Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 17
BENJAMÍN SIGVALDASON: S/ysið í Öskju 1907 an og leið svo hálfur mánuður að þau lágu þar um nætui og drukku. Unn- ur Marðardóttir gígju hafði verið föstnuð Hrúti, og þegar voraði ' konúngsgarði geiðist Hrútui hljóð ur. „Ertu hugsjúkur, Hrútur . . Áttu konu nokkura ú' þar?“ spyr Gunn hildur og þykist ciga kollgátuna þótt Hrútur þvertaki fyrir það. Og þar kemur að Hrútui fær orlof tii ís- lands. Gunnhddur „kyssti hann og mælti: „Ef ég á svo mikið vald á þér sem ég ætla þá legg ég það á við þig, að þú megir engri munúð fram koma við Ronu þá, er þú ætlai þér á íslandi. en fremja skalt þú mega vilja þinn við aðrar konur. Og hefir nú hvorki okkart vel: þú trúðir mér eigi til máJsins" Hrútur hló að og gekk í braut“ Það ei alkunnugt Njálulesendum að þessi róttæku álög drottníngar stýra ekki svo Jitlu af ferli atburða 1 Njálu eftir þetta Hitt er aukaatriði að samkvæmt timatali yrði hjónaband Hrúts og Unnar að staðsetjast fyrr í tímanum en ríkisár Haralds grá- feldar, svo helzti lítið rúm yrði fyrir ástir þeirra Gunnhildar í verunni. m Gunnhildur kc-núngamóðir er þann ig ekki aðeins umsvifamikil persóna í stjórnmálum Noregs heldur og sál arlífi manna hci heima á íslandi, þó með tvennum hætti sé. Og um konu þessa, sem sagnariturum varð hug- leikin sem dóttir Özurar tota í læri hjá seiðskröttum á Finnmörku, erki- fjandmaður eða ástkona, hafa síðari tíma munnmæli á íslandi skapað fá- ránlegan samsetníng sem á rót sína í seiðkynngi beirri og ástleitni er sögurnar hafa í hámæli um hana: „Gunnhildur konúngamóðir var kona ærið marglát, og sagt er að hún hafi breytt scr í líki ýmissa dýra til þess að ná samblendi við karldýrin Reynslu sína frá þeim viðskiptum er svo sagt að hún hafi orðað svo: Lin- skeyttur foli, harðskeyttur boli, fæstar hygg ég dándismeyjar Jamb- hrútinn þoli“ Þarna er hr.iútt skopið efst á ten íngnum, og lítiff eftir af aðdáun þeirri sem höfundar fornsagnanna geta aldrei varizt þegar þeir koma frásögn sinni í grennd við Gunnhildi konúngamóður (Tínt saman eftir: Heims- krínglu Snorra Sturlusonar, út- gáfu Fornritafélagsins; Ágripi af Noregskonungasögum; Egils sögu Skallagrímssonar; Lax- dæla sögu: Brennu-Njáls sögu; íslenzkum þjóðháttum J.J.). ASKJA var um skeið mjög á dag- skrá. Var það ao vonum, þar sem ferðamannastraumur hefur verið gríð armikill til eldstöffvanna og bílvegur kominn þessa löngu leið um óbyggð- ir, eingöngu vegna ferðamanna, sem ýmist vegna forvitni eða vísindaáhuga hafa gjarnan viljað komast á vettvang til að sjá hin furðulegu náttúrufyrir- bæri. Síðustu Ö8 árin hefur Askja tví- vegis áður verið á dagskrá — í fyrra skiptið eftir Dyngjufjallagosið mikla árið 1875, en í síðara skiptið árið 1907, er hið óhugnanlega slys ótti sér stað. Atburður pessi hefur almennt verið dagsettur hinn 10. júlí, enda þótt eng- in nákvæm vissa sé fyrir þvi, hvenær það gerðist. Það er þetta atvik, sem ég vildi hér gera lítils háttar að umræðuefni. Ég var tólf ára, er fregnin um slysið barst út um sveitir Þingeyjarsýslu. Þótt liðin séu 56 ár síðan þetta gerð- ist, er mér enn í fersku minni, hvað um þetta var rætt manna á meðal. Ég held, að enginn hafi verið í vafa um það þá, hvað hér hafði gerzt. Það var yfirleitt skoðun allra, að menn- irnir hefðu verið hreinlega myrtir. Síðan hefur margt og mikið verið skrifað um alburðina í Öskju. En greinilegast og bezt hefur skrifað um það ritsnillingurinn Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri á Akureyri, í sínu mikla ritverki „Ódáðahraun". Ég held að allir, sem um slysið hafa skrifað, minnist eitthvað á fyrrgreinda skoð- un manna, að Þjóðverjarnir hafi ver- ið drepnir. En allir þessir rithöfund- ar virðast sammála um það að hafna þessari kenningu, en geta þó ekki, af eðlilegum ástæðum, komið með nokkrar fullnægjandi skýringar á at- burðinum, þar sem lík mannanna hafa aldrei fundizt — og ekki hið allra minnsta komið í dagsljósið, sem gefið gæti nokkrar upplýsingar hér að lútandi. Það er sem sagt enn í dag allt þoku hulið, hvernig slysið hefur gerzt, og að sjálfsögðu verður það aldrei upplýst hér eftir. Nú er það sannast mála, að ég hef verið að velta þessu máli fyrir mér í meira en hálfa öld og jafnframt reynt að komast yfir allt, sem skrifað hefur verið um það á landi hér. Enda þólt hinir ágætustu rithöfundar hafni þeirri kenningunni, að hér hafi morð verið framið, þá hefi ég aldrei getað fallizt á skoðun þeirra, enda hefur, sem fyrr segir, enginn beirra getað komið með viðhlítandi skýringar á atburðinum. Nú skal mál þetta athugað ofur- lítið og dregnar fram nokkrar stað- reyndir, sem kynnu að geta varpað ljósi á það, sem hér er um að ræða, án þess þó að nokkrar sannanir séu fyrir hendi, enda er þess ekki að vænta, þar sem allt þetta mál er að mestu myrkri hulið. Þá er þess fyrst að geta, að þýzkur maður, Walter von Knebel að nafni, fær áhuga fyrir íslenzkri jarðfræði, enda var hann dokror í jarðfræði og háskólakennari í þeirri grein. Vetur- inn 1907 ákveður hann að fara til Islands á næsta sumri til að rannsaka Öskju og tekur með sér vin sinn, málarann Max Rudloff Ekkert fóru þeir leynt með þessa ferðaáætlun, svo að mörgum var þetta kunnugt, einkum þeim, sem höfðu áhuga á jarðfræði. Meðan á undirbúningnum stóð, ræddu þeir við ýmsa um ferðina, og meðal þeirra var ungur jarðfræði- stúdent, Hans Spethmann að nafni. Hann spurði Iínebel mikið um þessa fyrirhuguðu ferð, en minntist ekki einu orði á það, að hann sjálfur hefði nokkurn áhuga á því að slást í félag með þeim. Síðan lögðu þeir Knebel og Rudloff af stað í þessa ævintýraferð og komu til Akureyrai fyrir mánaðamótin júní og júlí. Þegar þangað kom, urðu þeir ekki l'ítíð undrandi, er þeir mættu sjálfum Ha’.ts Spethmann á götunni. Spetihmann fór nú þess mjög ákveðið á leit við þá félaga, að hann mætti slást í ferðina að Öskju, og sáu þeir enga ástæðu til þess að neita honum um það, því að þá grunaði vitanlega ekkert, að hér væru brögð í tafli. En óneitanlega hefur þeim fundizt það undarlegt, að hann skyldi ekki ræða um þetta, áður en þeir lögðu af stað frá Þýzkalandi, heldur laumast á und- an þeirn til íslands. Nú er skemmst af því að segja, að þeir félagar lögðu af stað til Öskju og komu þangað í byrjun júlí. Fylgd- armaður þe'rra var Ögmundur Sig- urðsson, sem þá var talinn einn bezti fylgdarmaður á íslandi ,og hafði hann með sér aðstoðarmenn. Þeir sneru strax aftur til byggða, en Þjóðverj- arnir urðu eftir, svo sem ráð hafði verið fyrir gert. Þeir voru sérstaklega vel útbúnir með tjöld, svefnpoka og matvæli og allan annan útbúnað, þar á meðal rannsóknartæki. Nú hófu þeir félagar rannsóknir sínar, enda T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1025

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.