Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Síða 9
„LÁTTUSVO
LÍF MITT UNNA "
I.
Vorið 1827 var kalt og unjhleypinga
sarnt norðanlands, að því er annálar
'herma. Jörð var lengi gróðurlítil. Snjó
leysti lítt úr fjöllum og óvenjulega
seint. En þegar á sumar leið, hlýnaði
nokkuð í veðri og gerðist allúrkomu
snmt. Voru ár og lækir því oft í ail-
miklum vexti, allt fram um ágúst-
mánaðarlok.
í ágústmánuði þetta ár skeði sá
atburður í Eyjafirði, að stúlka frá
Miklagarði, Elín Pálsdóttir að nafni,
cirukknaði í Djúpadalsá. Sú á skilur
sóknirnar, Miklagarðssókn að vestan
og Saurbæjarsókn að austan. Út af
þessum atburði spannst saga sú, er
hér greinir frá. Gekk hún manna á
milli í héraðinu og eitthvað út fyrir
það í allmörg ár, og eins og gerist um
slíkar sögur, sem taka á sig glögg ein
kenni þjóðsagna, jókst hún og tók
ýmsum breytingum og viðaukum, eft
ir því sem lengra leið og fleiri heyrðu
og endursögðu. Eru nú til nokkur
mismunandi afbrigði af henni. Hafa
tvö þeirra, svo ég viti, verið prentuö
í þjóðsagnasöfnucn, sem þó ber lítt
saman. Er sumt af þessu tagi upp-
spuni frá seinni tímum og allsfjarri
öllum sanni.
Saga þessi hygg ég, að algengust
hafi verið í Miklagarðssókn í þeirri
mynd, er hér birtist hún, enda þar
upphaf hennar. Heyrði ég hana í
ungdæmi mínu af vörum eldra fólks
ins í Miklagarðssókn, og er hún á
þessa leið:
II.
Fyrir og um 1827 bjó í Árgerði í
Miklagarðssókn í Eyjafirði bóndi sá,
er Stefán hét, Ólafsson. Hann átti
sex börn, tvo drengi og fjórar stúlk-
ur. Höfðu systkinin góða söngrödd og
sungu mikið.
Að áliðnu sumri 1827 fór Stefán
bóndi í kaupstað til Akureyrar. Varð
hann nokkuð síðbúinn úr kaupstaðn-
um. Þegar hann á heimleiðinni, var
kominn nokkuð suður fyrir Samkomu
gerði, sem er næsti*bær norðan við
Árgerði, var komið fram yfir mið-
nætti.
Reiðgöturnar lágu meðfram Djúpa-
dalsánni að vestanverðu, en á milli
Samkomugerðis og Árgerðis rennur
áin nokkurn sþöl í allþröngum og
djúpum gljúfrum. Þegar Stefán er
kominn á móts við gljúfrin, heyrir
hann söng, sem honum virðist koma
neðan úr þeim. Nemur hann þá
staðar og leggur hlustir við. Heyrir
hann þá glöggt, að sungið er msð
kvenrödd sálmalag og vers, sem hann
kannaðist við, og nemur hann orða-
skil. Er sungið þetta sálmavers:
Standi ég fyrir stóli
stöðugur þíns mikla dóms
á himnesku höfuðbóli,
hólpinn í atkvæði þíns rórns.
Það mér að nógu nægir,
neins annars kveðju vil,
huga mínum það hægir —
að hugsa jafnan gott til
þig með fögnuði að finna,
fráskilinn eyimd og sorg.
Láttu svo líf mitt linna,
að lendi ég í þinni borg.
Þegar versinu lýkur, hljóðnar söng
urinn, og verður Stefán einskis frek
ar unnars var. Hyggur hann, að þarna
séu dætur sínar og hafi þær gert
sér það til gamans að syngja þarnn
við gljúfrinu vegna bergmálsins frá
gljúfurveggjunum. Gefur hann þessu
svo ekki frekari gaum, og heldur
áfram ferð sinni. En þegar hann kem
ur heim í Árgerði, sér hann, að dæt-
urnar eru sofandi í rúmum sínum.
Þótti honum þá, að söngurinn í gljúfr
unum hefði verið með * yfirnáttúr-
legum hætti. Leið svo af nóttin.
En um morguninn kanu að Árgerði
menn frá Miklagarði í leit að Elínu
Sesselju. Síðar um daginn fannst
lík hennar í eða við Djupadalsána,
nokkru neðar við gljúfrin. Vitnaðist
þá og, að hún hefði seint um kvöldið
áður farið frá Miklagarði og sagzt
ætla að skreppa yfir að Völlum, sem
er á austurbakka Djúpadalsár suður
ag yfir frá Árgerði. Var erindið að
Dnna stúlícu, þar og biðja hana að
lóna sér peysu til kaupstaðarferðar.
Var álit manna að hún mundi hafa
gripið hross í Miklagarðshaganum og
ætlað sér að ríða berbakt yfir ána,
en af einhverjum orsökum losnað við
hrossið í ánni og ekki haft sig til
lands. Var Djúpadalsá þá í talsverðum
vexti.
Flaug nú saga Stefáns í Árgerði
um sönginn í gljúfrunum um sveitina
og var sett í samband við drukknun
það gladdi bræður hafsins. Nú sjá
þeir, að skipstjórinn er ekki mjög full
ur — hann hefur kannski aldrei ver-
ið fullur, hver veit það? Og þeir verða
fyrir -dálitlum vonbrigðum. En það
skal að minnsta kosti verða slagað.
Hann fer niður í bátinn til þeirra.
Og hann heyrir einhvern á bryggj-
unni segja, að nú drepi þeir sig,
þessir — það megi ekki láta þá fara
á bátnum. Hann hugsar um þetta: —
Drepa sig. Það eru örfáir metrar,
þar sem dýpst er. En þeir geta á-
reiðanlega bjargað sér, þó að bátn-
ucn -hvolfi, þegar ekki er nema metri
á botn. Þeir bjarga sér alltaf.
Hann þrífur stýrið og skipar fyrir.
Einn sjngur, annar eys og hinn þriðji
hagræðir seglum. Nú skal verða slag
að. En, hugsar skipstjórinn, þetta er
þó hálfskammarlegt. Dýpið einn
metri. Og á svona kænu.
„Ó-hó“, segja þeir, bræður hafs og
storma.
Og skipstjórinn og befalningsmaður
inn brosir til þeirra hlýlegu og kump
ánlegu kveðjubrosi. J. H. þýddi.
T f M I N N — ftUNNUDAGSBLAÐ
297