Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 12
■ Í.s.Tj- . - ,-.■ ■ ■■ . •- ' ' " ~ . Rætt viö Bryniólf Einarsson í Vestmannaeyjum . Við voru;n staddir í Vestmannaeyj- um og börðum að dyrum á húsi einu við Boðaslóð. Út kom grannholda maður, nokkuð roskinn, en kvikur í hreyfingum, og í augum hans brá fyrir talsverðri glettni. Það var Brynj ólfur Einarsson skipasmiður, sem víða er kunnur fyrir kveðskap sinn og hagmælsku. Við kynntum okkur, og ég bað l'eyfis að mega spjalla við hann stundarkorn um vísur og vísnagerð. — Blaðamenn, já, sagði hann. — Þeir fóru ekkert vel út úr því, blaða- mennirnir, sem voru að tala við Þór- berg í útvarpinu um daginn. Þórberg- ur er frændi minn, við erum þre- menningar. Gerið svo vel og komið inn. Við göngum inn, og þegar við er- um setztir, hefur Brynjólfur máls að nýju: — Og þið segizt veTa frá Tíman- um. Ég hef áður átt skipti við Tím- ann. Það mun hafa verið vorið 1960, að til mín kom blaðamaður frá því blaði, og hann fékk hjá mér einar tvær vísur, sem síðan birtust í blað- inu. Það var farið rétt með þær þá, en síðar birtist önnur þeirra aftur, og þá hafði breytzt þar eitt orð. Vís- an var þessi: Um vísur mínar helzt er það að hafa í minni: Þær áttu við á einum stað og einu sinni. í síðari útgáfunni var búið að breyta „það“ í „þetta“ og þar með að eyðileggja annað rímið í vísunni. Og hún hefur komizt í umferð í röngu útgáfunni. Ég heyrði meira að segja Sigurð frá Haukagili fara rangt með hana einhverju sinni, og í viðtali við Steingrím í Nesi, sem birtist í Tím- ! anum, .vitnar hann líka í vísuna, og það er alveg eins þar; hann fer líka rangt með vísuna. En þegar ég sá vísuna ranga í blaðinu fyrst, urðu mér á munni vísur, sem ég var að hugsa um að senda suður, en úr því varð þó ekkert. Vísumar vom þessar: Fjandi fannst mér það skrýtið að fá henni svona breytt. Hún færðist úr lagi lítið, en lagaðist ekki neitt. Það er nærri víst ég aldrei verð viðurkenndur fyrir ljóðagerð, jafnvel þó að Tíminn taki sig til og breyti vísum eftir mig. — Já, og var það ekki þá, sem þú ortir um blaðamennina? — Nei, ég hef aldrei ort neitt mis- jafnt um blaðamenn. En einu sinni gerði ég vísu fyrir Einar Braga, sem þá var við Eyjablaðið. Bragi er frændi minn, systursonur minn, og mér fannst hann einu sinni hafa 1020 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.