Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Page 7
huga, hvar hægt væri að komast með
hestkerru yfir túnið heim að kirkju-
garðinum. Það var ekki hægt hvar
sem var.
— Hafði ekki verið búið á jörð-
unni?
— Jú, en þar hafði verið prest-
laust öðru hverju. Á undan mér í
embættinu voru þrír Einarar. Það var
fyrst Einar Vigfússon, sem var á
Desjarmýri um aldamótin. Hann fór
til Ameríku 1902, mest vegna þess,
að því er talið var, að á'kveðið var
þá að flytja kirkjuna niður á Bakka-
gerði. Prestur var því mjög mótfall-
inn, að kirkjan væri flutt, en varð
að láta undan, og honum var meira
að segja gert að fylgjast með og hafa
yfirumsjón með kirkjusmíðinni niðri
í þorpinu. En sama vorið og kirkjan
þar var tilbúin, flutti hann til Vest-
urheims. Þá var prestlaust í nokkur
ár, en síðan kemur Einar Þórðarson
frá Hofteigi í Jökuldal. Hann hafði
rekið mikinn fjárbúskap í Hofteigi,
en hann var heilsulaus orðinn, og
læknar ráðlögðu honum að vera held-
ur við.sjó. Hann flytur þá til Borgar-
fjarðar og kaupir þar Bakka, ein-
hverja stærstu jörðina í sveitinni,
og býr þar. Séra Einar Þórðarson
deyr 1909, og þá tekur séra Einar
Jónsson prófastur á Kirkjubæ við
brauðinu og hefur það til 1912, að
hann fær Hof í Vopnafirði. Hann sat
aðeins tvö ár á Desjarmýri og flutti
þaðan sama vorið og ég kom austur,
og hafði þá látið byggja þar baðstofu,
búr og eldliús, sem hvort tveggja
var þiljað innan í hólf og gólf.
Annars voru húsakynni á Desjar-
mýri ekki mikil þegar ég kom þang-
að. Baðstofan var að vísu vel byggð,
en hún reyndist þó ónóg, þegar
fram í sótti og fjölskyldan stækkaði.
Fljótlega eftir að ég fór að búa þar,
sá ég, að ekki var komizt hjá að bæta
húsin eitthvað, og þá var byggt nýtt
framhús og l'ögð vatnsleiðsla, en
löngu seinna, 1947—48, var svo byggt
algerlega upp á jörðinni, reist þar
vandað steinhús, sem nú er búið í,
en synir mínir búa nú á Desjarmýri,
en dóttirin er gift hér syðra..
Veturinn áður en ég flutti til Desj-
armýrar, 1913—14, er mesti snjóavet-
ur, sem komið hefur á Austurlandi
á þessari öld. Snjó kyngdi nokkurn
veginn stöðugt niður frá þorrakomu
fram yfir páska. Víða i Borgarfirði
fóru bæir alveg í kaf, svo að ganga
þurfti eftir mörgum tröppum niður
í þá. Ég man, að ég heyrði líka sagt,
að þennan vetur hafi verið gengið á
skíðum yfir Hjaltastaðarkirkju í
Hjaltastaðarþinghá, hafði lagt á
stykki snjóhaft yfir hana. Og á Bakka
gerði kom það fyrir, að einsetukona,
sem þar bjó, var lokuð inni í bæ sín-
um í fönn á annan sólarhring.
Á annan í páskum þetta vor, fór
ég til Njarðvíkur til að embætta.
Veðrið var frekar. gott, uppstytta,
en venjulega leiðin yfir Njarðvíkur-
skriður var talin ófær, svo að ég fór
yfir fjall, sem annars var sjaldan
farið og vond leið. í þessari ferð
hafði ég með mér ágætan fylgdar-
mann, Helga Björnsson, fæddan og
uppalinn í Njarðvík. Þegar við vor-
um komnir nokkuð út fyrir Bakka-
gerðisþorp er komið sólskin, og þá
sé ég glampa á margar snjóvörður.
þar sem bæirnir í Geitavik áttu að
vera, en þar var slétt hjarnið yfir
öllu. Ég spyr fylgdarmanninn, hvaða
vörður þetta séu, og hann svaraði,
að þær væru til að marka, hvar
gengið væri niður í fjárhúsin á tún-
inu og niður i sjálf bæjarhúsin.
Þennan sama dag og ég fór til Njai;ð-
víkur, fóru átta Borgfirðingar til
Húsavíkur til að leita fyrir Húsvík-
inga að heyjum, sem þeir áttu inni
í Vík, en höfðu týnzt í fannfergið.
Þeir vissu þó mið á þeim og höfðu
með sér langar stengur, sem þeir
stungu niður í snjóinn, þar til þeir
fundu heyin. Og í Njarðvík var bær-
inn svo niðurgrafinn, að þegar ég
kom þar um hádegið, varð að hafa
ljós í baðstofunni.
Upp úr páskum fór síðin batnandi.
og þá hætti að kyngja niður, en snjór-
inn lá yfir öllu langt fram á sumar.
Ég fór þetta vor suður að sækja fólk
mitt eins og ég sagði áðan. í Árnes-
sýslu var þá auð jörð, en þó var vorið
hart um allt Suðurland og heyleysi
mikið. Ég átti tvær kýr, sem ég hafði
leigt fyrir sunnan og ætlaði að flytja
með mér austur, en mér tókst hverg.
að fá íyrir þær hey, svo ég varö
að selja þær. Það var hvergi hey að
fá. Þórhallur biskup, sem alltaf var
einstaklega góður og umhyggjusam-
ur prestum sínum, gekk í lið með
mér og reyndi að útvega mér hey,
bæði uppi i Borgarfirði og víðar,
en allt kom fyrir ekki. í sumum sveit-
um höfðu verið sett ákvæði, sem
bönnuðu að selja hey út úr hreppnum
þetta vor.
Ég átti líka tvo hesta og ekki gekk
betur að fá hey fyrir þá. Það tókst
þó á endanum, því að kaupkona, sem
ég þekkti, fór í hlöðuna hjá sér og
sópaði þar upp af gólfinu í tvo poka
og lét mig fá. Þetta uppsóp var eina
heyiö, sem fáanlegt var.
— Og þú hefur farið austur við
svo búið?
— Ég var kominn með fólk mitt
til Reykjavíkur og fór að svipast um
eftir fari. í Reykjavík lágu þá mörg
skip, sem áttu að fara til Austfjarða,
en ekkert þeirra' átti þó að koma til
Njarðvík í Borgarfjarðarhreppi. Ljósmyr.d: Þorsteinn Jósepsson).
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
943