristin trú. Þörf kirkjunnar sjálfrar á að hefja þá menn, sem börðust fyrir framgangi hennar, íæddi af sér dýrlingana, þegar fram liðu stundir, og hið mikla samsafn guöa og helgra dóma í Mið- Marteinn Lúter sem Jörgen júnkari. Svo nefndist hann á meSan hann var í Wartburg i skjóli kjörfurstans. jarðarhaíslöndum greiddi þeim veg að hjörtum fólksins. III. Þótt kirkjan yrði voldug, varpaði hún ekki hugmyndum hinna austur- lenzku öreiga að öllu leyti fyrir borð. Kaþólska kirkjan stofnaði klaustur, þar sem menn lifðu eignalausir. fjarri glepjandi glaumi heimsins, og iðkuðu heiiög fræði og margs konar menntir. Það var lika hennar kenning, að góð verk greiddu mönnum veginn til sæl- unnar, og þess voru snauðir menn og sjúkir látnir njóta. — Ölmusugjafir voru mikds metnar, þar sem áhrifa hennar gætti, og líknsemi höfð í hávegum. Sjálf veitti hún örbjarga fólki skjól undir verndarvæng sin- um, enda gerðist hún hin mikla móð- ir þjóðanna. En öðrum þræði hafnaði hún trúnni á bölvun ríkidæmisins. Hún og stofn- anir hennar iögðu mikla stund á að draga að sér fé. Hún sætti sig líka við þjóðfélagsskipulag, sem áreiðan- lega hefði kallað yfir sig mörg beisk- yrði austur í Galileu við upphaf tíma- tals okkar. Eitt af því, sem aflaðj kirkjunni tekna, var saia aflátsbréfa. Það var þessi f járaflaieið, sem að síðustu varð kaþólsku kirkjunni nokkuð' dýr. Þeg- ar Leó X. tóh við páfadómi, hugðist hann hrinda áleiðis byggingu Péturs- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 845

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.