Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 3
ist mestöll alsett boðum og skerj- um. Á nesinu ofan Skerjasunda er gatklettur einn mikill með svo miklu og víðu opi, að vel má ríða hesti þar i gegn. Hann heitir líka Gathamar. Skammt þaðan er bær- inn Drangavík, sem nú er búinn að vera mörg ár í eyði. Nes eitt gengur út af Dranga- víkurhálsi, og þar eru hin sér- kennilegu Drangaskörð — sérstæð náttúrusmið, sem ekki gleymist auðveldlega Drangarnir standa í riiðum, hv?r fram af öðrum, meö djúpum skörðum á milli og grjót- skriðum undir. Skörðin eru sex að tölu, og það hygg ég, að þessi fagra og stórbrotna hamrasmíð eigi hvergi sinn líka. Svo mun flest um fara, að þeir stara sem heillað- ir á þessa; hátypptu hamraborgir i undrun og djúpri lotningu. Þegar kemur norður fyrir Drangaskörð, hlasa við allar Norð- ui-Strandir, ásamt Geirhólms- gnúpi. Að austanverðu í honum við sjóinn, þar sem Grundarhorn heit ir er hilla sú í klettahlíðum, sem Eyvindarhiila kallast. Þar er al- mennt talið, að Fjalla-Eyvindur hafi gert sér skýli og hafzt þar \ið um skeið Þar hafa fundizt kofarústir úr grjóti, og hafa til skamms tíma staðið út á milli stfeinanna fúnir endar rafta, sem munu vera leifa; af þaki. Og kunn- ugt er að minnsta kosti, að Ey- vindur hafðist við um tíma á þess- um slóðum. Áður á öidum var það mjög al- gengt, að þjófar og afbrotamenn le’tuðu á Strandir norður. Þær voru að jafnaði fjarri leiðum vaidsmanna, og þaðan bárust ekki af þeim miklar fréttir. Þetta kom í hugann, þegar ég renndi augum norður með landinu allt þangað sem Hornbiarg úr djúpinu rís, hgnarlegt sins og konunglegur vörðtir á mörkum úthafsins og Norður-Stranda. Eftir stutta stund erum við kom in á leiðarenda —■ á hinn afskekkt- ?sta sveitabæ á íslandi — að Dröngum. Vélin í bátnum er stöðv uð og akkerum varpað. Við förum á land á trillubáti, sem sótti okkur íram. Á Dröngum er fagurt um að Iitast í góðu veðri, raunar gróð- utsælt og aúsældarlegt. Trjáreki er þar um allar fjörur, hvert sem 3i1ið er, og önnur hlunnindi jarð- arinnar eru æðarvarp gott og sel- veiði. Bærínn stendur við sjóinn á litlu nesi niður undan fjalli, sem Bæiarfjall heitir, mjög háum hamramúla Staðinn prýðir falleg á, sem liðast um sléttar grundir, skammt norðan við bæinn. Þarna úkir friður og kyrrð — aðeins söngfuglakliður og árniður berst íil eyrna. Hingað nær hávaði og cðagot vélamenningarinnar ekki. Hér er næði til þess að láta hug ann reika til löngu liðins tíma, og mér verður fyrst að minnast þess, að hér voru eitt sinn heima- slóðir Eiríks rauða, því að hér segir Landnáma, að Þorvaldur, faðir hans. Ásvaldsson, hafi numið land. Það átti seinna fyrir þeim feðgum að liggja, Eiríki rauða og lÆÍfi heppra, syni hans, að stækka hinn þekkta heim með fundi Græn- lands og Vínlands hins góða, er svo var nefnt. Munnmæli herma, að Þorvaldur Ásvaldsson sé heygð- ur í hól, þar sem Selhólar heita, og ber fornum sögum saman um, að þar nyrðra hafi Þorvaldur and azt Selhólarnir eru fjórir að tölu og nefnist Meyjarsel, þar sem þeir eru. Þessar gömlu sögur og sagnir hafa fangað huga minn, og ég vakna sem af draumi við það, að húsbóndinn á Dröngum biður okk- ur að ganga til stofu og þiggja góð gerðir. Þegar inn er komið, blasa við hlaðin veizluborð. Hin íslenzka gestrisni er enn í heiðri höfð á þessum staö — ekkert til sparað að veita komumönnum sem beztar viðtökur. Á Dröngum búa hjónin Kristinn Jónsson og Anna Guðjónsdóttir og eiga níu börn, hvert öðru efni- legra. Þar er sérstakur myndar- bragur á öllu, bæði utan húss og innan. í stofunni eru flest húsgögn smíðuð af sonum þeirra lijóna, sem dvalizt hafa í verknámsskól- um, og mun það vera fremur sjald- gæft, bæði í sveit og kaupstað, að .setjast í bólstraða stóla, sem gerð- ir hafa verið af heimilisfólkinu sjálfu. En það er ekki einungis verkmenning, sem ríkir á þessum afskekkta bæ. Kristinn bóndi er líka maður gagnfróður í sumum greinum bókmenningar og frábær- lega skemmtilegur heim að sækja. Hann kann flestar íslendingasögur svo að segja spjaldanna á milli og er vel að sér í mörgu öðru. Það kemur enginn að tómum kofun- um, þar sem hann er. En það er ekki daglegur við- ourður að gesti beri að garði hans. Allar Norður-Strandir eru nú komnar í eyði,_ og ekki er byggt ból nær en í Ófeigsfirði. Á hinn bóginn er skemmsta bæjarleiðin um Drangajökul þveran suður að ísafjarðardjúpi. Það er þess vegna varla við því að búast, að margt Framhald á 1030. siðu. TÍMINN - ÍUNNUDAGSBLAÐ 1011

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.