Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Page 4
4 Þorsteinrr Sæmundsson,
stjarnfræðingur.
að tala um hitt um leið. Hvort tveggja
stafar af sömu orsök, rafögnunum.
Segulmagn jarðar hefur áhrif á' þess-
ar rafagnir, sveigir þær af leið og
beinir þeim inn á ákveðin svæði,
norðurljósabeltin, sem liggja 20—25
gráður frá segulskautunum. Truflan-
ir þær, sem þessar rafagnir valda á
segulsviðinu, eru afar misjafnar og
fer það eftir ástandi sólarinnar, og
stendur í sambandi við sólbletta-
skeiðið, sem nær að meðaltali yfir
um allefu ár Á fyrri hluta
þess skeiðs fara sólblettir vaxandi,
en síðari hiuta skeiðins dregur
úr þeim. Það hefur komið í ljós,
að frá sólinni stafa tvenns kon-
ar tegundir segultruflana. Það eru
annars vegar dreifstormar, segul-
stormar, sem koma óreglulega og
dreift. Þeir stafa af sólblossum, og
er mest um þá, þegar mest er um
sólbletti. Þessir stormar standa yfir-
leitt stutt, ekki nema einn dag að
jafnaði í einu. Hins vegar eru svo
raðstormar, sem koma með um 27
daga millibili, þ.e.a.s. einu sinni á
hverjum snúningi jarðar umhverfis
sólu. Báðum þessum tegundum seg-
urstorma fylgja norðurljós.
í ársbyrjun 1965 munu sólblettir ná
lágmarki á yfirstandandi sólbletta-
skeiði, ef að líkum lætur, svo að nú
er aðeins rúmt ár þar til að því
kemur. Síðustu árin hefur því ve*,,"'í
heldur lítið um sólbletti og dreif-
HÆGT AÐ LESA VIO NORÐURLJÚS
— Hvað eru norðurljós?
Það var ekki hvað sízt til að fá
svar við þessari spumingu, sem ég
gekk á fund Þorsteins Sæmundsson-
ar stjarnfræðings. Mér hafa löngum
þótt norðurljósin einhver fegurstu
teikn á himni, og oft hef ég staðið
á heiðskírum síðkvöldum og virt fyr-
ir mér margbreytilegan dansleik
þeirra um um himinhvolfið. En hins
vegar var mér engan veginn ljóst,
hvað norðurljósin raunverulega eru,
og til að ráða bót á þeim þekkingar-
skorti, vissi ég engan færari en Þor-
ftein, sem nú starfar hjá Eðlisfræði-
• tofnun Háskóla íslands við rann-
Ijóknir og- mælingar á norðurljósum
eg segulsviði jarðar. Ég setti mig því
í samband við Þorstein, og hann
reyndist fús til að miðla mér fróðleik
um þetta efni. Og fyrsta spurningin,
sem ég bar upp, var sú, sem að ofan
greinir:.— Hvað eru norðurljós?
— Norðurljósin stafa af rafögnum,
sem koma inn í gufuhvolW frá sól-
inni. Þegar þessar rafagnir rekast á
sameindir og frumeindir loftsins í
ytra gufuhvolfinu, fer að lýsa af
þeim. Þetta er ekki ósvipað og i flúor-
scentlömpum; þar myndast Ijósið við
það að straumi er hleypt í gegnum
þunna lofttegund, en í ytra gufu-
hvolfinu, þar sem norðurljósin mynd-
ast, er loftið að sjálfsögðu mjög
þunnt. Þessar rafagnir, sem mynda
norðurljósin, eru um þrjá daga á
leiðinni frá sólu, fara með um 600
km meðalhraða á sekúndu. Hæð norð
urljósa frá jörðu er um 100 km að
jafnaði. Þetta þýðir t.d., að norður-
ljós, sem væru beint yfir ísafirði,
myndu að öllum líkindum sjást 25°
yfir sjóndeildarhring frá Reykjavík.
Hæst hafa norðurljós mælzt ’ í um
1000 km hæð, en lægst nærri 70 km.
Rafagnir þessar hafa einnig áhrif
á segulsvið jarðar. Norðurijós og
truflanir á segulsviðinu eru svo ná-
tengd fyrirbæri, að raunverulega er
ógerlegt að tala um annað, án þess
storma, en því meira hefur borið á
raðstormunum. Þeir hafa oft komið
afar glöggt fram í mælingum hér hjá
okkur á segulmælingastöðinni. Hér
má t.d. sjá, að í lok ágúst geisaði
mikill stormur, aftur um 27. septem-
ber og enn nú í lok október. Þessar
segulbreytingar, sem fylgja stormun-
um, gerast um alla jörð og oft geta
þær orðið mjög snöggar og því sem
næst samtímis alls staðar. En okkur
er þörf á fleiri mælingum og ná-
kvæmari athugunum til að geta sagt
til hlítar um hvernig þeir breiðast
yfir. Sérstaklega er mikils virði, að
tímasetningin á öllum athugunum sé
mjög nákvæm.
— Að hverju beinast athuganir
ykkar á norðurljósum einna helzt?
— Rannsóknir okkar beinast að
því að komast að, hvernig norður-
ljósin haga sér, hvenær og hvar þau
sjást, hver stefna þeirra er og hæð.
Ekki hvað sízt viljum við öðlast meiri
vitneskju um sambandið milli norður-
964
T I M I N N — SUNNHDAGSBLAÐ