Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Side 19
er Eyjólfur var auðnarmáður og bjó
sér hvor þeirra. Þá sá Hallur, að bú
Eyjólfs mundi skamma stund stand-
ast — og keypti við Þorgrím því,
að Þorgrímur tók við búi hans, svt
sem hann hefði við tekið í fardögum,
og skyldi Þorgrímur hafa þurð oe
vöxt og hafa svo margt manna, sem
hann vildi um veturinn.“ Vorið eftir
héldu þeir mágar aftur til Norður-
lands. Um sumarið eftir fór Hallur
prestur norður að Laugalandi í Eyja-
firði og galt Þorgrímur honum þá
það, sem eyðzt hafði um veturinn.
Eyjólfur óði átti dóttur, er Álfdis
hét. Hún var gift Lofti, syni Markús-
ar Gíslasonar á Rauðasandi. Loftur
var dæmdur útlægur úr Vestfjörðurn
fyrir víg. Fór hann þá suður á land
til Eyjólfs, tengdaföður síns, og var
lengi síðan undir trausti Oddaverja
Kirkja var í Skarði eystra. Hennar
er getið í skrá Páls biskups Jónssonar
yfir kirkjustaði þá, þar sem prestur
skyldi vera. Elzti máldagi hennar, se,n
varðveittur er, er frá árinu 1209, og
er hann á þessa leið: „Sá er kirkju-
máldagi í Skarði hinu eystra, að
kirkja á hálft land að Skarði og há!f-
an sjöunda tug ásauðar og eina kú.
Kirkja á til fjögurra tuga hundraða
álna vaðmáls í búnaði sínum og
tjöldum og messufötum og klukkum
og kaleik og öllu hennar skrúði, því
sem þarf að hafa. Pund vax í
öðru lagi, og var það eigi virt. — Sú
er skyld á, að þar skal vera prestur
og djákn. Sá, er í Skarði býr, skal
ábyrgjast kirkju og hennar fé eftir
slíku, sem biskup vill“.
í Kristnisögu er frá því sagt, að i
kirkjunni í Skarði eystra séu varð-
veittir, þegar sagan er skráð, kross-
ai tveir, sem notaðir voru við'hina
fyrstu guðsþjónustu, sem haldin var
á Þingvöllum árið 1000- Var annar
jafnhár Ólafi konungi Tryggvasyni,
en hinn Hjalta Skeggjasyni. í Ólaf;>-
sögu Tryggvasonar og Flateyjarbók
eru krossarnir sagðir geymdir í kirki-
vnni í Skarði ytra, og er óvíst hvort
er réttara.
Eftir miðja þrettándu öld bjó i
Skarði eystra bóndi sá, er Guðmund
ur hér, Þorsteinsson. Hann var góður
bóndi, segir Sturlunga. Kona Guð-
mundar var Arnbjörg, dóttir Skeggja
Njálssonar í Skógum undir Eyja-
fjöllum. Dóttir Guðmundar hét Ást-
ríður, hún var gift Svarti Loftssyni,
bróður Helga í Skál á Síðu. Guðmund
ur var síðasti bóndinn í Skarði
eystra, sem unnt er að nafngreina.
Árið 1300 varð mikið eldgos í
Heklu. Um það segir í Lögmannsann
fil: „Þaðan fló vikur svo mikill á bæ-
lnn. Næfurholt, að brann þak af hús
um. — Sjöttu nótt jóla varð land-
skjálfti svo mikill fyrir sunnan land,
að jörðin skalf víða. Féll bær í Skarði
hlnu eystra. Þar í kirkjunni var mik-
Heklugos 1947.
ill málmpottur festur við brúnásinn.
Honum barði við rjáfrið kirkjunnar
af skjálftanum að braut pottinn. —
Kistur tvær stóðu og í anddyrinu,
þeim barði saman svo af landskjálft-
anum, að báðar braut í smámola“. —
Lárentíusarsaga, sem sami maður
skráði, segir að kisturnar, sem brotu
uðu, væru í anddyri í Nadurholti.
Haustir 1332 var-vígður til prests
i Skarði eystra af Jóni Halldórssyni
Skálholtsbiskupi, Einar Hafliðason
frá Breiðabólstað í Vesturhópi. Hann
var fæddur árið 1307, sonur Hafliða
Steinssonar prests á Breiðabólstað,
og Rannveigar Gestsdóttur, fylgikonu
hans. Þrjú tnissiri var Einar prestur
í Skarði eystra, en fór vorið 1334 að
Höskuldsstöðum á Skagaströnd. 1341
fékk hann Breiðabólstað í Vesturhópi
og hélt til æviloka, 1393. Einar var
einn af höfuðklerkum norðanlands
um sína daga, oftsinnis Hólaráðsmað-
ur og officialis. Hann- skráði Laur
entinussögu Hólabiskups og Lög-
mannsannál. Sonur séra Einars var
Árni á Auðbrekku í Hörgárdal.
Sama ár og Einar Hafliðason korn
að Skarði eystra, skráði Jón biskup
Halldórsson máldaga kirkjunnar þar.
Máldaginn hljóðar svo: „Nikulás-
kirkja í Skarði á hálft heimaland;
ásauð sex tygi og tvær ær; þrjár kýr;
Liósmynd: Páll Jónsson.
þrenn messuklæði og umfram messu-
serk; stóla; höfuðlín; fontur; tvær
kantarakápur; tvær kertistikur og
liin þriðja járnstika, tjöld umhverfis
sig; glóðarker og eldbera; munnlaug-
ar tvær og kirkjukolu; altarisklæði
tvö; bríkarklæði sæmilegt; kertistikur
fiórar; texta“.
Árið 1367 er enn skráður máldagi
kirkjunnar í Skarði eystra. Af hon-
um er nú aðeins varðveitt þetta: —
„Nikurlásarkirkja í Skarði eystra á
hálft heimaland og sex tygi ásauðar
og tvær ær, tvær kýr og þrenn messu
klæði“.
Árið 1389 hófst eldgos í Heklu, og
stóð það fram á árið 1390. Um það
segir séra Einar Hafliðason í Lög-
mannsannál: „Eldsuppkoma í Heklu-
felli með svo miklum undrum, að dun-
ur og bresti heyrði um allt land. Tók
af tvo bæi, Skarð og Tjaldastaði". —
Flateyjarannáll segir um sama gos.
„Eyddust Skarð og Tjaldastaðir af
bruna. Var svo mikið vikurkast, að
hest sló til bana. Öskufall svo mikið,
að margur fénaður dó af. Færði sig
rásin eldsuppkomunnar úr sjálfu fjaU
inu og í skógana litlu fyrir ofan Skarð
og kom þar upp með svo miklum
býsnum, að þar urðu eftir tvö f jöll og
gjá á milli“.
Nú skyldu menn ætla, að sögil
t
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
307