Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Page 6
Krossinn á NjarSvíkurskriSum. (Ljósmynd: Þorstelnn Jósepsson).
pr.jög alvarlegt mál. Síðan nefndi
hann tvo pilta, sem höfðu átt leið um
skólann á þessum tíma, og sagði,
að ef þeir hefðu verið á ferðinni á
sprengingartímanum, væru þeir dauð-
ir. Og ef púrlnerinn hefði verið á
ferðinni, væri hann dauður líka; sem
sagt: þrír menn dauðir. Og ef tveir
menn, sem áttu leið um portið hefðu
verið staddir á ákveðnum stað á á-
kveðnum tíma, hefðu þeir farið líka
— sem sagt :fimm menn dauðir. Og ef
Pálmi Pálsson, sem þá bjó við skól-
ann, hefði gengið fyrir gluggann, væri
hann dauður líka. Sem sagt: Pálmi
Pálsson dauður líka. Þetta væri því
mjög alvarlegt mál. Síðan sagði rekt-
or, að kennarafundur hefði verið
haldinn um málið, og þar sem betra
væri enginn skóli en vondur skóli,
hefði verið ákveðið, að ekkert yrði
kennt næstu þrjá dagana, en síðan
hófst kennsla aftur. En um vorið
sagði rektor af sér embætti.
— Og til þess hafði leikurinn
kannski í og með verið gerður?
— Já, það má segja það. Ólsen
naut ekki aímennra vinsælda meðal
pilta sem rektor. Hann var ekki lag-
inn stjórnari, en hins vegar afburða
kennari. Hann gat kennt hvað sem
var, nema stærðfræði og kristin
fræði. Og kennsla hans var svo minn-
isstæð, að menn gleymdu því aldrei,
sem hann kenndi. En sem rektor var
hann um of smásmugulegur og vildi
halda ströngum aga og reglu, en réð
ekki við það.
— Og hver tók þá við skólastjórn?
— Það var Steingrímur Thor-
steinsson. Hann var þá orðinn nokk-
uð hniginn að aldri, en hann var
vinsæll af piltum og ekki smámuna-
samur eins og Ólsen hafði verið.
— Síðan lærðir þú til prests og
fluttir atistur á land. Þótti þér ekki
viðbrigði að koma austur, Sunrilend-
ingnum?
— Jú, það þótti mér, en ég kunni
fljótt ágætlega við mig þar, og þar
reyndist prýðisfólk, pargt af því vel
gefið og mjög bókhneigt.
— Hvernig stóð á því, að þú gerð-
ist prestur á Austfjörðum?
— Það skal ég segja þér. Ég var
fyrst ráðinn aðstoðarprestur til séra
Jónasar Hallgrimssonar á Kolfreyju-
stað. Hann hafði áður haft aðstoðar-
prest, séra Harald Jónasson, en hann
hafði þá sótt um Sandfell í Öræfum,
og af því að hann var eini umsækj-
andinn, var talið víst að hann fengi
brauðið. Séra Jónas gerði hann þá út
til að útvega prest í sinn stað, og
hann fékk augastað á mér. Mér leizt
þetta álitlegt, og við gerðum samn-
ing um þetta á biskupsskrifstofunni
og voru lögð viðurlög við ef annar
hvor riftaði samningnum. Svo liðu
tímar fram, og ég var farinn að búa
mig undir að fara austur. Þá var ég
kvaddur í síma, talsverðan veg, en
ég var þá fyrir austan fjall. Þetta var
Þórhallur biskup og hann sagði mér,
að Öræfingar hefðu hafnað séra Har-
aldi. Þeir höfðu bundið sig við ann-
an prest, séra Gísla Kjartansson, sem
seinna varð prestur þeirra, og vildu
ekki festa neinn annan, fyrr en út-
séð væri um, að hann fengist ekki.
Og nú sagði biskup mér, að illa stæði
á. Fólk séra Haralds ætti erfitt með
að hugsa sér, að hann færi frá Kol-
freyjustað, og hvort ég vildi ekki
gefa stöðuna eftir. Ég var ekki allt
of ánægður með þetta og sendi séra
Jónasi skeyti og spurði hann, hvort
ég ætti að koma eða ekki, en fékk
ekkert svar. Þá gaf ég þetta eftir
og sagði biskupi það, en hann bauðst
til að veita mér Desjarmýri í stað-
inn; þar vantaði prest, og hann kvaðst
tilbúinn að setja mig í það embætti,
og síðan gæti ég sótt um það, ef mér
litist svo. Ég geng að þessu og tek
vígslu í september 1912.
Síðan fer ég austur öllum ókunn-
ugur, en Borgfirðingar tóku ágæta
vel á móti mér og reyndust miklir
prýðismenn. Auk þess var þarna
mikil náttúrufegurð, svo að ég kunni
ljómandi vel við mig þar. Sóknár-
börnin skoruðu fljótlega á mig að
sækja um brauðið, *og síðar um vet-
urinn var svo haldinn kjörfundur.
Og þá komu þeir langa vegu, allt
sunnan úr víkum í kafaófærð bara
til þess að kjósa mig, sem var einn í
kjöri. Þetta var mikið ágætisfólk fyr-
ir austan.
—Settistu strax að á Desjarmýri?
— Ég leigði fyrst á Bakkagerði
hjá Þorsteini M. Jónssyni, sem þá var
skólastjóri barna- og unglingaskól-
ans þar, og kenndi ég jafnframt í
unglingaskólanum. Til Desjarmýrar
flutti ég vorið 1914. Faðir minn hafði
dáið árinu áður, og þetta vor fór ég
suður og sótti móður mina og systur,
fósturson móður minnar og vinnu-
konu henni áhangandi, og flutti þau
með mér austur.
Það var heldur köld aðkoma að
Desjarmýri, túnið kargaþýft, enginn
girðingarspotti og nokkuð langt í
vatnsból. Ég man, að frú Ingunn Lofts
dóttir, ekkja séra Einars Þórðarson-
ar, sem var annar prestur á undan
mér, kom þangað með legstein til að
setja á leiði hans, en á undan voru
sendir tveir valdir menn til að at-
942
IllHINN - SUNNUDAGSBLAO