Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 20
þar sem þeir nöfðu hafnað boði um
að snúa aftur án þess að því fylgdi
nofckur niðuriaeging eða virðingar-
missir.
Spánverjunum var hvarvetna tekið
með vinsemd, enda gættu þeir þess
vandlega að gera ekkert það, sem
gæti reitt Indíánana til reiði. Hvar
sem þeir komu, var þeim búinn gisti-
staður í opinberum byggingum, sem
annars voru ætiaðar Sapa Inka einum
í herferðum hans Lið Pizarros gat
þannig haldið viðstöðulaust inn í
landið og frain fjalladalina. En her-
búðir þjóðhöfðingjans fann hann
ekki.
Þegar Pizarro kom til þorps að
nafni Zaran frétti hann, að hersveit
væri stödd í '~’axas, fjallabæ þar
skammt frá. Hann sendi þegar í stað
nokkra menn undir stjórn Hernandos
de Sotos þangað til að afla frétta og
kanna ástand hersins. Frá Soto frétt.i
hann ekkert í -úma viku, og Pizarro
var farinn að hafa áhyggjur um öriög
hans. En þá Kom hann skyndilega
aftur. og í för með honum var hátt-
settur embæt.ismaður, sendimaður
frá Inkanum siálfum. Hann hafði hitt
Soto í Caxas og slegizt í för með hon-
um til að flytja Pizarro boð og gjafir
einvaids síns. Atahuallpa, sagði sendi-
maðurinn, fagnaði komu Pizarros til
landsins og bauð honum að heim-
sækja sig í herbúðir sínar uppi í
fjöllunum.
Pizarro var ijóst að tilgangur þess-
arar sendifarar var ekki sízt sá að
kanna styrkleika innrásarliðsins.
Hann lét þó ekkert á tortryggni sinni
bera og sýndi sendimanninum allan
þann sóma og virðingu. sem hann
frekast gat lálið í té. Og að skilnaði
fékk hann honum í hendur gjafir til
Atahuallpa og bað sendimanninn skila
því til Inkans að hinn voldugi kon
ungur handan hafsins hefði frétt um
sigra hans og því væru Spánverjar
nú komnir til að votta honum virð-
ingu sina og bjóða honum hernaðar-
aðstoð gegn óvinum hans. Þeir myndu
nú halda á fund hans eins skjótlega
og þeir gætu.
Soto hafði Komizt að því. að Ata-
huallpa var staddur með her sinn í
Caxamalca, kunnum baðstað handan
fjallanna, og þangað ákvað Pizarro
að halda þegai í stað. Leiðin var
bæði erfið og hættuleg, lá eftir ein
stigum milli hamrabelta og gljúfra
og um skörð, sem fáir menn hefðu
auðveldlega gstaft varið. En Pizarro
taldi sér ekki annað fært- en halda
áfram: hann hafði alls staðar til
kynnt, að hann hygðist halda til fund
ar við Atahuallpa sjálfan og látið
flytja Inkanum þau boð, og hann
hafði ekki efni á að sýna þá hugdeigð,
sem breytingar á áformum hans hefðu
verið talandi tákn um.
En Pizarro slapp við það, sem
hann hafði óttazt mest. Indíánarnir
réðust ekki á hann á leiðinni upp
fjöllin, og þegar hann var kominn
upp á hásléttuna, hitti hann sendi-
menn, sem hann hafði sent á undan
meginflo'kknum til Caxamalca. Þeir
fluttu honum þær fregnir, að leiðin
til aðsetursstaðar Atahuallpa væri ó-
varin. Skömmu síðar komu sendi-
menn frá Inkanum til móts við Spán-
verjana. Þeir báru Pizarro lcveðju
höfðingja sins og ítrekuðu heimboð
hans.. Pizarro svaraði með sömu
kurteisi og áður þótt hann tortryggði
Atahuallpa og efaðist um, að trú-
leiki hans væri jafnmikill og hann
lét í veðri vaka Pizarro hafði meðal
annars verið skýrt frá því, að Ata-
huallpa hefði til þess eins fengið
hann til að koma austur yfir fjöll-
in að eiga þar hægara með að koma
honum fyrir kattarnef með aðstoð
liðsstyrks síns, sem skipti þúsundum
og tugþúsundum. Pizarro var alls
ekki frá því, að eitthvað kynni að
vera til í þessum áburði, en hins veg-
ar varð ekki aftur snúið, og hann
varaðist að sýna á sér minnsta veik-
leikameríri eða djörfungarskort, því
að hann vissi, að það gat riðið honum
að fullu.
Þegar Pizarro nálgaðist Caxamalca
skipaði hann liði sínu í þrjár sveitir
og hélt til borgarinnar tilbúinn til
bardaga, ef á þyrfti að halda. En
hann varð engra mannaferða var, og
sjálf borgin var mannlaus með öllu.
Þetta var síðari hluta dags 15. októ-
ber 1532. Þótt veður væri farið að
versna, vildi Pizarro ekki draga það
að gera út menn á fund Atahuallpa,
sem hafði herbúðir sínar skammt ut-
an við borgina. Hann sendi Soto af
stað með fimmtán ríðandi menn. og
síðar lét hann Hernando, bróður sinn
fara á eftir honum með tuttugu
manna sveit.
Milli borgarhinar og herbúðanna
lá steinlagður vegur, og Spánverjana
bar skjótt yfir. Áður en leið á löngu
voru þeir komnir að yztu tjaldbúð-
um hersins. Indíánarnir stóðu fyrir
framan tjöld sín með alvæpni og
horfðu á komumenn ríða hjá, en eng-
ar tilraunir gerðu þeir til að hefta
för þeirra. Litlu síðar komu Spán-
verjar að breiðu en grunnu vatns-
falli, sem brú lá yfir. Á bakkanum
hinum megin stóðu fjölmargar her
sveitir Indíána. en þær sýndu komu-
mönnum enga áreitni, og einn her-
mannanna sýndi með bendingum.
hvar aðalstöðvai Inkans væru.
Þær reyndust vera hálfopin bygg-
ing með stórt ,org fyrir framan og
blómagarð að baki. í hallargarðin-
um var margt höfðingja og tignar-
kvenna, og þar á meðal Atahuallpa
sjálfur, sem sat á lágum sessi ekki
ósvipuðum þeim, sem tíðkazt meðal
austurlenzikra höfðingja. Aðrir við-
staddir stóðu hins vegar, og fjarlægð
þeirra frá heiðurssæti Inkans sagði
til um tign þeirra og þjóðfélagsstöðu.
Hernando Pizarro og Soto riðu
ásamt fáeinum mönnum að hásæti
Inkans, og Hernando ávarpaði hann
kurteislega, án þess þó að stíga af
baki. Hann kvaðst vera sendur af
bróður sínum, foringja hvítu mann-
anna, til að sfcýra þjóðhöfðingjanum
frá komu þeirra til Caxamalcaborgar.
Hernando kvað þá vera þegna vold-
ugs þjóðhöfðingja handan hafsins og
vera komna til landsins vegna þess
frægðarorðs sem færi af Atahuallpa,
og einnig lægi þeim á hjarta, að fræða
Inkann um kenningar hinnar einu
sönnu trúar, ?em þeir væru svo
heppnir að vera aðnjótandi. Að Iok-
um flutti Hernando Atahuallpa þau
boð, að hann væri velkominn í heim-
sókn til Pizarros í herbúðum hans.
Þessari ræðu svaraði Atahuallpa
ekki einu orði né lét á nokkurn hátt.
á sér merkja, að hann skildi, hvað
talað var, þótt allt væri samvizku-
samlega túlkað. Ilernando tók þá aft-
ur til máls og íiað Inkann að svara
og segja þeim, hvers hann óskaði í
sambandi við komu þeirra. Þá brosti
Atahuallpa og svaraði: „Segið herra
yðar, að ég sé nú í föstu, sem endar
í fyrramálið. Þá mun ég heimsæk.ia
hann og höfðinp.jar mínir. Þangað til
skal hann búa í embættishúsunum
rið torgið, en hvergi annars staðar,
þar til ég kem og skipa, hvað síðan
skuli gert“.
Soto varð þess nú var, að Inkann
horfði með talsvert mikilli athygli
á hest hans, sem stóð fyrir framan
hásætið óþolinmóður og rykkti í
beizlið. Hann hleypti því nokkrum
sinnum fram og aftur um torgið og
lét hestinn leika ýmsar listir, en
Soto var fræknleiksmaður hinn mesti
og ágætur reiðmaður. Að lokum kom
hann á þeysingspretti beint í átt að
sæti Inkans, eíns og hann ætlaði að
ríða hann um koll. En þegar hann
átti ófarinn aðeins lítinn spöl, nam
hann skyndilega staðar, en svo nálægt
Inkanum var hann þá kominn, að
froða slettist á klæði hans. Atahuallpa
„lireyfði hvórki legg né lið, meðan
á þessu stóð og brá ekki svip, en
sumum manna hans varð hins vegar
svo mikið um þetta, að þeir hörfuðu
undan greinilega óttaslegnir. En þeir
fengu að gjalda hugdeigðar sinnar
fullu verði, ef sú saga er sönn, sem
skömmu síðar komst á kreik, að
Atahuallpa haíi létið talca þá af lífi
fyrir að sýna beyg sinn svo augljós-
lega.
Þegar þeir Hernando Pizarro og
Soto voru komnir aftur til Caxamalca,
hélt Pizarro raðstefnu með þeim og
öðrum foringjum sínum. Þar lagði
hann fram ráðagerð sína um fram-
hald herferðarinnar. Eitthvað varð
að aðhafast mjög fljótlega. Flótti
var óhugsandi og löng bið í aðgerð-
arleysi í nábýli við hermenn Inkans
1028
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAf*