Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Side 6
 KAP.L I KRAPINU Húnvetningar hafa hin siðari ár efnt til svonefndrar Húnavöku á Blönduósi á vetri hverjium. Þá gefa þeir einn ig út dálítið rit, og birtist þar sitt af hverju um Húna- þing og Húnvetninga. Hér er ofurlítið sýnishorn af því, sem birtist í riti þessu í fyrra: Viðtal, er Þorsteihn Matt- híasson skólastjóri átti við Eystein Erlendsson á Beina- keldu. Þetta viðtal er endurprentað hér með leyfi útgef- enda. Eysteinn á Beinakeldu er einn þeirra manna, sem ekki vekja á sér athygli meS bæjargöngum eða íundasetum. Það er á orði haít, hve heimakær hann sé. Þótt menn stefni til mannfagnaðar, þá eru litlar líkur til að hitta þar Eystein bónda, nema um sé að ræða minn- isverð tímamót á æviferli náinna vina hans. Og þá er eins og hún Guðríður sé ekki á sífelldu flakki. Hún hef- ur ekki látið hann Eystein stanöa einan heima í búskaparamstrinu siðan hann reyndist kunnáttusam ari Strandamönnum og tókst að seiða hana til sín austur um flóann hérna um árið. Og nú erum við staddir að Beina keldu. Hér á móti okkur situr Ey- steinn bóndi. „Ekki lengur bóndi“, segir hann, þykkur undir hönd og breiður um herðar með ung, vökul augu undir skörpum brúnum. Það hefur flogið fyrir eyru okk- ar, að þótt Eysteinn hafi ekki haft á sér farfuglasnið um dagana, muni hann þó geta sagt okkur ýmsa hluti, ekki síður athyglis- verða en margar fregnir farand- manna. Sumum finnst eflaust, að í cnn hversdagsleikans beri fátt öðru hærra hjá bónda á sveitabýli. sem stendur úrleiðis. En nokkuð mun þó þurfa til að ganga þar um garða, svo vel fari, og enginn veifi- skati er sá, sem þar gerir flesta hluti vel. Á yngri árum var Eysteinn sund- maður góður, enda þótt hann hefði -aldrei þá íþrótt numið af neinum kennara — nema þá helzt fjár- hundinum. Varð þessi íþrótt hon um svo hugstæð, að hann notaði hverja tómstund til að iðka hana. Á sumrin fékk hann sér jafnan bað í ánni að loknu dagsverki, og þá er vetraði, brá hann sér til sunds f tjörnum, ef fsa leysti. Minnist hann þess að hafa á þrett- ánda dag jóla leikið þessa list sína. Árið 1913 fór fram kappsund cfan við ósa Blöndu. Sund þetta vann Eysteinn, og finnst honuni sem þar hljóti að hafa kennt ein- hvers misskilnings, þar sem hann, einn keppenda, hafði við ekkert að íengið nám að styðjast. Stundum komst Eysteinn í hann krappan í viðskiptum sínum við ána — sást hann lítt fyrir, ef hann langaði í fangbrögð við iðuna. Og nú hefur Eysteinn orðið: „Það er auðvitað vitlaust að vera að svona braski. En þetta er gaman. — Um búskapinn er fátt að segja. Beinakelda var tólf hundr aða kot, þegar ég byrjaði hér, en hefur smástækkað vegna land- kaupa. Til dæmis keypti ég Hæl og lagði undir kotið — lét þó Kristján, sem býr þar nú, hafa nokkurn skika, sem honum hefur lanazt að gera nánast að stórbýi: Nú mut. 'i Beinakelda framfleyta allt að þrjátíu kúm og fjögo: hundruð fjár. En sú framtíð er ; höndum barna minna. Ég get sagt ykkur frá dálítið frumlegri aðferð, sem ég notaði við framræslu fram eftir árum - já, og er ef til vill notuð hérna enn þá, sé annað ekki tiltækt. Ég hafði stundum viðskipti við Strandamenn eftir að hún Guðnð ur kom hingað. Hjá þeim fékk ég rnarga góða rafta, sem reyndus? mér vel. Einn slíkan raft tók ég og notaði fyrir skurðgröfu. Fyrst gerði ég rás með skóflu, setti svo keng í staurinn og nokkuð þetta gadda, að því búnu stöng upp úr honum miðjum. Tveim hestum var svo beitt fyrir, og gengu þeir sinn á hvorum skurðbakka. Eg hafði sjálfur stjórn á staurunum, sem nu reif sig niður. Þetta gekk ekki verr en með sumum vélunum. Einú sinni varð ég fyrir þvi skrattans óláni að rneiða mig lítiis háttar á heynál. Þetta var gaddur úi tíu millimetra járni. Ég var að leysa hey í poka og stóð uppi á stabbanum. Þegar ég hafði ieysí heyið, stökk ég niður af stabban um ,en fann þá, að'eitthvað kom hálfilla við fótinn á mér og þvæld ist í heyinu. Heynálin hafði þá stungizt neðan undir kálfann og rekizt upp, og kom oddurinn út rétt neðan við hnésbótina. Framhald á 299. síðu. Eystefnn Erlendsson á Belnakeldu on kona hans, GuSríður Guðiaugsdóttir, ættuð af Ströndum. — Eystelnn segist hafa verið ósvikinn á öllu, sem hann hefur fengið þaðan. 294 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.