Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 15
Þorsteinn frá Hamri: Gunnhildur konungumóðir 0 Ein er sú Kona útlend í íslenzKum fornbókmenntujii er snertir íslend- ínga svo veruiega að hún næstum skapar þeím órlög; af konu þessari segir margt, og snemma virðast ís- lenzkir sagnamenn hafa gert sér um hana ákveðna hugmynd svo frá þeim uppdrætti skeikai hvergi. Hvað sem skiptum hennar at íslendíngum ann- ars líður í verunni er víst að hún var á sínum tíma mikils megnug um gáng mála í umdæmi sínu Noregi; sópav mjög að þessurn skörúngi í konúnga- sögum, en eiginlega er eingin saga hliðholl henni Það lætur að tíkum að slík kona kemur ekki á neinn venjulegan hátt fram á sjónar.ivið athurðanna á 10. öld í Noregi einsog þeim er lýst á bókum. Haralaur konúngur hárfagri unnj Eiríki biiðöx mest sona sinna og gaf honum herskip tólf vetra göml um; „og fór bann í hernað“, segir Snorri, „íyrst í Austurveg og þá suðlir um Danmörku og um Frísland og Saxland. og draldist í þeirri ferö fjóra vetur. Eftir það fór hann vest ur um haf og herjaði um Skotland og Bretland, írland og Valland og dvald- ist þar aðra [jóra vetur. Eftir^það fór hann norður á Finnmörk og allt til Bjarmalands, og átti hann þar orr- ustu mikla og bafði sigur. Þá er hann kom aftur á Finnmörk, þá fundu menn hans í namma einum konu þá, er þeir höfðu enga séð jafnvæna Hún nefndist fyrp þeim Gunnhildur og sagði, að faðir hennar bjó á Há logalandi, er hét Özurr toti. „Eg hefi hér verið til þess“, segir hún, „að nema kunnustu af Finnum tveim, er hér eru fróðastir á mörkinni. Nú eru þeir famir á veiðar, en báðir þeir vilja eiga mig og báðir eru þeir svo vísir, að þeir rekja spor sem hundar bæði á þá og á hjarni, en þeir kunnu svo vel á skíðum að ekki má forð- ast þá, hvorki menn né dýr, en hvatki er þeir skjóta til, þá hæfa þeir. Svo hafa þeir fyrir komið hverjum manni er hér hefir tomið í nánd. Og ei þeir verða reiðjr, þá snýst jörð um fyrir sjónum þeirra, en ef nokkuð kvikt verður i.yrir sjónum þeirra, þá fellur dautt niðui Nú meguð þér fyrir engan mun verða á veg þeirra nema ég fela vður hér í gammanum Skulum vér þá freista ef vér fáim drepið þá.“ Þeir þekktust þetta, að hún fal þá. Hún tók línsekk einn, og hugðu þeir að uska væri í. Hún tók þar í hendi sinni og söri því um gammann utan og innan. Litlu síðar koma Finnar heim Þeir spyrja hvað þar er komið. Hún segir, að þar er ekki komið. Finnum þykir það undar legt, er þeir höfðu rakið spor allt að gammanum. en síðan finna þeir ekki. Þá gera peir sér eld og matbúa. En er þem voru mettir þá býr Gunn hildur rekkju sína. En svo hafði áður farið þri.ár nætur, að Gunn- hildur hefir .--ofið en hvor þeirra hefir vakað yfir öðrum fyrir ábrýðis sakir. Þá mælti hún: „Farið nú hing- að, og liggi á sína hlið mér hvor ykkar.“ Þeir urðu þessu fegnjr og gerðu svo. Hún hélt sinni hendi um háls hvorum þeirra Þeir sofna þeg- ar, en hún vekur þá Og enn bráðlega sofna þeir og svo fast, að hún féer varlega vakið þá. Og enn sofna þeir. og fær hún þá tyrir engan mun vak ið þá, og þá setur hún þá upp, og enn sofna þeir Hún tekur þá selbelgi tvo mikla og steypir yfir höfuð þeim og bindur að sterklega fyrir neðao hendurnar Þá gerjr hún bending konungsmönnuoi. Hlaupa þeii þá fram og bera vopn á Finna og fá hlað- ið þeim, draga þá út úr gammanum. Um nóttina eftir voru reiðarþrumui svo stórar að þeii máttu hvergi fara. en að morgni ícru þeir til skips og höfðu Gunnhildii með sér og færðu Eiríki. Fóru þeii Ejríkur þá suður til Hálogalands Hann stefndi þá til sín Özuri tota Eiríkur segir að hann vill fá dóttur hans. Özurr játir því. Fær þá Eiríkur Gunnhildar og hefir hana með sér suður í land“. Hitt er svo annað mál að Gunn- hildur var ekki dóttir Özurar tota. heldur Gorms Danakonúngs, sani kvæmt Hjstoria Norwegiæ og stað- reyndum sem íslenzkar heimildir greina frá án bess þó að vita rétta faðernið. B Ágrip al 'Noregskonúngasögum, sem skrifað mun af þrænzkum klerki og er ein aðaíheimild Snorra að Heimskringlu ivsii Gunnhildi svo: „allra kvenna U-gurst, lítil kona sýn- um en mikjl aóum; hún görðist svo illráð, en hann (pe. Eiríkur tróð- öx) svo áhlýðinn til grimmleiks ig til allskyns aþjánar við lýðinr. að. þungt var að bera Því var óanrt kallaður blóðöx að maðurinn var of- stopamaður og ilreypur og allra mest af ráðum hennar“ Hjá Snorra hljóðar lýsingin svo: „kvtnna fegurst, vitur og margkunnug. glaðmælt og undir hyggjumaður mikill og hin grimm asta.“ Haraldur hárfagrj gerði Eirik að yfirkonúngi bræðra sinna, hann hafði þá raunar drepið tvo þeirra, Rögnvald réttilbeina og Björn kaupmann „en er það spurðu aðrir synir Haralds konungs, þá settist Hálfdan svarti i konúngs hásæti Tók hann þá til for- ráða allan Þrandheim Hurfu að því ráði allir Þrændu með honum. Eftir fall Bjarna kaupmanns tók Ólafur, bróðjr hans, ríki yfir Vestfold og til fósturs Guðröð son Bjarnar. . En er Víkverjar spurðu að Hörðar höfðu tekið til yfirkonungs Eirík, þá tóku þeir Ólaf til ytirkonúngs í Víkinni, og hélt hann bvi ríki Þetta líkaði Eiríki stórilla Tveim vetrum síðar varð Hálfdan svarti bráðdauður inni í Þrándheimj jð veizlu nokkurri, og var það mál manna, að Gunnhildur konúngamóðir hefði keypt að fjöl- kunnigri konu að gera honum bana- drykk“ Eftir þetta héit Eiríkur Noregi unz bróðir hans Hákon góði kom úr föstri Aðalsteim Einglakonúngs; fyr- ir honum stökk Eiríkur úr landi því að „Eiríks óv’nLæld óx æ því mejr sem allir menn gerðu sér kærra við Hákon konúng1 Eiríkur kom til Eing- lands og var tekinn til konúngs af Norðimbrum, sennilega 948, og hafði aðsetur í Jórvík Það segir síðast af Eiríki blóðöx í núrrænum heimildum að þegar Játmundur (réttara Játr- áður) Einglakonúrjgur tók að amast við honum, fór hann í vesturvíking, herjaði um síðir á Einglandi og gekk lángt á land jpp „Ólafur hét kon- úngur sá er Jálmundur konúngur hafði þar sett fii landvarnar . . .Fellu mjög enskir menn, og þar sem einn féll, komu þrír af landi í staðinn. Og inn öfra hlut dagsins snýr mann- T I M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1023

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.