Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 4
Indíánamenning í Andesfjöllum
Sjálfir áttu Inkarnir helgisögu um
uppruna sinn. Samkvæmt henni skap-
aði sólguðinn hinn fyrsta Inka,
Manco Capac, og systur hans. Manco
Capac var sagt að fara og útbreiða
menningu meðal þjóða Andesfjalla,
sem til þessa höfðu búið í villi-
mennsku. Sólguðinn fékk honum gull-
inn staf í bendur, og sagði honum,
að þar skyldi hann reisa borg, er
jörðin væri svo frjósöm, að stafur-
i inn sykki, væri honum varpað til
jarðar. Þau systkinin leggja land und-
ir fót og halda í norðurátt, þar til
þau koma til Cuzcodals. Þar litast
Manco Capac ladnkostir svo góðir,
að hann varpar staf sólguðsins til
jarðar og stafurinn sekkur í jörðina.
Þar reisir Manco Capac borginn
Cuzco, höfuðborg Inkaríkisins.
Þessi saga er til í mörgum útgáfum
og afbrigðum. En þótt hér virðist
um algera þjóðsögu að ræða, ber
fræðimönnum saman um, að hún hati
sögulegan kjarna að geyma, og Manco
Capac hafi verið til. Talið er líklegt,
að hann hafi verið uppi um 1200, en
á veldisdögum hans var Inkaveldið
enn lítið ríki, sem ekki hefur náð
yfir stærra svæði en næsta nágrenni
borgarinnar. Næstu tvær aldirnar
, virðast þeir hafa látið nokkuð að sév
kveða í nágrenninu og herjað tals-
vert á nærliggjandi ættbálka, en ekki
virðist þar hafa verið um neina varan
lega landvinninga að ræða. En árið
1438 tók víð stjórn ríkis Inka að
nafni Pachacuti, og þá hófust land-
vinningar ríkisins. Þeim var haldið
áfram undir stjórn tveggja næstu
Inkanna, Topa Inka og Huyana
Capac. Huyana Capac lézt árið 1527,
og brauzt þá út borgarastyrjöld milli
tveggja sona hans, eins og síðar verð
ur vikið að nánar, en skjótlega eftir
lok þeirra átaka fóru Spánverjar að
sýna landinu áhuga, og það komst
von bráðar á vald þeirra. Stórveldis-
tími Inkanna var þanníg ekki nema
tæp öld, þriggja kynslóða skeið.
Orðið Inka hefur verið notað i
ýmsum merkingum, en raunverulega
var það ekki haft um aðra en þjóð-
þöfðingjann sjálfan og ættingja hans,
*eðstu embættismenn ríkisins. Al-
rúenningur, þjóðin eða þjóðirnar í
Inkaríkinu, voru ekki Inkar. Hvaða
nafn almenningur bar, er ekki vitað,
en kaíla mætti fólkið Qucchua, því
að quechuska hefur tungumál þeirra
verið kallað.
Inkaríkið var þrælskipulagt ein-
ræðisriki, þar sem hver þegn hafði
sinn sess í þjóðfélagsstiganum og gat
ekki hreyft sig þaðan. Sú félagsein-
ing, sem allt kerfið hvíldi á, kallaðist
ayllu. Ayllu hefur verið skilgreind
sem einslags ættsveit, safn nokkurra
fjölskyldna, sem nytjuðu sameigin-
lega það land, sem þær lifðu á. Allir
menn voru fæddir í einhverri ayllu,
og í rauninni voru borgirnar, jafnvel
höfuðborgin sjálf, Cuzco, ekkert ann
að en ayllu, sem höfðu vaxið meira
en almennt gerist. Einstaklingar gátu
ekki átt land, en ættsveitin lét þeim
í té skika, sem átti að nægja þeim
til lífsviðurværis. Þetta ayllu-kerfi
var eldra en Inkarikið, en Inkarnir
héldu því við og skipulögðu. Hverri
ayllu stýrði kjörinn leiðtogi og öld-
ungaráð. Allmargar ayllu voru síðan
undir stjórn umdæmisstjóra, umdæm
in mynduðu liéruð, og héruðin voru
hlutar af einhverjum hinna fjögurra
„hcimshluta ' sem voru undir stjórn
landsstjóra, er áttu engum að svara
nema þjóðhöfðingjanum srjálfum,
Sapa Inea, hinum einstæða Inka.
Alþýðumenn í Inkaríkinu kölluð-
ust puric, og hverjir tíu þeirra höfðu
settan yfir sig verkstjóra. Yfir hverj
ucn tíu verkstiórum var einn yfirmað
ur hærri gráðu, og yfir hverjum tíu
slíkum yfirmónnum eftirlit.smaður.
Þannig var ríkiskerfið byggt uþp, allt
upp í landsstjóra heimshlutanna fjög
urra og Sapa Tnca. Á móti hverjum
10 þúsund þegnum komu 1331 em-
bættismaður.
Ríkið átti allt ræktunarland, en
hver ayllu hafði umráðarétt yfir á-
kveðnu landssvæði. Því var skipt í
þrjá hluta. íbúarnir höfðu einn hlut-
ann til eigin nota, Inkann, þ.e. ríkið,
átti annan og Sólguðinn (eins konar
tíund) hinn þriðja. Hlutar ríkis og
kirkju voru ræktaðar sameiginlega
sem vinnuskattur þegnanna.
Einstaklingarnir voru fæddir í
sinni ayllu, og þaðan var engin und-
ankoma, nema fyrir stúlkur, sem skör
uðu fram úr i vefnaðarkunnáttu, feg-
urð eða gáfum. Þær gátu orðið „út-
valdar meyjar“, og voru þá fluttar dl
Cuzco eða einhverrar annarrar stór-
borgar og hafðar þar í sérstökum hús
um til að vefa skrautklæði Sapa Inka
og urðu oft með tímanum konur stór
höfðingja eða jafnvel frillur þjóðhöfð
ingjans sjálfs. En með þessari einu
undantekningu var fólk bundið við
sinn fæðingarstað og stöðu í lífinu.
Jarðyrkjan var undirstaða alls þjóð
lífsins, og undir stjórn Inka voru
ræktaðar geysimargar tegundir nytja
jurta. Meira en helmingur þeirra
nytjajurta, sem nútímamenn telja sig
eiga erfitt með að vera ári, voru rækt
aðar fyrst í Andesfjöllum. Dugir þar
að nefna aðeins örfáar: maís (20 teg-
undir), kartöflur (240 tegundir), sæt
ar kartöflur, maníok, kakó, pipar og
papaya. Kartöflur voru aðalnytjajurt-
in uppi í hálendinu, og hvergi eru
til jafnmörg afbrigði þeirrar jurtar
og í Perú. Þar eru til hvítar kartöfl-
ur og gular, blágráar, purpurarauðar
og svartar, dröfnóttar og röndóttar og
afbrigði, sem þola vel frost. Maís
(sara), var önnur meginnytjajurtin
og aðalfæða flestra Indiána, en maís
var ekki hægt að rækta jafnhátt yfir
sjávarmái og kartöflurnar.
Atvinnuárið skiptist í tvo hluta,
þurrkatíma og regntíma, og stóð regn
tíminn yfir fiá því í október fram í
maí. Plæging hófst í ágúst og fóru þá
fram mikil hálíðahöld, sem yfirvöld-
in tóku ætíð þátt í. Plógar voru eng-
ir til né, dráttardýr, heidur var jörð-
in pæld upp með spöðrm, taella. —
Maís var plantað í september, kart-
öflum í byr.iun regntímans seint í
október eða nóvember. Fyrst yrktu
menn eigin akra, bletti Inkans og
Sólguðsins, síðan sneru þeir sér að
ökrum þeirra frænda sinna, sem voru
fjarverandi í herþjónustu eða gegndu
öðrum opinberum skyldum, og síðast
voru yrktir biettir haltra og sjúkra.
Akuryrkjan var mjög tengd áveitu
kerfinu, og því var aftur nátengd
stallagerð í fjallshlíðunum. Til þess
að auka ræktunarlandið var jarðveg
ur færður saman í stalla, sem oft
1012
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ