Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Side 14
ast viS, að þeir kembdu ekki hær- urnar. Ekkja séra Jóns, Ingibjörg Odds- dóttir, fl’uttist eftir dauða hans, að kirkjujörðinni Litladal, næsta bæ, og þar bjó hún lengi með börnum sín- um. — o — Allt er, þegar þrennt er. Gísli, næstelzti sonur séra Jóns og Ingibjargar. var fæddur á Auð- kúlu 7. júlí 1807. Hann var settur til mennta og útskrifaðist úr Bessa- staðaskóla vorið 1831. Hann var vígð- ur aðstoðarprestur til Eiðaþinga 1834, er fékk veitingu fyrir Kaldaðarnesi 11. september 1847 og bjó að Kálf- haga í Flóa, rétt hjá Kaldaðarnesi. á eystri bakka Öífusár. Nú er það sex árum síðar, 30. dag júlímánaðar 1853, að séra Gísli þarf að gera ferð til Reykjavíkur Hefur hann til fylgdar við sig tvo menn, Guðna Bjarnason, vinnumann í Kaldaðarnesi, son Bjarna hrepp- stjóra Símonarsonar í Laugardælum, þá 25 ára og hinn vaskasta mann, og fimmtán ára vinnupilt sinn, Jón Guð- mundsson frá Amarbæli. Þeir þremenningar höfðu sinn djöf- ul að draga, eins og þar stendur, sem var í þessu tilfelli kýr og naut, og hefur hvort tveggja sennilega átt að fara til afsláttar í Reykjavík. Þeir koma svo með þessa fylgifiska sína að Ölfusá við Kotferju og kalla ferju. Tvær voru ferjurnar falar, önnur stærri, hin minni. Þeir velja þá minni, töldu hana léttari að róa henni og hyggilegra að fara tvær ferðir yfir um og flýta sér hóflega. Kýrin er svo látin stíga fyrst á skipsfjöl og taumhald á henni hefur Jón ungl- ingur, en Guðni sezt undir árar. Prest- urinn tók hins vegar að sér að halda bola og bíða annarrar ferðar. Þegar ferjan er komin nokkuð frá landi, byrjar kýrin umbrot og ólæti sem óð væri, og linnir því ekki fyrr en ferj- unni hvolfir og allt steypist í straum- iðuna. Sagt er, að annar mannanna hafi fljótlega komizt á kjöl, en hinn flotið undan straumi. Báðir voru þeir ósyndir. Séra Gísli, sem gætti nautsins, sá allt til ferða manna sinna, og með því að hann var vel syndur, sleppti hann strax nautinu og stakk sér til sunds til þess að freista björgunar. En af einhverjum ástæðum dapraðist honum sundið fljótlega, og drukknaði hann þarna, ásamt báðum mönnunum. Um afdrif kýrinnar hef ég ekki fengið spurnir, en kýr eru vel fallnar til sunds, sem kvnnugt er, og hefði hún getað komið sér á land af sjálfs- dáðum. Séra Gísli í Kálfhaga var nítján ár prestur eins og Oddur, afi hans, og 46 ára, þegar hann drukknaði. Allt er þegar þrennt er, segir mál- tækið, — en þó virtist ekki enn full- gert við ættmenn séra Odds á Mikla- bæ. Séra Daníel fer í Djúpið. Elzti sonur séra Jóns á Auðkúlu hét Daníel. Hann var einnig fæddur á Auðkúlu, 25. nóvember 1805. Hann lærði í Bessastaðaskóla og út- skrifaðist þaðan 1829. Fyrstu árin á eftir var hann kennari og bóndi á víxl. Hann kenndi meðal annars sjö sonum séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, föður hinnar miklu og kunnu Reykjahlíðarættar, og um ára- bil kenndi hann hjá Bjarna assessor Thorarensen í Gufunesi, síðar amt- manni á Möðruvöllum. Daníel varð fyrst aðstoðarprestur á Húsavík 1836, en fékk Kvíabekk í Ólafsfirði 1839 og þjónaði þar til árs- ins 1859. Þá sótti hann um Ögurþing í Norður-ísafjarðarsýslu og fluttist þangað 1860. Hann bjó á Eiði í Hest- firði, en þjónaði á Ögri og Eyri í Seyð- isfirði. Hustið 1865 varð prestlaust á Eyri við Skutulsfjörð (nú ísafjörður), og var þá séra Daníel falið að þjóna þar fyrst um sinn, ásamt með sínu kalli. Snemma í desember sama ár þurfti hann þangað til tíðasöngs og annarra embættisverka. Heimleiðis hélt hann sjóveg hinn 14. sama mán- aðar við fjórða mann. Þá gerðist veð- ur úfið, og sjór brimaði snögglega. Komust þeir þó við ill'an leik fyrir Arnardal og inn fyrir Götu, en þar steytti báturinn á skeri eða staksteini, sem síðan heitir Prestaklöpp, og fórst með manni og mús. Lík séra Daníels fannst daginn eftir undir Súðavíkurhlíð, fyrir ofan flæð- armál. Þótti mönnum því einsýnt, að hann hefði komizt lifandi á land, því að hann var syndur eins og Gísli bróð- ir hans, en örmagnazt af vosbúð og göngu, því að langt er þarna til bæja og leiðir allar ógreiðfarnar. Lík fylgd- armanna hans fundust við skerið, þar sem bátnum barst á. Séra Daníel á Eiði var 60 ára, þegar hann drukknaði. — o — Hér hafa aðeins verið dregnar fram nokkrar staðreyndir deginum ljósari, og skal eklcert mat á þær lagt, utan hvað segir í fyrirsögn. Hins vegar verður hver og einn að halda það, sem honum þykir trúlegast. Óneitanlega er hér um merkilegar og næsta ó- venjulegar tilviljanir að ræða, ef til- vil'janir skyldi kalla. (Helztu heimildir: Kirkjubækur, Annálar 1400—1800, Guðfræðingatal H. Þ., Þjóðsögur J. Á., Jarða- og bú- endatal Skagafjarðarsýslu, Fortíð og fyrirburðir, Annáll 19. aldar eft- ir P. G., Árbækur F. f. og fleira). ÓLAFUR ÞORVALDSSON: Þegar stomnurinn hamast Við hlustum á stormsins sterka mál og stönzum við merkin hans, hvort heldur hann lífgar lltið bál eða lemur á verkum manns. Eins þá hann slltur af eikinni grein og allt, sem hann rífur laust. i morgun ég sá hans ummerkin ein, og enn var þá komið haust. Um göturnar hrökkluðust blöðin bleik og bárust í afdrep og skjól, þar lögðust þau fyrir, svo létt og svo veik unz leir eða snjórinn þau fól. Sumarsins prýði á prúðum meið pell, sem að greru úr jörð, eru nú troðin á alfaraleið af umferð um strœtin hörð. 950 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.