Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 8
sjálfan sig sagð'i hann: „Ég hef að- eins boðað guðsorð, skrifað og pre- dikað — og ekkert aðhafzt umfram það. En meðan ég draklc Wittenbergs öl með' Filippusi og Amsdorf, urðu áhrif þessa orðs svo mikil, að þau veiktu páfadæmið meira en nokkr- um þjóðhcfðingja eða konungj hef- ur áður tekizt“. En í augum hins mikla framherja fornmenntastefnunn ar, Erasmusar frá Rotterdam, var allt tvísýnna um afleiðingamar: ,,Ég hef legið á dúfueggi," sagði hann, „en Lúler hefur ungað út högg ormi“. VI. Vandinn, sem vefararnir frá Zwick- au færðu Marteini Lúter að höndum, var þó lítilvægur hjá því, sem á eftir fylgdi. Árið 1525 hófst bændaupp- reisnin þýzira við Bódenvatn, og svo eldfimt var andrúmsloftið, að innan fárra mánaða logaði uppreisnarbálið sunnan frf Ölpum og norður í Harz. Næsta ár báru bændumir fram kröf- ur í tólf greinum, þar sem þeir kröfð- ust afnáms ánauðar,hóflegra jarðar- gjalda og réttar til þess að velja sér sjálfir presta, sem prédikuðu ómengað guðsorð. Kröfur sínar studdu þeirskír skotun til ritrdngarinnar, og líkt og vefararnir frá Zwickau væntu þeir stuðnings Marteins Lúters. Fyrst í stað hvatti hann líka þjóðhöfðingj- ana til þess að koma til móts við kröfur bændanna. En þegar fram í sótti, snerist honum hugur, og áð'ur en lauk skrifaði hann rit gegn ,,hin- um rángjörnu og morðfúsu bænd- um“, þar sem hann talaði þessum orðum til jandsfeðranna: „Þess vegna, kæru herrar, skuluð þið frelsa, bjarga og miskunna yður yfir þetta vesalings fólk. Stingið, höggvið, sláið, drepið, hver sem bet- ur getur. Vel sé þér, ef þú verður drepinn þess vegna. Sælli dauða get- ur þú ekki hreppt, því að þú deyrð í hlýðni við guðs orð' og fyrirmæli (Rómverjabréfið 13.1) og í þjónustu kærleikans við að bjarga náunga þín um úr hlekkjum helvítis og djöfuls- ins“. Hann taidi tíma til þess kominn að drepa bændur „sem óða hunda", og sagði furstunum, að þeir gætu betur þjónað guði með því að úthellá blóði en biðjast fyrir. Bændauppreisnin var enginn bama leikur. fnnibyrgt hatur alþýðunnar á forréttindastéttunum sprengdi af sér allar hömlur. Fólkið réðst inn í virkj og klaustur, vopnað ljáum og sigðum og bareflum og hverju því, sem hendi var næst. Kirkjur og hall- ir vom rændar og aðalsfólkið og þjónustulið þess var brytjað niður. „Þú reiðst yfir akurinn minn“, hróp aði einn. „Þú slóst mig í höfuðið með sverðinu þínu, og nú skaltu deyja“, hrópaði annar um leið og ÆvintýramaSurinn Götz von Berlichingen. hann rak spjót í gegnum gósseigand- ann. Hér og þar slógust aðalsmenn í hóp bænda — sumir áttu einhvers í að hefna eða þorðu ekki annað en snúast á sveil með bændum. aðrir vora samvizkulausir ævintýramenn, nokkrir gengu uppreisnarmönnum á hönd af sanníæringu og trú á rétt- mæti byltingarinnar. Einn þessara aðalsmanna hét Götz von Berliching- en og hafði lengi verið herforingi í hinum endalausu skærum, sem þýzk- ir þjóð'höfðingjar og ríkisriddarar höfðu háð á liðnum árum. Hann hafði misst hægri hönd í orrustu og látið, festa á sig járnhönd í staðinn. Goethe hefur víðfrægt þennan mann sem frelsishetju í einu leikrita sinna, en í rauninni var hann ekki annað en glæframenm, er gekk í lið með bænd um af ótta við hefnd þeirra, ef hann veitti þeim ekki, enda sveik hann þá áður en lauk. Sá, sem gerðist íoringi bænda á þessum válegu tímum, var þó Tómas Miinzer. Hann hafði þegar hér var komið sögu setzt að í Muhlhausen í Þýringalandi. stofnað þar „himn- eskt riki“, trúarríki á sameiningar- gmndvelli. Kjörinn af guði og leidd- ur af hinu innra ljósi fylkti hann nú bændum til hinnar siðustu orrustu. En þeirri orrustu lauk á annan veg en Munzer vænti. Þegar uppreisnaraldan nálgaðist Norður-Þýzkaland, þar sem hin stærri og öflugri furstadæmi voru, samein- uðust þjóðhöfðingjar, aðalsmenn og hinir ríkari borgarar til gagnsóknar á hendur bændum. .Skyndilega ruku allar trúmáladeilur yfirstéttarinnar út í veður og vind og jafnt fylgismenn Lúthers sem páfans einbeittu sér að því_ að vinna bug á uppreisninni. Úrslitaorrustan var háð við Frank- enhausen við suðurlandamæri Sax- lands, og þar laut her bænda í lægra haldi. Uppreisnarmenn voru murkað- ir niður af engu minni grimmd en þeir höfðu áður beitt, og Tómas Miinzer var tekinn höndum, pyndaður og drepinn. Einmitt um þetta leyti kom herhvöt Lúters gegn bændum fyrir almenningssjónir, og þurfti þó sízt að eggja yfirstéttina til harð- Framhald á 862. slðu. 848 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.