Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 8
A. P. Tjekhow: HanJhægt tfmatal í dagstoíu Sjaramykins rikisráðs er notalegt hálfrökkur. Við og við varp- ar eldurinn á arninum rauðum, flökt- andi bjarma á veggi, húsgögn og and lit þeirra, sem þar eru inni. Ríkis ráðið, roskinn maður með hvítt vangaskegg og vingjarnlegt andlit' situr framan við arininn á tali við varalandstjórann, þrekinn og mynd- arlegan mann u.n fertugt. Börn ríkis ráðsins, Nína, Nikolaj, Nadesja og ívan, leika sér við orgelið, en kona hans situr við skrifborð inni i öðru herbergi, handan hálfopinna dyra Frúin er hálffertug, fjörleg og með stríðnisglampa í augum Hún er að lesa franska skáldsögu af nýjustu gerð, reiðubúin að fela bókina undir skjalabunka, ef annar hvor rnann anna nálgast hana „Já — fyrr meii var bærinn lán samari í því efni“, segir Sjaramykin og horfir nærsýnum augum í kuln- andi glóðina. „Það leið varla sá vetur, að ekki neimsækti okkur einhver framúrskarandi listamaður Þá komu frægir leikarar og söngvarar til okk- ar, en nú verðum við að láta okkur lynda trúða og loddara. Nei — nú er allt í dauðadái. Man yðar göfgi ekki eftir hinum mikla, ítalska harmleikara — hár og grannur með eldsnör augu, brún — hvern fjárann hét hann nú? Já — nú man ég það: Luigi Ernesto de Rug- giero. Já, hann var mikill hæfileika- maður. Og svo raddsterkur, að allt leikhúsið lék á reiðiskjálfi, þótt hann gerði ekki nema að opna munninn. Anjúta var hrifin af honum — hún fékk því til Ieiðar komið, að honum var leyft að nota leikhúsiö, og svo kenndi hann henni til endurgjalds, bæði upplestur og látbragðslist. í alla staði dásamlegur maður. Ég man vel eftir honum, þó að bráðum séu liðin tólf ár síðan hann var hér. Nei — það eru ekki tólf ár, ekki nema tíu. Anjúta, hve gömuf er Nína?“ „Hún verður tíu ára í september,“ varaði frúin innan úr herberginu. .Hvers vegna spyrðu að því?“ „Æ, ekki af neinu . . . Og góðir söngvarar fóru svo sem ekki hjá garði. Munið þér eftir Priliptsjín, tenórsöngvaranum? Hann var það, sem kallað er söngvari af guðs náð, og myndarfegur var hann á sviðinu — Ijóshærður og síðhærður, andfitið svipmikið og vangasvipurinn sérstak- lega fallegur. Og röddin — mjúk og þó sterk og hljómmikil, en samt full smeðjuleg að mínu áliti. En hann lærði líka hjá Tamberlick. Við An- júta komum því svo fyrir, að hann fékk stóra hljómleikasalinn í klúbbn- um, og í þakklætisskyni kenndi hann konunni minni að syngja. Mér finnst, að ég heyri enn rödd hans, þótt bráðum séu liðin tólf ár . . nei. hvað er ég að segja, tólf?--Það hlýtur að vera lengra síðan. Það var í föstu innganginn, sein hann kom — já, fjárans minnið bregzt mér alltaf . . . Anjúta, hve gömul er Nadesja?“ „Tólf ára“, var svarað inni í her- berginu. „Já — það eru þá tólf ár og tíu mánuðir síðan — með öðrum orðum þrettán ár . En það er augljós afturför á öllum sviðum. Ég verð hálfu leiðari á þessu dauðamóki, sem nú ríkir í bænum, þegar mér verður hugsað til tónlistarkvöldanna hér áð- ur fyrr. Já, það voru skemmtileg kvöld, og nóg var tilbreytin, því að þá var sungið, leikið, dansað og lesið upp. Munið þér eftir tónleikunum, sem Anjúta kom á til ágóða fyrir tyrk- nesku stríðsfangana, sem voru hérna? Ágóðinn nam ellefu hundruð rúblum, og tyrknesku liðsforingjarnir voru svo hrifnir af rödd hennar, að þeir komu hver á fætur öðrum og kysstu hönd hennar. Ó-já — það var vel heppnað kvöld. . . . Var þetta ekki um jólaleytið ’7ö? Nei . . . eða var það ’77? Nei — ekki heldur. Hvenær í fjandanum voru Tyrkirnir hérna? Æ, Anjúta — hve gamall er Niko- laj?“ „Ég er sjö ára, pabbi“, segir Niko- laj, djarflegur drengur, dökkur á brún og brá. „Já“, segir varalandstjórinn, „við eldumst, og enginn ungu mannanna nennir að hefjast handa. Þegar ég var ungur, hvatti ég til skemmtana og oft var ég konunni yðar innan hand- ar, hvort heldur um var að ræða tón- listarkvöld eða leiksýningu í þágu góðs málefnis — já, það gekk svo langt, að ég lét allt annað sitja á hakanum, þegar listin var annars veg- ar. Einn veturinn veiktist ég vegna ofreynslu við undirbúninginn — það voru þessi endalausa hlaup frá Heró- desi til Pílatusar. Það var þennan minnisstæða vetur, þegar við konan yðar skrifuðum leikritið, sem sýnt var til ágóða fyrir þá, sem brann hjá“. „Já — hvaða ár var það?“ „Ja, að því er mig minnir . . . nei, það var víst ’80. Segið mér — hve gamall er hann ívan yðar?“ „Fimm ára“, hrópar frúin innan úr herberginu. „Nú, já, þá var það fyrir sex árum. Já, yðar tign — í þann tíð var fjör í tuskunum. En það er af, sem áður var. Neistann vantar, ef ég má orða það svo“. Varalandstjórinn og ríkisráðið sökktu sér niður í hugsanir sínar. Enn einu sinni blossaði logi upp úr kulnuðum glóðunum, en hjaðnaði jafnskjótt og hvarf í öskuna. H.H.J. þýddi. Benedikí Ingimarsson írá Hálsi: HAU ST Nú er haust og hrím um allar jarðir. Húmið hvílir yfir sveitardalnum, lokið hverri ferð í fjallasalnum, færðar heim til byggða allar hjarðir. Kveikt er Ijós í lága sveitabænum. Löng er vakan, sjaldan kemur gestur. Menn una sér við iðju sína og lestur. — Úti leggur þungan nið frá sænum. Stórhríð yfir strönd og dali æðir. Sterkir ómar koma fram í verki. Sterkar hetjur stríð við bylgjur heyja. Stormur hvín og sópar allar hæðir. Að iægðu veðri víða sjást þess merki. í vonum blasii skrúðgræn sumareyja. 1016 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.