Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Page 10
ará, þá bera hann út, því að ekki
vildi hann góðviljuglega fara frá Stað-
arhóli. Gerðist þetta ekki átakalaust,
því að séra-Ásmundur lét heimamenn
sína bera varnað sinn inn jafnóðum
og menn Baliarárprests báru hann
úr kofunum. Þó hlaut séra Ásmundur
að lúta í lægra haldi, því að lands-
drottinn hans hafði lið meira. Herm-
ir sagan, að. ne.ðal annarra saka, er
hann hafði á sig feilt, væri það, að
hann hefði dregið fjalir úr kirkju-
loftinu og grafið úti í haga Var hann
að lokum neyddur til að sækja við-
inn og bera í kirkju á ný
Nú var séra Ásmundur á. hrakhól-
um og byggði sér þá koía vestur í
Kollabúðum í Þorskafirði, En þar var
hann aðeins skamma hríð. Um þess-
ar mundir var hann ráðinn aðstoðar-
prestur séra Engilberts Jónssonar í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. En um
svipað leyti dó séra Engilbert, og
nálega samtímis var séra Ásmundi
veitt Hvanneyri Var það ein hin síð-
asta snerra hans vestan lands, cr
hann flaugst á við ísak sýslumann
Bonnesen og Sigurð Guðlaugsson, er
áður var sýslumaður, í húsum Boga
Benediktssonar í Stykikishólmi, og
hefði ekki tíðinda lalizt. ef við slíka
hörðingja hefði ekki verið að etja.
III.
Séra Ásmundur var enn ókvæntur,
er hann kom norður að Hvanneyri.
Rcbti hann bú á prestsetrinu, þótt
ekki muni búskapurinn hafa verið af
neinni rausn. og fékk sér að bústýru
ekkiu eina á sextugsaidri, Elínu Jóns-
dóttur. er nefnd var Málmeyjar-Elín,
en ætt'ið úr Svarfaðardal. Var hún
köliuð e'.ki alls kostar merk.
kirkiu en heimjkirkjunni, og heldur
var fólk fátt í prestakallinu — nálægt
hálfw öðru huudraði. Eigi að síður
var bað erfitt. yfirsóknar, einkum á
vetrum. Kjarni þess var við fjörðinn
vestanverðan cg fyrir botni hans, og
var þar víðast stutt milli bæja og
torfærulítið. Byggð var einnig úti á
Si»'uhesi, en þangað var ekki löng
sjóleið og auðfarin, þegar þolanlega
viðraði. En austur í Héðinsfjörð og
vestur í Dali var torleiði um háa og
örðuga fjallvegi. En prestur var ung-
ur maður og vaskur og vílaði ekki
fyrir sér ferðalögin. Kvað ekki lítið
að honum, er hann þeysti um byggð-
arlagið kjólklæddur og með firna-
stóra hárkollu á höfði, oft drukkinn
og illur viðskiptis.
Söfnuðurinn var nokkuð sundur-
leit hjörð. Fáeinir efnabændur voru
á þessum slóðum, harðfengir sjósókn-
arar, en fleiri voru snauðir kotungar,
svn börðu ofan fyrir sér eftir getu
og tjuggu tíðum við lítinn kost. Siglu-
nesbændur tveir, Þorleifur Þorleifs-
son og Jón Jónsson, höfðu virðingu
svo mikla, að þeir titluðust monsjör-
ar og konur þeirra maddömur, og þar
á nesinu var og Anna Þorleifsdóttir,
ekkja séra Þórarins Sigfússonar á
Tjörn í Svarfaðardal, og Oddný Sig-
fúsdóttir, efnuð ekkja. Þorsteinn Ól-
afsson á Staðarhóli var líka í hópi
gróinna efnabænda. En mest reisn
var þó yfir tveimur nágrönnum prests.
Níelsi Níelssvni, faktor í Siglufjarðar-
kaupstað, og Jóhanni Kaspari Kröyer,
hreppstjóra í Höfn er áður hafði ver-
ið verzlunarstióri í kaupstaðnum.
Munu þeir báðir hafa verið heimarík-
ir, svo sem títt var um þá, sem mót-
azt höfðu af anda kaupmannastéttar-
innar.
Ekki dró til neinna stórtíðinda
fyrstu misseri séra Ásmundar á Hvann
eyri. Þó- mun hafa verið hreðusamt
kringum hann, og fljótt þrútnaði um
með honum og sumum sóknarbænda,
er ekki vildu una ofsa hans og til-
slettni. Elín bústýra hans átti ekki
heldur sjö dagana sæla. Var prestur
hvort tveggja í senn, kröfuharður og
tortrygginn við hana, og heimtaði af
henni góðan viðurgeming, án þess að
láta henni í té kaupeyri. Læsti hann
að jafnaði húsum, þar sem það var
inni, er honum þótti fémæti. og þeg-
ar ilia stóð í bæli hans, lét hann
aflsmuni ráða í skiptum þeirra. Bar
það ósjaldan við, að hún hlyti harða
hirtingu af hendi húsbónda síns. Sjálf
var hún kvartsár og málug og rakti
harma sína á bæjunum, þegar svip-
viðrasamt var á Hvanneyri. Þó brydd-
ir á því, að stundum hafi verið þýð-
ara á milli þeirra prests, og við dyr
svefnstofu sinnar lét hann bústýru
sína hvíla um nætur. Var það sumra
mál, að hann géngi í rúm til hennar,
þegar honum byði svo við að horfa.
Sumarið 1822 var að því komið,
að upp úr syði í prestakallinu. Var
prestur þá kominn í megnt ósætti
við marga sóknarbændur. Séra Magn-
ús Erlendsson á Hrafnagili var prófast
ur héraðsins um þetta leyti, og sendi
hann aðstoðarprest sinnr séra Hall-
grím Thorlacius, í eftirlitsferð út í
Siglufjörð um sumarið. Að lokinni
messu á Hvanneyri lét séra Hallgrím-
ur þess getið, að sér þætti illa fyrir
séð. að ekki skyldi vera nema einn
meðhjálpari, og bað nrest kjósa sér
annan til vara. Séra Ásmundur sagð-
ist þá nefna til Jóhann hreppstjóra
Kröyer. En það hefði hann átt að
láta ógert, því að Jóhann kvaðst
neita með öllu að þjóna honum og
lýsti sig ósáttan við hann. Prestur
nefndi næstan Níels faktor, og tókst
þar betur til en í fyrra skiptið, því
að hann var brottu genginn úr kirkj-
unni og gat því ekki neitað.
Þetta atvik varð til þess, að séra
Hallgrím tók að gruna, ef hann hefur
ekiki vitað það áður, að ekki myndi
allt með felldu. Gekk hann nú á
kirkjugesti um það, hvernig samlyndi
prests og safnaðar væri, og svöruðu
þá ýmsir, að því væri áfátt. Einkum
tóku þeir djúpt í árinni, nafnarnir,
Jón Jónsson á Siglunesi og Jón Jóns-
son á Hóli, er kváðust vera ,,í alla
staði ósáttir við prestinn“ vegna ófrið
ar hans við sig og ósæmilegs fram-
ferðis hans. Sagði þá prestur, að hann
væri líka ósáttur við þá og bar þeim
ill skil, hald á gjöldum og „forsóm-
un guðsdýrkunar“, en lýsti kvartanir
þeirra ómerkar þar til þeir hefðu
fært fram sannanir fyrir máli sínu.
Engum sættum fékk séra Hallgrím-
ur áorkað, og kraumaði nú mjög
undir. Jóhann Kröyer hélt uppi kær-
um við prófast, en séra Ásmundur
lét sem vind um eyrun þjóta, þótt
prófastur kreíðist svara af honum.
Vorið eftir var jafnvel svo komið, að
prófastur var farinn að inna orðum
að því, að hann viki brott.
Séra Ásmundur hafði í öndverðu
gert sér títt um Níels faktor og jafn-
vel boðið honum jarðarafnot á Hvann
eyri. En það slettist fljótt upp á vin-
skapinn, og þegar hér var komið.
voru þeir orðnir svarnir óvinir, svo
að prestur fékk jafnvel ekki að taka
út vörur í kaupstaðnum nema greidd-
ar væru þegar í stað. Nú stóð líka svo
á, að Níels, sem var kvænt.ur maður,
hafði gert Oddnýju Sigfúsdóttur á
Siglunesi barn.. Fæddist það haustið
1822. og lét faktor ljósmóðurina skíra
það skemmri skírn, þótt heilbrigt
væri, og hirti síðan ekki um að láta
séra Ásmund staðfesta skírnina. Þetta
var auðvitað ber fjandskapur við prest
og þvert gegn öllum ven.ium. Má nærri
geta, að stundum hefur slegið í
svarra út af þessu barni. ekki sízt
þegar prestur var drukkinn á slangri
í lcaupstaðnum. En Níels fór sínu
fram. og prestur fékk jafnvel ekki
komið lögum yfir hann, þótt hann
sneri sér til biskuns. Og nú voru
þeir líka orðnir ófáir. sem hættir
voru að þiggja altarissakramenti í
Hvanneyrarkirkju Það voru ískyggi-
legar blikur á lofti í Siglufirði og
allra veðra von. Ekki gat dregizt lengi,
að fárviðrið dyndi yfir. Þau atvik,
er hleyptu öllu í bál og brand, voru
þó ekki enn fram komin.
V,
Á fyrsta eða öðru ári séra Ásmund-
ar á Hvanneyri fluttust roskin hjón
frá Háagerði á Upsaströnd í tvibýli
að Skarðdal, bæ frammi í fjarðarbotn
inum. Hétu þau Jón Arnfinnsson og
Ingibjörg Pétursdóttir, hvöWri óráð-
vönd né ósiðsóm, að vitnisburði séra
Baldvins Þorsteinssonar á Upsum, og
fylgdu þeim tvö börn þeirra um tví-
tugsaldur, Pétur og Guðrún. Mun Guð
rún hafa verið allvæn stúlka álitum,
en ekki virðist séra Baldvini Þor-
steinssyni á Upsum hafa fallið alls
kostar framkoma hennar á unglings-
»7Q
T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAO