Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Page 7
Eyvind Johnson: EINU SINNIENN SKIPSTJÓRI SKIPSTJÓRINN gengur á stjórn- pall. í reyndinni gerist þó það eitt, að mjósleginn maður sezt gæti- lega á sykurkassa á hvolfi, leggur óhreinar hendurnar á stýrrshjólið, lokar.augunum, svo að hann sjái ekid þetta hvimleiða umhverfi, og lætur sig dreyma. Skipstjórinn er fullur — það er laugardagur. Og hvað er þessi stjórnpallur? Sykurkassi bak við stýr- ishjól — helvítis lúsaratt, kallar hann það. Og þessi bátur? Hann er hvítur cg heitir Dúfan. Með öðrum orðiim: Hann var einu sinni hvítur, en nú er irálningin flögnuð af. Og hvað er hann skráður, og hvaða höf siglir hann? Haf má líka kalla það, því að vatn er það: Leirpollur í Norður- botni. Lengra verður ekki komizt með fcát landleiðina, hefur Jónas G. Botn- bamar skipstjóri sagt- Nú geturðu fengið þér dúr til viðbótar, G. Botn- hamar, segir hann við sjálfan sig. Og áhöfnin: Strákur, sem tekur við tutt- ugu og fimm eyringum. Og hraðinn ei ekki meiri en svo, að rriaður get- ur hæglega gengið með bátnum, þar sem grunnt er — þetta haf er víða grunnt. — Og Dúfan er gufubátur ir.eð vélamann og tekur eitthvað um fioimtíu farþega. Laugardaga og sunnudaga er siglt út í ígulhólmann, sem er svo sem einn kílómetra frá landi, úti á miðjum leirunum. Þetta haf er svo grunnt, að það gruggast, ef farið er hálfan hnút, hefur skip-. stjórinn sagt. Nú klappar hann bátu- um hæðnislega: Hæ, bölvaður sleð- inn — hott-hott! Því að í dag er hann óvenjulega dapur. Já — og svo er bezt að setja i gang. Á laugardögum og sunnudögum er dansað úti á ígulhólmanum, og stun i um eru þar Hjálpræðisherssamkomur- Flytjum bæði Hópa & Einstaklinga, stendur í auglýsingunni. Gufubátur- inn Dúfan, J. G. Botnhamar skip- stjóri. Þessi vikulega auglýsing er það heiðursmerki, sem lífið leyfir J.G. enn að skreyta sig með. Annars er lifið harla nízkt við hann. Andlit hans er rautt og magurt og undarlegt ásýndum, og laugardagsvíman er sá dúnvængur, sem hann skýlir því með. Hárið er tekið að grána, augun rök. í laugardagsvímunni er hann þó enn karl í krapinu — miðlungskarl að roinnsta kosti. Hér dagaði hann uppi. Gufuvélin, sem er í dálítilli gróf I miðjum bátnum, hóstar og hóstar. — Hvers vegna ætti J. G. að opna aug- un til þess að sjá það, sem hana þekkir út og inn: Þetta er hryggilega l'till bátur. Svona kænur héngu nú hjá cnér einar tíu, þegar ég var á skipum, sagði hann einu sinni í fyrra —■ þá tók hann við skipstjórn hér. Við kölluðum þær jullur, skal ég segja ykkur. Þá veifaði herra A. Júbelíus, Tízir.i föt & Saumar h.f., einn af eigendum Dúfunnar og máttarstólpi bæjarins. — Þá veifaði hann göngustafnum sín um í kringum sig eins og hann héldi á alinmáli og spurði, hvort J.G. væri þá orðinn skipstjóri á jullu. Ef hann gat ekki sætt sig við þá stöðu, sern hann hefði hreppt, þá var bezt, að hann segði það umbúðalaust. Það var líklega ekki erfitt að fá skip- stjóra á jullu. Eða hélt skipstjórinn það? Þá þagði J. G. skipstjóri, því að honum varð hugsað til afkomunnar. Hingað er hann kominn. Það er heimskulegt að þenja túlann — bær- inn er of lítill, báturinn er of lítill, lífið er of smátt í sniðum. Og hann mókir í ölvímu — mókir, mókir. — Lengra en þetta var ekki unnt að komast — ekki í þessa áttina, hugsaði hann. Þannig hefur farið fyrir mér — o-jæja. Þeir eru nýfarnir frá bryggjunni með fimmtíu dansfíkna farþega, þeg- ar herra Júbelíus kemur hlaupandi eftir Aðalstræti- Hann ætlar með. — , Hvers vegna ætlar hann með — ekki ætlar hann þó líklega að dansa? Og hann hrópar, að báturinn eigi að snúa við, því að hann ætli með. Hann er hættur að hlaupa — kjagar makinda- lega niður bryggjuna. Það verður að hlýða, þegar herra Júbelíus skipar fvrir — ekki þarf að spyrja að því. Sem í draumi heyrir J. G. sig segja við vélamanninn: „Aftur á bak, Ólsson — við verðum að taka svínið með“. Unglingarnir flissa í sætum sínum. Báturinn lónar aftur á bak upp að bryggjustúfnum — í gegnum flissið, má segja. Hann hallast til muna, þeg- ar herra Júbelíus klöngrast yfir borð- stokkinn. J. G. skipstjóri lítur ekki einu sinni við — það er sigið á hann mók að nýju. „Af stað nú“, segir herra Júbelíus, í senn valdsmannslega og góðlátlega. „Af stað nú, skipstjóri. Með öll þessi fallegu börn“. Og hann kinkar kolli til KristjSns búðarþjóns, sem rís á fætur og býður honum að þrengja sér í sæti sitt. — Það verður að segjast: Kristján er efnispiltur. Stúlkurnar færa sig betur saman, svo að herra Júbelíus geti setzt. Hann hlær glaðlega framan í allar þær, sem eru honum að skapi — já, og svo er frú Júbelíus ekki hoima í sumar. Það er ekki ýkja mikið um skipa- ferðir. Við sefjaðarinn er karl í eikju að dorga. Unglingar hafa orðið sér úti um tvo árabáta, svo að þeir gætu róið yfir í Ígulhólma og sparað sér tuttugu og fimm aura. V. Lundblom, arftaki Áskels Áskelssonar h.f., er á laugardagssiglingu á vélbátnum sínum. Mitt á leiðinni er eitthvað, sem líkist seglbáti. Skipstjórinn lætur rifa í augun og ber kennsl á fleyt- una. Þetta er venjulega árabátur, tjargaður og gisinn. Maður situr við slýri og annar eys. Hinn þriðji er bara með þeim — hann syngur. „Frá, J. G.“ hrópar hann. Og J. G- leggur á lúsarattið sitt — hann er svo vænn að víkja fyrir þeiin. í bátnum eru sem sé einu mennirnir i bænum, er sagt verður, að hann beri hlýjan hug til. Þetta eru bræður hans. Það er einungis í andlegum skiln- ingi, að þeir eru bræður hans. Við erum bræður hafs og storma, hafði skipstjórinn einu sinni sagt, þegar bann lét meira að sér kveða en í þetta skipti. Kalli Níelsson, timbur- maður, hafði sem sé líka verið í sigl- ingum, meira að segja á Suðurhöfum. Það er hann, sem syngur. Maðurinn við stýrið var í sjóhernum á æskuár- um sínum — það er Bengtsson blikie ■ smiður. Raunar er ekkert sérstakt af honum að segja, en hann á bát- inn og er viðkunnanlegur náungi. Og hinn þriðji, sá sem eys, er bara hann Smálands-Óli, verkamaður, sem hef- ur margsinnis flækzt fram og aftur um landið þvert og endilangt og stað- næmzt hér að lokum af tilviljun. — Hvað viðvíkur sjálfum bátnum, þá er þetta ekki neinn seglbátur. En Kalla Níelsson langaði til þess að sigla. — Þess vegna lét hann steinn í kjölsog- ið á bátskriflinu, setti á það siglu og saumaði á það segl- Það er hvort eð er austurstrogið, sem mestu máli skiptir í seglbátum, hefur hann sagt. Nú heilsa þessir þrír bræður hafs og storma fjórða bróðurnum. Þeir veifa pottflösku — þetta eiga þeir þó eftir. Og vélamaðurinn á Dúfunoi T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 295

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.