Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Síða 20
mig, kom snotur stúlka og rétti mér
prentaðan pésa og sagði: „Hér er það
nýjasta”. Þegar ég ætlaði að rétta
henni blaðið aftur, vék hún sér undan:
„Eigið þetta. Þetta er það nýjasta.
Allir eiga að fá eintak af því. Við erum
nýbúin að prenta sex þúsund eintök
til að vera viss um að það dugi”.
Hávaxin kona hafði staðið á sviðinu
og haldið skörulega ræðu um uppbygg-
ingu fátækrahverfisins i Watashaw. Efn
ið síaðist smám saman inn í huga mér
um leið og ég renndi augunum yfir
pésann, sem ég hélt á.
„Félagið til eflingar almennri velferð
í Watashaw. Samband kirkjulegra og
veraldlegra velgerðarfélaga”, stóð þar.
í salnum var verið að skrifa inn nýja
meðlimi.
Ég ieit upp, konan i ræðustólnum
Ihaíðr hvelia og einbeátna rödd og
beitti höndunum á meðvitaðan hátt og
nú var hún komin á troðnar slóðir í
ræðu sinni. Hún skírskotaði til borg-
ara stolts allra Watashawbúa.
„Hversu björt og gtæsileg framtíð
án fátæktar, án vanhirtra sjúklinga,
án ljótleika — allt sem sést verður
fagurt, — bezta fólkið í bezt skipu-
lögðu borginni í öllu landinu, — perla
Bandaríkjanna”.
Hún þagnaði, laut eilítið áfram og
sló hendinni i ræðustólinn til að leggja
áherzlu á hvert einasta orð.
„Það, sem við þörfnumst nú, eru nýir
meðlimir Farið og fáið fólk til að
koma með”.
Loks þekkti ég, að þetta var frú
Searles. Mannfjöl'dinn öskraði í saln-
um af öllum lífs og sálar kröftum: —
„Nýja meðlimi, nýja meðlimi”.
Frú Searles stóð kyrr í ræðustóln-
um og að baki hennar sat dálítill hópur,
liklega framkvæmdastjórnin. Það voru
aðallega konur, og þessar konur virt-
ust vera eitthvað kunnuglegar, eins og
þar væri kominn saumaklúbburinn
gamli
Ég hvíslaði að stúltunni um leið og
ég fletti pésanum: „Hve lengi hefur
þessi félagsskapur starfað?” Á baksíðu
pésans voru félagslögin prentuð.
Hún tók þátt í hrifningartáknunum og
augu hennar tindruðu. „Ég veit það
ekki”. svaraði hún milli hrópanna. „Ég
gekk inn fyrir aðeins tveimur dögum.
Er þetta ekki dásamlegt?”
Ég fór út undir bert loft og settist
inn i bílinn. Ég gat enn heyrt til
þeirra, þegar ég ók 1 burtu. Þær voru
að syngja einhvers konar félagssöng.
Þótt ég hefði ekki nema rétt litið á
lögin, sá ég, að þau voru nákvæmlega
þau sömu og við höfðum látið sauma-
klúbbinn fá.
Þegar ég kom heim aftur, sagði ég
Caswell ekki annað en það, að sauma-
klúbburinn hefði breytt um nafn og
meðlimum virtist fara fjölgandi.
Eftir að hafa hringt í frú Searles dag
inn eftir, limdi ég nokkrar rauðar
stjörnur á línuritið fyrir ofan þrjá mán
uðina. Kúrfan leit fallega út og reis
brattar, þegar fór að koma fram 1
fjórða mánuðinn. Fyrsta félagaaúkning
in hafði einfaldlega fengizt með því að
slá saman öllum velgerðarfélögum í
Watashaw og breyta nafninu við hvert
tækifæri, en halda lögunum — þessum
lögum, sem lofuðu félaginu bjartri
framtíð, meðan félögum þess færi fjölg
andi.
Á fimmta mánuði hafði félagið tekið
upp barnagæzlumiðlun, og hafði fengið
fræðsluráðið í bænurn til að setja á fót
hjúkrunarskóla. En um þetta leyti hef-
ur verið búið að skipuleggja alla vel-
gerðarstarfsemi í Watashaw, svo að út-
þenslan varð að beinast í aðrar áttir.
Nokkrir fasteignasalar drógust þá
inn í hringiðuna, og áður en varði voru
komnar upp ráðagerðir um uppbyggingu
fátækrahverfanna. Á fyrsta degi sjötta
mánaðar birtist löng grein í bæjarblað-
inu, þar sem skýrt var frá fjöldafundi,
er hafði samþykkt áætlun um uppbygg
ingu margra hverfa, og þar að auki
mælt með ráðstöfunum til að fá ný iðn-
fyrirtæki til að flytjast til bæjarins,
iðnfyrirtæki, sem haft hafði verið sam-
band við 02 virtust ánægð með þau fríð-
indi, sem í boði voru.
Og öllu þessu fylgdi sú tilhögun, að
félagsmenn einir sátu að mestöllum
hagnaðinum, sem hlyti að fylgja í kjöl-
far hækkaðs lóðaverðs og nýrra at-
vinnugreina. Hagnaðinum skyldi
dreift eftir sömu reglum og upphaflega
höfðu verið settar í lög félagsins. Þátt-
taka í velgerðarfélaginu var orðin tekju
lind ,og meðlimunum fjölgaði sem aldrei
fyrr.
í annarri viku sjötta mánaðar birtust
þær fréttir í bæjarblaðinu, að klúbbur
inn hefði sótt um skráningu sem hluta
félag, undir nafninu Hið sameiginlega
verzlunar- og framfarafélag Watashaw-
borgar, og allir fasteignasalar í bænum
höfðu gengið í félagið
Verzlunarhluti nafnsins fannst mér
hljóma eins og fjármálaheimurinn væri
allur genginn í félagið með peninga,
hugmyndir og all't sitt.
Það hlakkaði í mér, þegar ég las
næstu frétt, en hún fjallaði um stjórn.
málamann, sem hafði flutt ávarp til
félagsins og lofað framtaksemi þess
og framfaraanda. Hann hafði verið kjör
inn heiðursfélagi. Ef hann fengist til að
gerast fullur meðlimur með öllum sín-
um samböndum, ef stjórnmálamennirn
ir gengju i hreyfinguna líka . . .
Ég hló, og lagði blaðið til hliðar hjá
öðrum heimildum um tilraunina , Wata-
shaw. Þessi tilraun myndi falla vel í
kramið hjá kaupsýslumönnum, sem
áttuðu sig á því, hvaðan vindurinn
blés. Kaupsýslumenn eiga stöðugt í
stríði við skipulagsheildir, þar á meðal
sitt eigið félag, og reka sig stöðugt
á vankanta þeirra. Með formúlu Cas-
wells gætu þeir náð tökum í félögun-
um. Þakkl'ætið eitt myndi færa háskólan
um peninga í hrönnum.
Sjötti mánuðurinn rann á enda. Til-
rauninni var lokið og lokaskýrslan var
stórkostleg. Formúlur Caswells höfðu
hlotið fullnaðarsönnun.
Þegar ég hafði lesið blaðaskráfin
hringdi ég í hann.
„Stórkostlegt, Villi, stórkostlegt. Ég
get notað þetta Watashawmál til að út-
'vega þér svo marga styrki og svo
mikið fé til deildarinnar, að þú haldir
a'ð peningum sé farið að rigna.“
Hann svaraði, án þess að sýna neinn
sérstakan áhuga. „Ég hef haft svo mikið
að gera við kennsluna, að ég hef alls
ekki fylgzt með Watasliawtilrauninni.
Þér segið að hún liafi gengið vel, og
þér séuð ánægður?
Hann var greinilega að hefna sín. —
Vinátta okkar var góð núna, en honum
rann augljóslega í skap, þegar hann
var minntur á að ég hafði efað rétt-
mæti kenninga hans. Og hann notaði
það, hve vel hafði tekizt til, til að
benda mér á, að mér hefði skjátlast.
Menn, sem hafa bókstafina fyrir aft-
an nafnið sitt eru ekki síður mann-
legir og aðrir. Ég hafði farið harkalega
að honum í byrjun.
„Ég er ánægður”, sagði ég. „Mér
skjátlaðist. Kenningin stenzt fullkom-
lega. Skrepptu yfir til mín og líttu á
upplýsingarnar um tilraunina, ef þú
vilt fá eitthvað til að gorta af. Og nú
er bara að koma með formúluna til að
stanza þetta”.
Hann virtist hafa náð gleði sinni
aftur. „Ég vildi ekki gera félagið flókn-
ara með neikvæðum öflum. Ég vildi
að það stækkaði. Það springur á eðli-
legan hátt, þegar það hefur hætt að
vaxa í tvo mánuði. Þetta er eins og
verðbréfahækkun rétt fyrir kreppu. —
Al'lir kauphallarbraskararnir græða með
an bréfin eru á uppleið og nýir kaup-
endur bætast stöðugt við, en þeir vita
allir, hvað gerist, ef numið verður stað-
ar. Þér munið, að við byggðum meðal
annars inn í skipulagninguna, að með-
limirnir vita að þeir muni tapa, ef
aukningin hættir. Ef ég reyndi að
stöðva skriðuna núna, myndu þær skera
mlg á háls."
Ég minntist ákafans og áhugans hjá
konunum á fundinum, sem ég liafði
komið á. Líklega myndu þær gera
það.
„Nei”, hélt hann áfram, „við skulum
einfaldlega láta þetta halda áfram og
deyja úr elli”.
„Og hvenær verður það?”
„Það getur ekki vaxið meir en kvenna
fjöldinn f bænum leyfir. í Watashaw
er ekki nema ákveðinn fjöldi kvenna
og sumar þeirra eru ekki gefnar fyr-
ir saumaskap”.
Línuritið á skrifborðinu mínu var
farið að líta illilega út. Caswell hlaut
að hafa gert ráð fyrir þessu . . .
„Þú vanmetur hæfileika þeirra”, sagði
956
T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ