Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 9
X. Dag einn I góulok árið 1824 sáu Siglfirðingar, að bátur, sem þeir báru ekki kennsl á, hélt inn fjörðinn. Stefndi hann beinustu leið til kaup- staðarins og renndi að landi við eyr- ina neðan við verzlunarhúsin. í skutnum sat einkennisbúinn maður: Gunnlaugur sýslumaður Briem á Grund í Eyjafirði. Hið næsta honum var skrifari hans, Jónas Jónasson að nafni, sem jafnaa var í för með hon- um, þegar hann fór til þinga. Yfir- vald sýslunnar var komið til Siglu- fjarðar og hai'ði í farteski sínu ekki færri en þrjár kærur á hendur séra Ásmundi Gunnlaugssyni á Hvanneyri. Gunnlaugur sýslumaður var harður á brún og kuldalegur þótti í fari hans öllu, er hann gekk upp eyrina, enda lék það orð á, að hann væri óvæginn, þegar ’ harðbakkann sló. Útnesjakörlum hentaði betur að sitja og standa eins og honum lík- aði, ef þeir vildu ekki falla í þunga ónáð. Nú var skjótt við brugðið. Sýslu- maður lét birta fjölda manna stefnu og hugðist Ijúka málunum sem fijót- ast. Þegar hann hafði hvílt sig einn dag, dró hann fram kæru frá Níelsi faktor Níelssyni, er krafðist bóta af séra Ásmundi fyrir þær sakir, að hann hefði vakið ófrið í kaupstaðn- um með illum orðum og gerðum þá um veturinn í viðurvist margra vitna. Hefur hann sennilega þótzt mjög meiddur af presti, því að hann sótti mál sitt ærið fast- Séra Ásmundur kom á þingið sem að líkum lætur og var hinn l.iúfasti. Kvað hann Níels hafa getað með „góðmótlegum jöfnuði, skaðabótum og sættum af ^ér náð án þingdeilda", og kom þar, að harn féllst á að gera afsökunarbón sína og greiða fimmtán ríkisdali silfurs til prestsekkna hér- aðsins fyrir það, er hann kynni að hafa af sér brotið í ölæði. Það, sem knúið hafði sýslumann til þess að takast þessa löngu ferð á hendur á vetrarlagi, var þó að sjálf- sögðu mál Jóns Arnfinnssonar í Skarðdal, er ekki vildi una því leng- ur, að barn dóttur hans væri föður- laust. Prestur vissi mætavel, að nú myndi þurfa alls við, ef hann átti að halda velli, og tók hann því einn- ig að stefna vitr.um. Þótti honum einna líklegast sér til fríunar að færa sönnur á, að Davíð Sveinsson hefði um skeið verið orðaður við þunga stúlkunnar þar í sveitinni. En áður en upp rynni sá dagur, er rannsókn fcarnsfaðernismálsins skyldi hefjast, viidi sýslumaður leiða til lykta kæru frá Jóni Einarssyni, vinnumanni faktcrs, er gaf presti að sök, að hann hei'ði kallað sig þjóf og fant í áheyrn tveggja manna. Presf- ur gerðist heldur úfinn, er fitjað var upp á þessu máli, og lét sem sér kæmi það á óvart, því að hann hefði ætlað, að sættargerðin við húsbónda Jóns hefði einnig tekið til hans. En Jón sat við inn keip og vildi leiða fram vitni sín, Pétur í Skarðdal og Gísla bónda Sigurðsson á Ráeyri. Þá varð prestur ókvæða við og mót- mælti báðum vitnunum, þar eð Pét- ur væri sonur Jóns í Skarðdal, er sækti mál á hendur sér, og bróðir Guðrúnar, sem kenndi sér barn, en Gísla lýsti hann svo fákunnandi í kristindómi, að hann yrði að yfir- lieyra fyrir rétti í helgum fræðum, áður en hann fengi að vinna eið að nokkrum framburði. Og hvað sem þá valdið hefur, þá féll þetta mál með öllu niður, og virðist ekki hafa verið við því hreyft framar. Höfuðrimman hófst 6. aprílmánað- ar, er rannsökn barnsfaðernismálsins byrjaði. Gerðist mannmargt í kaup- staðnum, þegar fram á morguninn kom, því að fjölda fólks hafði verið stefnt til þess að bera vitni, og mörg um lék forvitni á því, hvernig presti farnaðist á þessum fundi. Árni hreppstjóri Árnason á Reist- ará í Arnarneshreppi hafði verið skip aður til þess að fara með málið fyrir hönd Jóns í Skarðdal, en þar eð hann gaf þess engan kost, hafði sýslumað- ur tilnefnt Einar hreppstjóra Guð- mundsson á Hraunum í Fljótum í hans stað. Séra Ásmundur kom til þingsins í fylgd með ókunnum manni. Kom upp úr kafinu, að Björn Illugason á Brimnesi, er skipaður hafði verið verjandi hans, treysti sér ekki til vetrarferða fyrir aldurs sakir og hafði vísað á Tcmas bónda Tómas- son á Nautabúi í Skagafirði i sinn stað, — alkuunan mann, sem munn- mælasögur segja, að staðinn hafi ver ið að tilraun til þess að vekja upp mann í Mælifellskirkjugarði. Var hann hér kominn og hafði meðferðis vegabréf frá Jóni sýslumanni Espólín. Gunlaugur Briem var tregur til þess að fallast á, að Tómas fengi að taka að sér vövnina, þar eð hann hefði ekki verið til þess skipaður af neinu yfirvaldi, en lét þó að lokum til leiðast. Lagði Tómas síðan fram stefnu á tólf vitni, er prestur vildi láta yfirheyra, því til staðfestingar, að í alræmi hetði verið, að Davíð Sveinsson væri faðir' að barni Guð- rúnar. En nú kcm babb í bátinn. Sýslumaður vísaði þessum stefnum á bug, þar eð Davíð sjálfum hefði ekki verið stefnt með réttum lagafresti, og stoðaðí ekki, þótt leidd væru rök að því, að honum hefði verið kunn- ugt um stefnur þessar og þær verið lesnar á því heimili, sem hann dvald- ist á. Tók þegar að kárna gamanið, því að prestur þóttist miklum órétti beittur. Og ekki bætti úr skák, er sýslumaður neitaði þessu næst að skrá í þingbók útdrátt úr skjali, er prestur lagði fram og nefndi sátta- boð. Bar sýslumaður því við, að í skjali þessu væru „uppádæmingar", sem hann taldi ólöglegar, og mun hann þar hafa átt við hnjóðsyröi í garð sáttanefndarmanna sveitarinn- ar. Annars var prestur bæði reifur og mjúkmáll í ,,sáttaboði“ sínu: „Með glöðu gcði og góðri samvizku kem ég nú loks óskelfdur fram fyrir þennan heiðarlega rétt, hvers ég gjarna óskað hefði miklu fyrr“. Vék hann síðan að þvi, að mál þetta væri svo langt komið sökum þess, að sátta nefndarmenn í Siglufirði væru ólagn ir og hefðu báðir átt í deilum við sig. Á þeirra fundi hefði sér enginn kost ur gefizt nema sA eini, er hann hefði Það harðnaði á dalnum, þegar sýslumaðurinr. kora til skjalanna, og nú gerðist agasamt í Siglufirði næstu vikur TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 1017

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.