Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Síða 15
þá oft sjá væna skrokka. Einn sel sá ég svo stóran, að granirnar námu við jörSu öðrum megin, þegar hann var kominn um þverbak, en aftur- hreifarnir hinum megin. Þessi selaveiði gaf mjög mikinn arð, enda hafa flestir, sem í Hú> ey hafa búið, orðið gildir bændur Veiðin nemur stundum mörgum hundruðuim af sel á vori, en þó eru það aðallega skinnin af kópunum, er gera útslagið, hvað arð snertir. Þac hafa um langan aldur verið í tízÁii hjá kvenfólkinu, og þarf þá ekki að sökum að spyrja. Skinnin af stórn selunum eru ekki verzlunarvara, en voru aðallega notuð í skæðaskinn. En ég þykist vita, að gúmmíið sé komið þar upp á milli eins og svo víða annars staðar. Kjötið var notað til átu, reykt, salt að og nýtt, og þótti það oft góð björg í bú, einkum væri það af ungum sel- um. Og ég vissi til, að slátur var búið til úr blóðinu, en aldrei þótti það gott — blóðið var svo þunnt og lítið af trefjaefni í því; Væri aftur á móti hafður 'helmingur af kindablóði ,k mör nægur, þá var slátrið ágætt. Spikið var etið bæði saltað új nýtt o.g brætt úr því lýsi, sem notað var í bræðing. Yfirleitt gerðu menri þó spikinu ekki mikil skil, þó að sum um þætti baunir og selspik herra- mannsmatur. Þessar veiðiferðir í Jökulsá voru hinar mestu svaðilfarir, og fóru fu’l hraustir menn þar með heilsu sína á nokkrum árum. Einkum var þetta þó meðan menn stunduðu veiðarnar verjulausir. Þegar ég man fyrst til, voru menn í skinpbrókum og sokk- um, sem allt var samfast, og voru þess ar flíkur saumaðar úr völdu sauð- skinni. Eftir það var ekkert líkt að stunda veiðina. Ekki veit ég, hvort það hefur verið hjátrú, en allir rosknir menn, sem ég þekkti, sögðu einum rómi, að þeir gætu ekki líkt volki í Jökulsá við neina aðra vosbúð, sem þeir hefðu kynnzt. Tveir bændur í Húsey og tveir ferjumenn við Jökulsá, er ég þekkti, höfðu allir söfnu sögu að segja. Menn þessir voru aliir viður kennd hraustmenni og vel á sig komn ir, en á miðjum aldri þeirra va’- Jökia búinn að buga þá svo, að þeir báru ekki sitt barr upp frá því. Faðir minn, sem talinn var einn mesti hest.a maður á :Austurlandi á sinni tíð, svamlaði mikið í Jöklu, því að hann kallaði lítt ferju, að kunnugra manna sögn, framan af árum, beldur lagði til, þar sem hann kom að, hvort sem þar var djúpt eða grunnt. En sjálfur sagði hann mér, að ekkert hefði eyðilagt, heilsu sína eins og svalkið í Jöklu. Afstaða kristinnar kirkju til leiklistar hefur verið með ýmsu móti á umliðnum öldum. Þeir tímar hafa verið, að kirkjan og forystumenn hennar hafa talið alla leiklist syndsamlegar kúnst- ir og spilverk djöfulsins, sem kristnir menn gætu ekki ástund- að eða notið sér til ánægju, án þess að stefna sálarheill sinni í voða. Þessi afstaða hefur þó aldrei verið einráð innan kirkj- unnar. Hitt hefur ekki síður oft verið stefna hennar að viður- kenna ekki aðeins tilverurétt leiklistarinnar, heldur taka hana T 1 M I N (M - SL'NNUDAGSBLAÐ 303

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.