Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Page 9
I.
Þessi saga hefst vorið 1820. Gamli
presturinn á Hvanneyri í Siglufirði,
séra Gamalíel Þorleifsson, hafði feng-
ið nýtt brauð og haldið brott í far-
dögum með búslóð sína alla. Nýja
prestsins, séra Ásmundar Gunnlaugs-
sonar, var elrki von fyrr en að nokkr-
um vikum liSnum, enda átti hann um
langan veg að sækja, og bæjarhúsin
á Hvanneyri stóðu auð að sinni.
Það var komið fram yfir Jónsmessu,
er nýi presturinn vitjaði staðarins.
Aðkoman var miður góð. og ekki sem
þrifalegast innan bæjar eftir langt
umhirðuleysi. Varð hann og ærið
harður í kröfum um álag, þegar stað-
urinn var tekinn út, og séra Gamalíel
brá í brún, er hann komst að raun
um, hve hátt álag var heimtað. Þótt-
ist hann svo „stórlega neyddur og
ofurliði borinn" í þessum efnum, að
hann krafðist nýrrar úttektar. En
þótt séra Ásmundur hefði gengið hart
eftir ríflegu álagi, vildi séra Gamalf-
el ekki kasta á hann þungum steini,
heldur hugði það af því sprottið, að
„einhver skelfilega yfirdrifinn máti sé
tíðkaður við úttektir, þar sem hann
hefur verið og vanizt“. Aftur á móti
aftók hann með öllu. að nokkur Sigl-
firðingur ætti hlut að nýrri úttekt.
Vekur það grun um, að ekki hafi
verið alls kostar ástúðlefft mpð hon-
um og 'óknarbernunum um það bil, er
hann fór þaðan.
II.
Nýi presturinn, sem kom að Hvann-
eyri, var allmtkill maður á velli, en
ekki glæsimenni. Honum er svo lýst,
að hann væri hávaxinn og grannvax-
inn, stóreygður og bereygður, andlit-
ið firnastórt, munnurinn víður og
varirnar svo þykkar, að hvor þeirra
var sem tvær. Enginn skapdeildar-
maður var hann, næsta drykkfelldui
og ekki dæll viðureignar. Var honum
gjarnt til ofbeldis drukknum og hafði
tíðum uppi hinar verstu sakargiftir,
þegar svo bar undir. Þess á milli gat
hann verið blíðmáll mjög og jafnvel
smjaðuryrtur. Hug og áræði skorti
hann ekki, og mikill hestamaður var
hann kallaður og ódeigur í ferðalög-
um. Lét hann sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. þegar hann var kom-
inn. á hestbak, og gat sumt af því,
er hann þá lék, ekki kallazt annað en
ófyrirleitni og fífldirfska. Yfirleitt
lék það orð á, að hann væri óeirið
hrottamenni, harðbýll við menn og
skepnur, og var það eitt til marks
með öðru, að hann vílaði ekki fyrir
sér að sleppa hestum á gaddinn, er
hann kom á þeim heim úr ferðalög-
um að vetrarlagi. Aftur á móti var
hann talinn allvel greindur, orðfær
í bezta lagi í stólnum og kastaði stund-
um fram stöku við bændur.
Séra Ásmundur var tæplega þrí-
tugur að aldri, er hann kom að Hvann-
eyri. Þó hafði sitthvað drifið á daga
hans, og fer ekki hjá því, að Sigl-
firðingar hafi kunnað skil á sumu af
því. Það er þeim mun vafalausara,
þar sem hann var ættaður úr næsta
héraði. sonur séra Gunnlaugs Magnús-
sonar, sem prestur var í Skagafirði og
bjó á Hafsteinsstöðúm, og alinn upp
á Hólum hjá frænda sínum af Upsa-
kyni, Páli rektor Hjálmarssyni. Barst
hann svo vestur í Reykhólasveit að
loknu skólanámi, enda var sumt af
fólki hans þangað komið, og fóstri
hans gerðist prestur á Stað á Reykja-
nesi.
Snemma var hann fyrir skakkaföll-
um, enda var skapferli hans allt og
háttalag með þeim hætti, að vart gat
hjá því farið. Sú saga festist við hann
ungan, sönn eða login, að hann hefði
verið hýddur með kaðli fyrir grip-
deildir í dönsku skipi, og brugðu orð<
hákar, sem hann átti í deilum við,
honum snemma um það. Tæplega hálf
þrítugur að aldri gerðist hann að-
stoðarprestur séra Páls Gunnarsson-
ar í Saurbæjarþingum og fékk Staðar-
hól til ábúðar. Þar var í almæli, að
hann hefði átt tvö börn með giftri
konu, Helgu Aradóttur, svonefndri
Sýslu-Helgu, en hitt var þó víðfleyg-
ara, að hann átti þar í margvíslegum
illdeilum og útistöðum, „og var við
búið, að hann myndi eins og Glámur
eyða dalinn“
Var það margt. sem til sundurþykkju
gat orðið: Slægjulönd, hrossakaup,
vistarslit, kappræður, móðgunaryrði,
jafnvel hræ í haganum. Lét bá prest-
ur ýmist hendur skipta eða reisti
af mál, nema hvort tveggja væri.
Eitt vorið gengu öll hjú prests
burt nema ráðskonan og kenndi
hann það mest vinnukonu einni, er
hét Sæunn Einarsdóttir. Um sumarið
fann hún dauðan svartan höfuðsóttar-
hrút, er prestur átti, og va’-ð það
á krytja sér fáeina fita af
úldnu og vargétnu hræinu.
Þetta barst presti til eyrna
og reisti hann af mál, sem hann sótti
af miklu kappi og með margvíslegum
sneiðyrðum í garð sóknarbænda. Því
lauk þó svo, að Sæunn var sýknuð,
en uppskeran varð megn fiandskapur
manna á milli í héraði. Um svioað
leyti lenti hann í miklum illindum
við mann, er þóttist svikinn af hon-
um í hestakaupum. og í ýmsum öðrum
brösum af svipuðu tagi átti hann.
Átti prestur þar við sinn líka, og
í einni orrahríðinni skar maður þessi
eyrun af öðrum hinna umdeildu hesta
og tróð þeim blóðugum í barminn á
hempu prests.
Þegar séra Páll Gunnarsson lét
af embætti, var prestsferli Ásmundar
í Saurbænum lokið, og lét landsdrott-
inn hans, séra Eggert Jónsson á Ball-
Ásmundar saga prestlausa !
ÞAO VAR VÍGREIFUR PRESTUR, SEM SIGLFIRÐINGAR FENGU VORIÐ 1820, EN
HITT VARÐ VARLA SAGT, AÐ HANN VÆRI GRANDVAR AÐ SAMA SKAP1
o _______ ~ o •_______ .
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
969