Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Qupperneq 11
Sé3 yfir Lifla-Hamar og nágrenni bæjarins. Þar er fagurt um a3 litast á sumardegi, þegar allt er í skrúSa.
uðu það. Hann var enginn auðmaður
og fékk engan styrk til starfs síns
á fyrstu og erfiðustu árunum. Þess
vegna var hann af ýmsum talinn
meira en lítið „undarlegur“ þessi
tannlæknir, sem safnaði „gömlu
rusli''. Fyrsti hluturinn, sem Sand-
vig aflaði sér, var útskorin trékrús,
sem hann fékk hjá gamalli konu fyr-
ir það að gera við tennur hennar. Og
þegar hann hafði keypt sex hús og
fyllt þau af margs konar minjurn,
kom hann ekki nreiru fyrir á lóð'inni
' kringum húsið sitt. Þá voru líka
bæjaryfirvöldin farin að veita starfi
hans verðskuldaða athygli og keyptu
nú allt af honum og komu því fyrir
á hinum fagra stað, Maíhaugi.
Fimmtíu árum eftir að Anders
Sandvig hóf söfnunarstarf sitt, eða
þegar hann var sjötíu og fimm ára
gamall, var mikil hát'íð á Maíhaugi
Trékrúsin gamla var þá orðin að
meira en hundrað húsum og mörg
þúsund munum. Margir forvígismenn.
innlendir og útlendir, voru þar
viðstaddir, til þess að hylla hann
fyrir frábært starf. Stórþingið og
ríkisstjórn Noregs sendu sína mikil-
hæfustu menn, til þess að flytja hon-
um þakkir sínar og þjóðarinnar í
heild. Hátíðin stóð i þrjá sólarhringa
og allir, sem vettlingi gátu valdið í
Guðbrandsdal, sóttu hana einhvern
þessara daga eða alla.
Það er sagt, að merkur maður hafi
kveðið svo að orði á þessari hátíð
um Maíhaug og minjasafnið þar:
„Hann er ekki aðeins minnismerki
yfir þá látnu, heldur musteri handa
þeim, sem lifa“. Þykir það sann-
mæli.
Það er vissulega mikils virði, að
hljóta slík eftirmæli og Anders Sand-
vig. En því miður veitast þau aðeins
fáum útvöldum. Allur fjöldinn megn-
ar aldrei að marka nein varanleg
spor meðal samtíðarinnar.
Þessi fáu brot úr sögu safnsins á
Maíhaugi og stofnanda þess fréttum
við hjá umsjónarmönnum á göngu
okkar um hið merka safn. Hver sá,
sem þarna kemur, getur ekki annað
en undrazt og jafnframt hrifizt af því
risastarfi, sem þar liggur að baki.
En fyrst og fremst dvelur þó hugur-
inn við allar hinar mörgu minjar frá
lífi liðinna kynslóða. Frammi fyrir
þeim mörgum stöndum við í orðvana
hrifningu.
Til þess að skoða til hlítar slík'
safn sem þetta þarf mjög langan
tíma, og tækifæri til þess höfðum
við ekki. En þær klukkustundir, sem
við gátum dvallið á þessum stað,
verða okkur vissulega ógleymanleg-
ar.
Við göngum hijóð og hugsi upp
að kirkjunni gömlu. Hún stendur
hæst, og þaðan er útsýnið bezt frá
Maihaugi yfir bæinn og umhverfið.
Og hér verður okkur fyrst ljóst, í
gullnu skini hnígandi sólar, hve
fegurð þessa staðar er undursamleg.
Útsýnið yfir bæinn til Mjösa, fjall-
anna í kring og inn Gausdalinn, er
næstum óviðjafnanlegt, enda víð-
frægt og ógleymanlegt þeim, er
njóta. Það er því fegurð og friðsæld
þessa staðar, ásamt byggðarsafninu
merka á Maíhaugi, sem gert hafa
Litlahamar að einum víðkunnasta
ferðamannabæ Noregs.
í næsta fölublaði mun hefjast þáttur af einum Sigiu-
fjarðarpresfa á nífjándu öld — séra Ásmundur Gunn-
laugssyni. Hann sat að sönnu ekki lengí á friðstóli á
Hvanneyri, en atferli hans allt var meö þeim hætfi,
a9 það urðu allviöburóarík ár. Munu SiglfiAgar
ekki hafa staðíð í meiri stórræðum, þar til síldarbær
reis upp í byggðarlagi þeirra.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
947