Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 5
náðu geysihátt upp í fjöllin. Vatn var
síðan leitt að efstu stöllunum, og það
aá rann það stall af stalli niður hlíð-
ina og flutti moldinni frjómagn sitt.
IÞessi stallagerð hefur verið mikið
íiákvæmisverk, þar sem halli stall-
áhna varð að vera réttur, svo vatn
hvorki safnaðist fyrir á þeim né rifi
þá niður, enda voru þess mörg dæmi
að sérstakir menn voru sendir frá
höfuðborginni til að stjórna gerð
þeirra.
f þeim héruðum, þar sem áveitu-
kerfið var ekki af fullkomnasta tagi,
var októher alltaf hættulegasti tími
ársins. Þá átti regntíminn að hefjast,
og við það höfðu störf manna miðazt,
en fyrir kom að regninu seinkaði. Þá
var það trúarbragðanna að taka í
tauimana. Lamadýrum var fórnað um
gjörvallt landið, þau bundin við staur
án matar og drykks og látin svelta
f hel, ef regnið kom ekki skjótlega.
Að baki hefur eflaust m.a. Iegið sú
skoðun, að máttarvöldin gætu ekki
staðizt þorstakvein þeirra.
Lamadýrið hafði mikla þýðingu
fyrir Indíána Andesfjalla, þótt það
væri hvorki notað sem reiðskjóti né
dráttardýr. f Inkaríkinu voru allar
skepnur eign ríkisins og notaðar sem
áburðardýr, en þó einkum til ullar-
ræktar. Ull lamadýra var einkum not
uð í ábreiður, sekki og annan grófari
vefnað, en fatnaður var gerður úr
ull alpakkadýrsins. Bezta ullin var
þó af vikunjunni, og var hún ekki
ofin fyrir aðra en Inkann og æðstu
embættismennina. Vikunjuull er tal-
in sú fíngerðasta í heimi, enda héldu
Spánverjar fyrst, er þeir sáu klæði
úr henni, að beir hefðu fengið silki
í hendur.
Sapa Inka klæddist aldrei klæðum
úr öðru efni en vikunjuull og aldrei
sömu klæðunum nema einu sinni;
þau voru brennd eftir daginn. En hins
vegar var eitt aðalstarf hinna útvöldu
meyja að vefa honum ný klæði, svo
að hann þyrfti ekki að búa við nekt.
Inkaríkið var fræðilega séð guðs-
ríki. Inkann var sonur sólguðsins og
staðgengill, ef ekki hreinlega guð.
Af þeim sökum voru öll afbrot gegn
ríkinu guðlast um leið og refsingar
voru yfirleitt strangar. Morð, ofbeldi,
þjófnaður, leti og l’ygar voru
allt refsiverð afbrot. Skattgreiðsla
þegnanna var lögð fram í formi
vinnu og því var leti eins konar skatt
svik og lá 'dð henni dauðarefsing,
ef hún gerðist þrálát. Þjófnaður, eink
um frá ríkinu, var einhver versti
glæpur, sem hægt var að fremja, og
lá við honum skilyrðislaus dauða-
refsing, nema þjófurinn hefði sannan-
lega stolið af skorti. Þá var hann
sýkn, en embættismanni þeim, er átti
að sjá um, að enginn í umdæminu
liði skort, refsað með dauða í staðinn.
f Inkaríkinu átti það ekki að koma
fyrir, að nokkur hefði ekki í slg og
á, en hins vegar var ekki gert ráð
fyrir því, a'ð neinn fyndi hjá sér
hvöt til að safna að sér meiru en
hann þurfti til daglegrar neyzlu. —
Spánverjum þótti enda mikið til
koma u.m heiðarleika Indíánanna.
Drykkjuskapur var leyfður, nema þeg
ar hann átti sér stað í vinnutíma, þá
jafngilti hann leti og var refsiverður.
Lögin gerðu sér mannamun. Refs-
ingar voru þyngri fyrir afbrot, sem
embættismenn frömdu en almenning-
ur, og þvi þyngri sem tign afbrota-
mannsins var meiri.
Almenningur bjó við einkvæni, en
Sapa Inca átti margar konur. Fyrsta
fcona hans, eoya, var að jafnaði syst-
ir hans, en hann var eini maðurinn
í ríkinu, sem hafði leyfi til að kvæn-
ast konu úr sama ættbálk. Til var
opinber fyrirskipun um þetta atriði
svo hljóðandi: „Vér, Inka, mælum
svo fyrir og skipum, að enginn skuli
kvænast systur sinni eða móður, syst
urdóttur eða móðursystur eða frænku
eða guðmóður barns síns að viðlagðri
þeirri refsingu, að augað sé úr hon-
um stungið .... því að aðeins Ink-
anum er leyfilegt að kvænast hold-
legri systur sinni“.
Tilgangur þessa siðar er augljós.
Inkann vildi halda hinu guðlega blóði
sínu hreinu, og eftirmaðurinn var
ævinlega valinn úr hópi sona hans
með fyrstu konunni, en þurfti ekki
að vera sá elzti. Aðrir synir hans
með öðrum konum, sem stundum
voru býsna margir, gegndu æðstu em-
bættum ríkisins, og þeir mynduðu
saman ayllu Inkans. Aðrir embættis-
menn voru Inkar að nafnbót, oft höfð
ingjasynir úr þeim héruðum, sem Ink
ar lögðu undir sig. Allir ecnbættis-
menn voru skattfrjálsir, það er að
segja, þeir þurftu ekki að leggja
fram þá vinnu, sem var kvöð á öðr-
um þegnum.
Inkar réðu ekki yfir neinu letrl,
ekki einu sínni samstöfumyndaletri
eins og Aztekar og Mayar, aðrar
helztu menningarþjóðir Ameriku.
Hins vegar áttu þeir til ákveðið
hnútakerfi, quipu, sem stundum hef-
ur verið ranglega nefnt hnútaletur.
En quipu var ekkert raunverulegt
letur, heldur aðeins hjálpartæki fyrir
minnið, og með því hefur varla verið
hægt að tákna annað en tölur. Út-
búnaðurinn var sára einfaldur. í
meginþráð, sam gat verið alllangur
voru hnýttir ýmisléga litir þræðir,
og á þá voru riðnir hnútar eftir á-
kveðnum reglum. Hnútakerfið virð-
ist hafa fylgt tugareglunni og til var
tákn fyrir núll. Með þessu kerfi
skráðu yfirvöldin fjölda lamadýra og
skattskyldra borgara í einstökum hér
uðum og annað, sem hægt var að
mæla í tölum. En til þess að geta
lesið úr hnútakerfinu þurftu menn
að vita, hvað var skráð á hvern þráð,
og embættismennirnir höfðu í sinni
þjónustu sérstaka quipucamayoc, sem
riðu hnútana og lásu úr þeim aftur.
Hnútakerfið var þýðingarmikið hjálp
Ouipj eSa Hnútakerfi Ink-
anna. — Þrseðirnir voru
rrarglitlr og á þá riðnir
hnútar eftir ákveðnum
reglum, en ekkl hefur þó
vorið um eiginlegt letur
að ræða.
TIMINN - SUNNUDAGSBLA*
1013