Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Side 16
Hinar tíu forsjálu meyjar í túlkun Indverskra skólastúlkna. Meglnáherzla er lögð á dans og látbragðsleik i samræmi við
indverska leikhefð.
upp á sína arma og beita henni í
sína þágu og trúarinnar.
Kristnir helgileikir eiga mikla og
langa sögu og eru ekki ómerkur kapí-
tuli í þróunarsögu leikbókmennta,
jafnt veraldlegra sem andlegra. En
helgileiklist heyrir síður en svo ein-
göngu fortíðinni til. Hún stendur í
blóma á vorum dögum ekki sízt í
Englandi.
Árið 1928 fékk George Bell, sem
þá var dómprófastur í Kantaraborg,
lárviðarskáld Greta, John Masefield,
til að skrifa Jeikverk, sem setja skyldi
á svið í dómkirkjunni í Kantaraborg
um hvítasunnuna það ár. Þetta var
djörf nýjung, því að heittrúarmenn
af gamla skólanum voru þá enn öflug
ir innan ensku kirkjunnar, og þeir
töldu leiklist veraldlegt athæfi, ef
ekki syndsamlegt, og ekki sæmandi
kirkjunni að efla slíkan hégóma. Það
voru því hreint ekki svo fáir, sem
hófu upp raustir sínar í mótmæla-
skyni. En hins vegar kom brátt í Ijós,
að George Beli vissi, hvað hann va'-
að fara. Hann hafði skynjað réttilega
börf kristinna manna til að taka ):
ina í sína þjónustu og tjá trú sina
í búningi hennar. Kirkjan var þétt
skipuð áhorfendum hverju sinni sem
leikrit Masefields, Koma Krists, var
sýnt. Laurence Irving, sem var með-
al leikanda, hefur sagt um þennan-
atburð: „Fegurð leiksins, tign tón-
listarinnar og glæsileiki skrautsýning
anna féll í góðan jarðveg. Þessa hvíta
sunnuhelgi varð mönnum ljóst, að
listamenn og leikhúsmenn hlýddu
fegins hugar kalli kirkjunnar og fórn
uðu henni störfum sínum.
Árið eftir að Koma Krists var sýnd
í Kantaraborg, var stofnað í Bretlandi
félag áhugamanna um eflingu kirkju-
legrar leiklistar. Félag trúarleikja í
Stóra-Bretlandi (The Religious
Drama Society) var það félag kall-
að, og George Bell, sem þá var orð-
inn biskup í Chichester, var kjörinn
forseti félagsins. Þetta félag var ekki
einskorðað við ensku þjóðkirkjuna,
heldur opið mönnum úr öllum kristn-
um trúflokkum, og foringjar-stærstu
fríkirkjusafnaða Bretlands hafa alla
tíð verið varaforsetar félagsins. Frí-
kirkjurnar hafa hin síðari árin ekki
haft minni hug á beitingu leiklist-
ar í þágu trúarinnar en Englands-
kirkja, og félagið hefur átt mikinn
þátt í að auka einingu og samvinnu
kirkjudeilda og sértrúarflokka í land-
inu.
Árið 1930 skipaði George Bell E.
Martin Browne til að hafa yfirum-
sjón með trúarleiklist í biskupsdæmi
hans, og starfaði hann að því í ná-
inni samvinnu við félagið. (Það, sem
segir í þessari samantekt, er að
mestu leyti byggt á grein, sem
Browne ritaði í tilefni þrjátíu ára
afmælis félagsins fyrir nokkrum ár-
um). Aðalstarf hans í byrjun var að
aðstoða og leiðbeina söfnuðum, skól-
um og öðrum hópum, sem vildu kom-
ast yfir og setja á svið góða trúar-
leiki. Komið var á fót umferðarleik-
flokki, sem tók að sér verk, er voru
of veigamikil til að vera á færi lítilla
hópa. Á þessum árum var hin árlega
listahátíð í Kantaraborg einnig grund
völluð. Árið 1935 var T. S. Eliot fal-
ið að semja verk til að flytja á þeirri
hátíð. Hann varð við þeim tilmæl-
um, og skapaði meistaraverk sitt
Morðið í dómkirkjunni, sem síðan
304
T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ