Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 11
Prestakali séra Ásmundar á Hvanneyri.
árum, því aö skömmu íyrir ferming-
una felldi liann yfir henni þann dóm
í sóknarmannatali sínu, að hún þyrfti
að siðast betur.
Þetta fólk mun hafa verið efnalítið,
enda hvort tveggja, að það kom ekki af
höfuðbóli né heldur settist það á
neina flutningsjörð, þar sem var háif
lendan í Skarðdal Var landþröng
þeim mun meiri þarna frammi í fjarð-
arbotni, að þá var einnig búið í Skarð-
dalskoti og Leyningi.
Jón Avnfinnsson hafði ekki verið
lengi í Skarðdal, er séra Ásmundur
tók að festa augu á Guðrúnu, dóttur
hans. Bar þó ekki til tíðinda um sinn,
nema hvað Eiín, bústýra hans. átti
stundum ströngu að mæta..
Haustið 1822 var prestur ráðskonu
sinni sérlega ómildur. Þó segir ekki
af viðsldptum þeirra fyrr en sunnu-
daginn milli jóla og nýárs, og verður
þá að miklu leyti að styðjast við það,
er hún sagði sjálf á bæjum víðs veg-
ar um Siglufjörð þótt síðar vildi
hvorki hún né prestur við það kann
ast. En það var apphaf þeirra stórtíð
inda. er yfir vofðu að þehnan sunnu-
dag kom prestur að máli við hana og
bauð henni sættaj gerð. Skyldi hún hafa
meðalgöngu um það, að prestur fengi
Guðrúnu í Skarðdal í rúm til sín, en
þar á móti vildi hann heita bústýru
sinni því ,.að vera henni góður aftur
í tíu vikur“ Það er ókunnugt, hvort
þau ræddu þetta lengi sin á milli, en
samningar tókust áður en margir dag-
ar voru liðnir af nýja árinu. Var
ráðagerð þeirra Elínar og prests sú,
að hún skyldi fara fram að Skarðdal
segja þar, að prestur væri að heim-
an farinn yfir í Dali. og fara þess á
leit, að Guðrún kæmi með sér út að
Hvanneyri og yrði sér þar til skemmt-
unar, unz klerkur kæmi heim úr
ferð sinni. Þetta var að sönnu alllang*
farið slíkra erinda og margir bæir
nær. En Elín var ekki sérlega fátíður
gestur í Skarðdal.
Það var daginn eftir þrettándann, að
látið var til skarar skríða. Erindi Elín-
ar var vinsamlega tekið í Skarðdal, og
héldu þær Guðrún bóndadóttir sam
an sem leið lá út að Hvanneyri. Var
orðið áliðið dags. er þær náðu þang
að. Þegar á hlað kom bað Elín Guð-
rúnu að staldra við á meðan hún
liti í bæinn. Brá hún sér síðan inn.
en kom út aftur að vörmu spori og
bað Guðrúnu að ganga til baðstofu
Skuggsýnt var þar inni, en þó varð
Guðrún þess vör, að einhver var þar
fyrir. Heilsaði hún og varð þess þá
áskynja, að þetta var presturinn.
Kvöldið leið, og var nú gengið til
náða. Elín vísaði Guðrúnu til sængur
hjá sér. Lagðist hún sjálf við stokk,
en Guðrún skyldi hvíla við vegg. Sofn-
aði hún skjótt, en vaknaði brátt aft-
ur við annartegan andardrátt. Hélt
hún, að Elín laígi andvaka og mælti:
„Getur þú ekki sofið, Elín mín?“
Þá var svaraö lágum rómi:
,.Hafðu ekki hátt“.
Guðrún heyrði þegar, að þetta var
ekki rödd Elínar Varð henni það fyr-
ir að þreifa á þeim, sem kominn var
í rúm til hennar, og þóttist þegar
finna, að það var höfuð prests og
háls, er fyrir höndum hennar varö.
Lét hann þreifingar hennar afskipta-
lausar, en mælti á ný:
„Hafðu ekki hátt.“
Nú varð hún þess líka áskynja, að
Elín myndi komin í rúm prestsins,
því að hún heyrði hana hósta inni i
svefnhýsi hans. Ekki verður það rak-
ið, hvað gerðist þessa nótt í rúmi bú-
stýrunnar, nema hvað prestur lét,
að sögn Guórúnar. orð liggja að því,
að hann vildi eiga hana, því að hún
væri væn stúlka og skyldi hann taka
föður hennar að sér Bauð hann fram
signet sitt til tryggingar því, að þetta
væru ekki orðin ein Þá lagði hann
stúlkunni og I'au ráð, að hún skyldi
láta sem yfir sig liði í kirkjunni á
messudögum, svo að hún gæti orðið
eftir, þegar annað kirkjufólk héldi
heimleiðis.
Guðrún bjost til heimferðar að
morgni, og fylgdi Elín henni á leið
með leyfi prests Varð þeim þá rætt
um það, er gerzt hafði um nóttina
og lét Guðrún í ljós nokkrai áhyggj-
ur um sinn hag En heima í Skarðdal
lét hún einskis getið að sinni um
næturævintýri sitt á Hvanneyri. en
sagði þó að orestur hefði heima ver-
ið
Eftir þetta tór það að bera við
alloft, að Guðrún yrði eftir á Hvann
eyri, þegar annað fólk sneri heim-
leiðis að lokinni messtt. en kom jafn
aðarlega heim í rökkrinu. um g/afa
.tímann, eða iaTnvel ekki fyrr en und-
k háttatíma. neuta hvað hún gisti ytra
eina nótt um veturinn Aldroi fór
hún út að Hvannevri á rúmhelgum
dögurn, en fylgdi Elínu setn nú átti
margar ferðir inn að Skarðdal. iðu-
lega á leið, er hún fór þaðan. Stund-
um bað hún vinnukonu á hinu búinu
í Skarðdal, Rósu Jónsdóttur. að verða
eftir nteð sér, og varð hún þess
áskynja, að prestur gaf henni að
borða og sagði, að hún skyldi njóta
föður síns, sem væri bezti vinur sinn.
Ekki varð Rósa þess vör, að neinn
samdráttur væri með þeim presti og
Guðrúnu, nema hvað hún vissi einu
sinni til þess, að þau fóru saman í
einhýsi, og annað sinn brugðu þau
sér snöggvast í 'lemmu. þar sem
Framhald á 980. sí'ðu.
T T M I N N - S|tNNUDAGSBLAl»
971