Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 13
___Wk'*í&£ **.'! . ___________________ _ . ______________________________________ Skipasmiður hefur ærið að starfa í Vestmannaeyju m, það sýna bátarnir, sem hér liggja í röðum við bryggjuna. Og meðan Brynjólfur Einarsson lætur höggin dynja, fæðast vísurnar í huga hans, hnyttnar og markvissar og margar jafneðlilegar að málfari og daglegt tungutak manna. (L.iosm.: Þorst. Jósepsson). skrifað of hundavaðskennt í blaðið, ekki eins vel og honum annars var lagið. Þá mælti ég þessa vísu við hann: Við þá gátu eg þrátt hef þreytt og þarf víst lengi að glíma enn: Afvitkast menn yfirleitt, ef þeir gerast blaðamenn? — Hefur þú verið síyrkjandi alla ævi? — Ég var sagður seinn til að byrja að tala, en ætli ég hafi ekki byrjað fullt eins snemma að mæla í bundnu rnáli og óbundnu. Ég ólst fyrst upp í Fagradal í Vopnafirði og þar var mikið farið með kveðskap. Á því heimili drakk maður í sig vísur með móðurmjólkinni. Annars hef ég aldr- ei talið mig skáld, og það sem gerir, að sumir hafa gaman af að heyra vísur eftir mig, held ég stafi frekar af kimni, sem stundum er í þeira, en af því, hvað þær séu vel gerðar. Kveðskapur minn er eins og íslenzkur alþýðukveðskapur yfirleitt; hann á við stað og stund og ekki annars staðar. Menn kveða yfir verki sínu eða við vinnufélagana og sá kveð- skapur er ágætur þá, en hann hefur ekkert gildi fyrir menn, sem ekki þekkja til atvikanna. Vísur eiga ekki að þurfa skýringa með til að skilj- ast, en það þurfa flestar ferskeytlur alþýðumanna. Ég hef ekkert við það að athuga, þótt þær fljóti með í end- urminningum, því að þar geta þær varpað ljósi á það, sem verið er að segja frá. En að vera að sýna öðrum tækifærisvísur frá ýmsum tímum, er eins og að vera að draga fram myndir teknar á gamla kassavél í ferðalagi Það hafa engir gaman af þeim, nema þeir, sem voru með í ferðinni sjálfir; myndirnar geta hjálpað þeim til að rifja upp ýmis atvik, en aðrir geispa aðeins og fletta albúminu af kurteisi. — En vísurnar geta oft haft al- mennara gildi og menn haft gaman af þeim vegna íþróttarinnar, vegna þess hve vel þær eru kveðnar, er það ekki? — Það er ekki nerna ein og ein vísa, sem er minnisstæð þess vegna. Mikill meiri hluti vísna er svo tengd- ur aðstæðunum, að þær hafa ekkert gil'di fyrir aðra en þá, sém þekktu til. Ég hafði aldrei hugsað neitt um að halda til haga vísum mínum, þar til fyrir einum tveimur árum, að ég tók mig til á næturvökum og skrifaði upp nokkrar vísur, sem ég mundi frá hinum og þessum tímum. Stjúpsonur minn bað mig urn þetta, og ég hugsa að ég hefði ekki gert það fyrir neinn annan mann. Þetta urði: eittlivað hundrað stykki, sem ég semfi honuin, en honum þótti ýmislegt vanta hafði heyrt og kunni ýmsar visur, se:i>. ég hafði ekki munað eftir. — Svo víða hafa vísur þínar flogið? — Já, sumar fljúga víða, og helzt eru það þær lélegri, sem verða al- mennt lærðar. — Þú ert fljótur að gera vísur, er það ekki? — Ég nenni ekki að liggja yfir því að gera vísur, og er yfirleiit fljótur. Þetta er mikið æfing. Fyrir meira en fjörutíu árum var ég við sjóróCra austur á landi og þá voru með mér þrír laganemar, þeir Kristján Þorgeir Jakobsson, Adólf íic-i’gsson og Þévður Eyjólfsson, og það suinar var mfktð ort. Við ortum allir nema Adóif, svo að honum var helzt setzt En ég fann T 1 M i N N — SUNNUDAGS15LAD 1021

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.