Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Side 15
Moldbrekka í Kolbeinsstaðahreppl — séð vestur túnið. Þetta er einn þeirra bæja, þar sem líf og start er fjarað út. 'Hraunsmúli — Áslaugarhlið og Kolbeinsstaðafjall í baksýn. Stóra-Hraun, þar sem fyrrum sat séra Árni Þórarinsson. Það var á þeim dögum, er enn gerðust almættisverk. isgötu meðfram sj'ónum, en hrósaði nú happi yfir þvi, að hafa ekki Iagt út í þá tvísýnu. Myrkrið var að detta á, og kvöldið var napurt og hráslagalegt. Veðrið hafði versnað að mun, og til þess að komast heim að bænum þá leiðina verður helzt að sæta sjávarföllum. Sitthvað annað er þar til trafala, svo sem í ljós kom, þegar ég fór þar um daginn eftir. Stóra-Hraun er á syðri bakka Haf- fjarðarár, um sex kílómetra frá þjóð veginum. Allbreiður lækur er urn þvera mýri við túnfótinn. í þennan læk flæðir Haffjarðará, þe.gar hásjáv að er, og getur hann orðið algerlega ófær. Þá verður að þræða langt upp í hraun til þess að komast heim að bænum. Þegar ég kom að læknum, var aðeins flætt yfir brúna. Þó örlaði fyrir brúarhleðslunni, svo að ég hélt ótrauður áfram. Framundan var reisu legt hús, sem séra Árni Þórarinsson byggði,á árunum 1916—1917 af svo miklum stórhug, að það er enn í dag meðal mestu húsa sveitarinnar. Nú er þessi merkisstaður vel setinn af hjónum, sem áður bjuggu í Hrauns- múla, Kristínu Halldórsdóttur frá Hallsstöðum á Fellsströnd og Arilíusi Þórðarsyni, börnum þeirra og tengda syni. Þau hjón og börn þeirra eru samhent um gcstrisni og myndarskap, og Arilíus er bæði fróður maður og skemchtilegur. Upp úr hádegi næsta dag sló veðr- inu niður til muria frá því, er verið hafði kvöldið áður, svo að oft sá til sólar milli skúra. Þáði ég leiðsögn kunningja núns, Hinriks Pálssonar, tengdasonar hjpnanna á Stóra- Hrauni, að eyðibýlinu Litla-Hrauni, sem er þar skammt suður af. Seta- Hraun mun bærinn einnig hafa verið nefndur fyrrum, en ekki get ég gert mér grein fyrir því nafni, nema það hafi verið af landseta dregið. Kann að vera, að hann hafi gegnt fcérstöku hlutverki fyrir eigand ann, Hítardalskirkju. Litla-Hraun hefur verið í eyði síóaii 1946, eða þar um bil, er búskap þeirra Þórönnu Guðmundsdóttur og Benjamíns Jónssonar lauk þar. Eins og fyrr segir hefur Hítardalskirkja átt jörðina, likt og fleiri á þessum slóðum, en síðar heyrði hún til Stað- arhrauni, eftir að Hítardalur var ekki lengur kirkjustaður. Jafnan var vel búið á Litla-Hrauni, þrátt fyrir landþrengsli og óhæga að- drætti. Hlunnindi voru þar mörg á gamla vísu, svo sem skógur til kola- gerðar, góð útbeit, þótt áhættusöm væri, engialönd á fitjunum og reki og selveiði fyrir löndum Hrauna og Snorrastaða, næsta bæjar sunnan við hraunið. Löng eyri, sem Gamlaeyri heitir, gengur langt til suðurs norðan við Kaldárós, og þar heíur landseti kirkjunnar ef til vill átt að hafa auga með rekanum. Að launum hlaut hann T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 97i

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.