Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Síða 22
FRIÐARRÍKI — DRAUMUR ÚM Framhald af 848. siðu. neskju, er hún hafð'i náð undútök- unum. Hún þekkti enga miskunn. Refsingar hennar vcru ofboðslegar, og hinnar sigruðu bændastéttar biðu nú hálfu þyngri kjör en áður. Heil þorp voru aleydd, fólk pyndað. — VII. Þótt uppreisnin væri brotin á bak aftur og hið' himneska ríki Tómasar Munzers lagt í rústir, fór því fjarri, að áhrif skírara hefðu verið upp- rætt. Alþýða manna hafði snúið baki við Marteini Lúter eftir framkomu hans í bændauppreisninni, og í ótal bæjum var öreigakenning frumkristn innar boðuð bæði levnt og ljóst. Fjall ræða var ’pessi' fóiki fullkomin alvara, og það var reiðubúið að lifa sam- kvæmt henni. Sameiginleg atlaga fylgismanna Lúters og páfans gegn þessum trú- flokkum hófst f527. En það tók lang an tíma að kveða þá í kútinn. Mið- stöð þessarar trúarhreyfingar var nú í Hollandi. og þaðan komu margir spámenn, sem ekki létu við það eitt sitja að kenna, heldur hikuðu ekki við að taka sér sverð í hönd. í Norð- ur-Þýzkalandi, er sloppið hafði við ógnir bændauppreisnarinnar, gerðist Melkjör r.okKur Hoffmann foringi þessara manna, en hlaut brátt að flýja land til Danmerkur. En landi hans einn, klæðskeri frá Leyden, Jan Bokkelsson a^ nafni brást öllu harð- fengilegar við Jan Bokkelsson var ungur og fríð- ur og hafði mikla kvenhylli. Hagur hans hafði ekki blómgazt að sama skapi við kiæðskeraiðnina. og þegar hann var gjaldþrota orðinn, gekk hann í skirarasöfnuð og hélt til Miinster í Vestfalen. Ekki hafði hann lengi verið þar, er hann gerðist spá- mað'ur, og er skemmst af því að segja, að fólk sr.erisi unnvörpum til fylgis við hann. í meira en sex hundruð ár hafði verið biskupssetur þar í Klaustri en aldrei hafði bærinn haft af því- líkri trúarvakningu að segja. Það fer ekki hjá því, að Jan Bokkelsson hefur verið gæddur eiginleikum, sem hafa verið mjög fátíðir meðal Vesturlanda búa, er fengið hafa svo til alla guði sína og spámenn að láni frá Austur- löndum svo lengi sem sögur herma. Jan Bokkelsson beitti í flestum sömu aðferðum og h'nir miklu trúar- bragðahöfundar Austurlanda. Honum tókst að verða höfuðsmaður í kastala bæjarins, og innan skamms gerði hann heyrinkennugt, að hann hefði fengið vitrun, og samkvæmt henni kollvarpaði hann stjórn bæjarins og setti þar á fót fyrirkemulag, er hann nefndi stjórn guðs. Li|:lu síðar fékk einn vina hans nýja vitrun, og nú hafði guð tjáð borgarlýð'num að nýr Davíð konungur væri risinn upp, þar sem Jan Bokkelsson var, og skyldi allt vald fengið honum í hendur. í hinu nýja ríki var tekið upp fjöl- kvæni að sið hinna gömlu ættfeðra í biblíunni, enda átti það vel vi.ð Jan sjálfan. Hitt mun þó hafa verið þyngra á metunum, að í borginni voru fimm sinnum fleiri konur en karlar. Það var etn afleiðir.g langvarandi styrjalda og skefjalausra manndrápa. Aftur á móti var ströng refsing lögð við kynmökum utan hjónabands og skækjulifnaður stranglega bannaður. Allar eignir skyldu þegnar hins nýja ríkis eiga í sameiningu, og laun voru greidd eftir afköstum og tilverknaði. Hver hélt sínu heimili. en matazt var í stórum mötuneytum. þar sem hinn ungi konungur sat í hásæti Davíðs og konur hans gengu um beina. Jan Bokkelsson drottnaði eins og austurlenzkur jöfur, klæddist viðhafn armiklum skrúða og bar kórónu og veldissprota. Tuttugu og sjö postula, sem skildu eftir hunarað tuttugu og fjórar konur, sendi hann til trúboðs víðs vegar um landið. Þegar óvinir settust um borgina, stýrði hann sjálf ur vörninni af miklu þreki, en kjarki borgarbúa hélt hann uppi með söng, dansi og leiksýningum. Ef bryddi á andspyrnu, bældi hann hana annað tveggja niður með nýrri vitrun eða sverði sínu. Þegar ein af konum hans bað hann leyfis að mega fara úr borg inni, hjó hann sjálfur höfuðið' af henni á miðju bæjartorginu, en aðrar konur hans dönsuðu og sungu sálm: Alleina guð í himni hám. Loks tókst umsátursliðinu að kom ast inn í borgina með svikum. Það gerð'ist 25. júnímánaðar 1535. Hefndin var ekki spöruð. Þegar Jan Bokkels- son hafði verið pyr.daður hálft ár í fangelsi, var hann leiddur út á borg artorgið, ásamt tveimur hinna helztu stuðningsmanna sinna, þar sem þeir voru allir líflátnir með rýtingsstungu eftir hræðilegar misþyrmingar í við urvist staðarbiskupsins og mikils mannfjölda. Síðan voru líkin látin í þrjú járnbúi, er hengd voru upp í kirkjuturn, þeim til viðvörunar og áminningar, er eftir lifðu. (Helztu heimildir: Menningarsaga eftir Hartvig Frisch; Veraldar- saga eftir Karl Grimberg; Dag- legt líf á Norðurlöndum á sext- ándu öld, eftir Troels-Lund). r* ■ ■■ " I Lausn 77. krossgátu ÚR VÍÐIDAL — Framhald af 857. síðu. hafi verið fluttur að neinu ráði inn í Víðidal. Bæði var vandfengið hest- færi þangað að vetrinum eða svo snemma vors, og auk þess voru úti- gangshestar ekki líklegir til þess að bera þungar klyfjar langa leið. Og svo hefði orðið að' sleppa þeim á úti- ganginn að brúkuninni lokinni. Mig rekur ekki heldur minni til, að fisk- ur væri oft á borðum þau ár, sem ég man eftir. Hinu man ég eftir, að söl voru fengin sunnan úr Nesjum. Þótti eldra fóikinu þau mesti sæld- armatur, en ég svalt heldur en éta þau. Maginn kúgaðist á móti þeim. Þau voru mér því mesti vandræða- matur, því að' ég mátti ekki láta hitt fólkið sjá, að ég æti ekki slíkan mat. Að endingu sá ég þó fram úr þeim vanda. Undir neðstu tröppunni í bað- stofustiganum var hola með hellu yfir, sjálfsagt ætluð til afi taka á móti lekavatni, þegar rigningar gengu. Ofan í þessa holu laumaði ég sölvunum og lagði svo helluna yfir. Ég veit ekki, hvort fullorðna fólkið komst nokkum tíma að þessu. Aldrei var ég jagaður vegna sölvanna, en mataruppbót fékk ég ekki heldur þeirra vegna. Svo sem að líkum lætur var matur- inn allur reyktur, súr eða saltaður. Allt var notað úr kindinni, sem mat- arkyns var, þar með talið blágirni og lungu. Svið'in voru geymd í mjólk- ursýru, og þau svið, sem þannig voru geymd, voru alveg sérstaklega bragðgóð. Fleira var geymt í henni. svo sem bringukollar, magálar og smjörskökrr. Sem dæmi um bragð- gæði sviða úr mjólkursýru, skal ég nefna, að það var alveg föst venja að skammta súr sauðarsvið á aðfanga dag jóla. Þetta var eins föst venja og að skammta hangið kjöt á jóla- daginn. 862 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.