Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Qupperneq 20
GLETTUR llmsætf og barkandi Pétri gamla Indriðasyni þótti all- gott í staupinu, ea helzt vildi hann drekfca óblandaðan spíritus og hellti þá kamfóru út í hann. Fólk furðaði sig á því, að hann skyldi geta kyngt þessu. „Að tarna, lagsi minn“, svaraði Pétur, „— ilmsætt og ofurlítið bark- andi.“ Æ skal gjöf til gjalda Lokinhamrabræður, Kristján og Gísli Oddssynir, hrepptu norðan- óhlaup á sjó, hleyptu undan og náðu landi í Selárdal. Leituðu þeir þar bæjar, er efnaður bóndi og góður sjó- sóknari bjó. En heldur þóttu þeim þurrlegar viðt'ökurnar, er þeir komu hraktir af sjó með skipshöfn sina, því að ekki fengu þeir annað matar en vatnsgraut, og var þeim eftir þær góðgerðir vísað til svefns i hlöðu. Næsta haust hreppti bóndi þessi vondan útsynning á sjó. Varð hann að hleypa og vildi svo til, að hann lenti upp í Lokinhömrum. — Móðir bræðranna, Guðrún Brynjólfsdóttir, lét taka bónda’og mönnum hans með kostum og kynjum. Bar húti þeim fyrst kaffi og brennivín og síða.i hangikjöt. Um kvöldið veitti hún heitt púns og margítrekaði, að þeir skyldu nú hressa sig eftir sjóvolkið. Þá mælti arnfirzki bóndinn við hús- freyju: „Það liggur nú við, að mér ofbjóði rausnin hjá þér, Guðrún, og sízt of- sögum af ykkur sagt“. Húsfreyja svaraði blíðum rómí: „Það er nú víst ekkert of got't handa þér, eins og þú tókst á móti þeim, sonunum mínum, í fyrrahaust." Á dönskuffl skóm BRYNJÓLFUR hreppstjóri Hákon- arson á Mýrum í Dýrafirði hafði á sér hefðarsnið, enda búinn efnum. Hann keypti sér útlenda skó, og er hann gekík á þeim til kirkju í fyrsta skipti, sagði hann við þá, er stóðu við kirkjudyr: „Gáið að ykkur, piltar mínir, að ég stígi ekki ofan á ykkur. Ég er á dönskum skóm“. Helzt of mikið sagt SÉRA JÓN Konráðsson á Mæli- felli var á yfirreið úti í Fljótum og kom að Stóra-Holti til þess að taka út nýja kirkju, er Jón bóndi Ólafsson hafði látið reisa. Um kvöldið skrafaði kirkjubóndi margt við prófastinn, og meðal annars spurði hann, hvort ekki væri hreinasti óþarfi, forsóun og eyðsla að vera til altaris tvisvar á ári. Séra Jón var hæglátur maður og kíminn og stökl: ekki upp á nef við slíkar spurningar. „Eigi má maður segja það, Jón minn“, svaraði hann. Stcð jafnréttur EINAR umboðsmaður Ingimundar- son í Kaldaðarnesi bjó jafnan við þröng kjör, en bar sig vel. Eitt sinn kom hann tíu sauðum fyrir til haust- göngu að Norðurkoti £ Grímsnesi, þar sem hann hafði áður búið. Þetta ár var bráðapest mögnuð þar um slóð- ir, og lagði hún alla sauði Einars að velli. Það þótti hastarlegt, að hann skyldi missa sauðina alla með tölu, en hann lét það ekki á sig bíta. „Þið skuluð ekki vorkenna mér þetta“, sagði hann. „Ég er alveg jafn ríkur fyrir því“. ®Ó3 var meiningin STEINGRÍMUR bóndi Jónsson í Gerði brá fyrir sig að yrkja, en fylgdi lítt fastskorðuðum bragregl- Framhald af 971. síðu. prestur tók til ullarhár handa henni eða öðrum. Nokkuð þóttu þó þessir nýju hættir Guðrúnar kynlegir, og hafði sumt af kvenfólkinu vakandi auga á henni og presti, þegar það kom til kirkju. Eitt sinn bar það við á föstunni, að prestur las yfir söfnuðinum bréf á kirkjugólfi. Veitti þá vinnukona frá Skarðdalskoti, Steinunn Guðmunds- dóttir, því eftirtekt, að hann steig á fót Guðrúnar, þar sem hún sat, og flaug henni jafnskjótt í hug, að þetta myndi einhver bending vera. Þó stillti hún sig um að hafa orð á þessu við aðra. En ekki voru allir svo orðvarir, sízt Elín bústýra. Vik- umar tíu, sem prestur hafði heitið að vera henni góður, voru nú liðnar, enda gerðist samkomulag þeirra bág- borið. Undi hún sínum hag illa og tók að amast við Guðrúnu á prest- um, sem reyra andann í dróma. — Tengdadóttir hans sagði: „Þetta á víst að vera líkt skáld- skapnum hans Hallgríms sáluga Pét- urssonar". „Það er ekki meiningarverra", — svaraði Steingrímur. Taleð yfir eineygöum manni SÉRA Björn Jónsson á Torfastöð- um var að jarða einn sóknarbænd- anna. Honum mæltist á þessa leið: „Enginn gáfumaður var Bjarni minn í Austurey en smáskrýtinn og skemmtilegur og fyndinn nokkuð stundum. Eigi hafði hann nema aug- að eitt, en betur sótti hann helgidóm inn en sumir þeir, sem hafa þau tvö. Nokkuð þótti hann margmáll, en aldr ei talaði hann orð, sem hneykslað gat kennidóminn". „Sker þú hvalinn“ HVAL rak í Bjarnareyjum árið 1824, og komu bæði Eyhreppingar og Skarðsstrendingar á hvalfjöru. — Urðu ýfingar miklar með mönnum, og lá við, að til bardaga kæmi. Eyjólfur Einarsson í Svefneyjum var fyrir Eyhreppingum. í liði hans var rnaður einn, er Gísli hét, Magnús- son. Hann slæmdi sveðju til eins af þeim, er var í liði Skarðstrendinga, Magnúsar Jónssonar úr Rauðseyjum, og forðaði það stór áverka, að Magn- ús féll, svo að höggið kom neðan á iljarnar, en þykkir leðurskór, er hann var með á fótunum, hlífðu hon- um. Þá mælti Eyjólfur: „Sker þú hvalinn, Gísli sæll, en eigi mennina". setrinu, en flutti henni þó skilaboð að skipun prests, þegar hann fýsti, að hún yrði eftir. Næsta sunnudag fyrir pálmasunnu- dag urðu þær Guðrún og Rósa eftir sem oftar. Tók Elín þá að atyrða Guðrúnu fyrir slæping hennar á Hvanneyri — henni væri nær að fara heim með hinu fólkinu heldur en leiða hneyksli yfir sig og prest- inn með slóri sínu. Guðrún var engu mýkri á manninn þennan dag og svar- að£ fullum hálsi: Kvað hún Elínu ekkert koma þetta við, og enn hefði presturinn ekki barnað sig. Rósa þagði og hlýddi á. Ekki lét Guðrún skipast við þetta. Hún var enn við kirkju á annan dag páska, og þar var þá einnig Þorleifur bóndi Þorleifsson á Siglunesi, er kom- ið hafði sjóleiðis með heimafólk sitt. Bað prestur um far með honum út á Siglunes, því að hann lézt eiga þangað J' Asinimclar saga prestlausa - 980 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.