Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 15
I. íslenzkir annálar munu laungum teljast í meðal þeirra heimilda er hvaS mest eru um hönd hafðar þeg- ar menn skyggnast inní fortíð þjóð- arinnar, og stafar það þó síður en svo af því að þeir séu fullkomin söguheimild. Margt er bjagað, ó traust og hégiljukennt, sem annáiar hafa að geyma um menn og viðburði; en slíkt er þó lítt tii baga í saman- burði við hitt hve þeir hrökkva skammt sem heimildir um suma hluti. Þeir eru semsé vísir til að geta að eingu stjórnarfarslegra stórmæla í sögu þjóðarinnar en bollaleggja kannski því meir um vanskapnínga, kómetur og furðufiska það árið. Þeim er rúandi til að geta um dauða ein- stakra manna, og eins líklegt er að þeir hinir sömu kotni hvergi við sögur annars staðar, séu með öðrum orðum nafnið eitt. Þó má vist margur grúskari þakka fyrir þennan hjá- rænuskap annálanna, því fyrir hans t'ilstilli má þannig komast á spor sem gaman getur verið að rekja — en væti glatað með öllu ef sagnfræð- íngar með glöggt auga fyrir gángi þjóðarsögunnar hefðu um annálinn vélt Áhuginn fyrir halastjörnu.m og öðrum óvenjulegum fyrirbærum var í samræmi við aldarfarið og allan brag á þjóðlífinu, furðulegar loft- sjónir og vansköpuð kvikindi þóttu hræðilegir fyrirboðar; „lærðir menn segja að cometurnar boði st'óran háska og umbreytíngar, bæði i and- legri stétt og veraldlegri, sem væri bardagar, blóðsúthellingar, ávaxta- Ieysi jarðar, húngur og sjúkdómar meðal manna og margan meðfylgj- andi voða“ Einkum átti þetta við um 17. og 18. öld, en þær voru mest sköpunarskeið annálanna, fyrir utan hina fornu annála, sem skráðir voru á 13. og 14. öld. Hugur manna var skammsýnn orðinn af þrældómi, hall- ærum og helvítisboðskap, en all't um það var fróðleiksáhuginn jaínan fyr- ir hendi; og hann kemur fram í ýmis- legum myndum í annálunum. — Heimildirnar voru sundurleitar; sum- part eldri annálar eða annað skráð, en sumt heyrt og fregnað úr ýmsum áttum. Sumir höfundar fella saman marga annála í einn og koma sér þannig upp álitl'egum samsteypum fróðleiks. Ægir öllu saman: ættar- tölum, kóngafregnum og styrjalda, veðráttufari, blóðsjó, brennivíns dauða, kómetum, afbrotum, sóttum, eldplágum, draugum. Gjarnan var byrjað við sköpun heims eða híngað burð Krists; hefur síðari tíma mönn um þótt annálar lítt girnilegir til fróðleiks framundir það er hefst byggð á íslandi, og mun það nokkuð að vonum. En þrátt fynr vanefni um heim- ildir svo og hégiljur allar, verður annálahöfundum ekki borið á brýn að þeir fari vísvitandi með staðlausa stafi eða vinni af kæruleysi. Gloppur annála stafa fyrst og fremst af skorti á sögulegri yfirsýn, en hún átti lángt í land og hefur átt til skamms tíma. Sennilega hafa annálaskrifarar í hví- vetna talið sig fara með naktar stað- reyndir — furður og fyrirbæri voru þeim staðreyndir eingu síður en ann- að. Heiðarleikinn og sakleysið skín út úr hverri Iínu. Einn er þó sá meðal íslenzkra ann- álamanna, er virðist hafa framið nokkuð sérstætt tiltæki og gert ýms um illan grikk með, þó héðanaf sé það saklaust. II. Á öndverðri 18. öld situr á Setbergi við Hafnarfjörð maður um fertugt að nafni Gísli. Hann er ekki meiri bóg- ur en það, að ættartölubækur kalla hann aumíngja, en hann býr samt á Setbergi og stundar bókleg störf. Hann hefur margs konar bækur und- ir höndum, afritar þær og bindur líka inn fyrir menn. Þessa stundina hefur hann sánkað að sér annálum: þar eru samankomnir: Skarðsárannáll. Fitjaannáll, Biskupaannálar Jóns Eg- ilssonar ;allt merkir annálar; þar eru og ættart'ölurit, Vísnabók Guðbrands biskups, Lénsherraannáll eftir Snæ- björn Torfason, Den Grönlandske Chronica eftir Claus Christoffersen Lyschander; og síðast en ekki sízl Krukksspá. Auk þess er þar margt bréfa, dóma og gjömínga, alþíngissam þykktir og prestast'efnusamþykktir; biskupa-, hirðstjóra- og lögmanna töl; þá eru þar og fornrit nokkur og ýmislegt fleira. Með þessi gögn í höndunum hefur þessi fræðimaður tekið sig til og skrifað einn allsherj- ar annál í tveim stórum bindum í arkarbroti. Hann byrjar annálinn við árið 1201, skiptir efninu kirfilega í tvo flokka, innlend tíðindi og útlend, og skreytir vel handritið með upp- hafsstöfum og uppdráttum. Þótt ann- állinn byrji 1201, er síðara bmdið, sem hefst við árið 1600, ritað fyrst: RAPSODIA eður SAMTÍNINGUR nokkur um það sem skeð og við borið hefur hér i landi í ýmsum stöðum frá Anno 1600 og til Anno 1701; nokkuð fált eitt sam- an skrifað eftir aðskiljanlegu skrifi, sem að höndum borizt hefur af íslenzkum og útienzk- um skriftum tærðra og f óðra manna — Við samníngu þessa bindis sem nær yfir 17 öldina, reynast heim- ildirnar til* ölulega fjölskrúðugar. Hitt sér höfundurinn fram á, þegar hann hefur ætlað fyrra bindinu ríf- legan blaðsíðuskerf undir samskonar titil og byrjar ritun þess, að þar verður ærinn munur á. Heimildir hans reynast ákaflega fáfeingilegar um árferði og ýmis tíðindi hinar fyrri aldirnar, svo þar er hætt við að eyður verði og snauðar tíðindasagnir þrátt fyrir staðgóðar upplýsingar fyrirrenn- ara hans um sitthvað einstakt Svo hinn fræðafúsi bóndi og aumíngi Gísli Þorkelsson á Setbergi sér eitt ráð hér til og aðeins eitt. Hér verður að semja í eyðurnar; fyrst geta sér tii um veðurfarið og úr því að eing- ar. sögur fóru af því þetta og þetta ár, var líklegast að þau árin hafi verið ósköp svona blátt áfram veður. Þess vegna, til dæmis, bókast við árið 1202 svofelld árferðislýsíng: „Vetur hriðasamur. Haustið geysi- vott. Fiskiár gott. Heyaðist vel". Og 1224 ..Harður vetur um landið víðast" 1259: „Vetur hretviðrasamur með snjóum, blotum og áfreðum. Gengu mikil norðanveður Vorið mjög kalt og seingróið“ 1363: „Vetur góður og sumar gras- mikið. Fiskiafli mikill alls staðar með landinu. Kom mikill sunnanvindur“. Og á einum stað er fjölyrt um frá- bæran berjavöxt eitt ár á 13. öl'd. Leingi man til lítUla stunda. Þá hlaut það að mega kallast sak- laust að útbúa eitthvað tíðindavæn- legt: 1205 „forgekk eitt Tyrkjaskip fyrir Austfjörðum. Komust fimm á land. Var þeim boðuð trú, en þeir vildu ekki. Voru þeir síðan dæmdir 11 M i N N — SUNNUDAUSBLAÐ 951

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.